Fréttablaðið - 27.06.2014, Page 34
KYNNING − AUGLÝSINGLandsmót hestamanna FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 20144
RÚV SÝNIR BEINT FRÁ LM
RÚV og Landsmót hestamanna
hafa samið um útsendingarrétt
frá mótinu og mun RÚV sýna
stóran hluta dagskrárinnar í
beinni útsendingu, auk þess sem
valdir liðir verða endursýndir.
Eftirtaldir liðir verða sendir út
hjá RÚV. Hafið í huga að RÚV1 er
aðalrás og RÚV2 er íþróttarás. B er
beint og E er endurtekið.
Fimmtudagur 3. júlí
17.30 Forkeppni í tölti, RÚV2 B
20.30 Setningarhátíð, RÚV2 B
Föstudagur 4. júlí
17.40 B-úrslit, A flokkur, RÚV2 B
19.45 Ræktunarbú, RÚV2 B
21.45 B-úrslit, tölt, RÚV2 B
Laugardagur 5. júlí
12.40 B-úrslit, A flokkur, RÚV1 E
13.10 B-úrslit, tölt, RÚV1 E
13.00 A-úrslit, börn, RÚV2 B
16.30 A-úrslit, ungmenni, RÚV2 B
19.00 Ræktunarbú – úrslit, RÚV2 B
20.00 A-úrslit, tölt, RÚV2 B
21.05 A-úrslit, A flokkur, RÚV2 B
Sunnudagur 6. júlí
10.30 A-úrslit, unglingar, RÚV2 B
12.00 100 m skeið, RÚV1 B
12.45 A-úrslit, tölt, RÚV1 E
13.25 A-úrslit, A flokkur, RÚV1E
14.15 A-úrslit, B flokkur, RÚV1 B
Hægt verður að fylgjast með
útsendingum í gegnum vefinn,
á www.ruv.is/ruv og www.ruv.is/
ithrottaras.
Einnig verður RÚV með inn-
slög frá mótinu í íþróttafréttum
meðan á mótinu stendur, auk
þess sem unninn verður sérstakur
þáttur um Landsmót til sýningar
síðar á árinu.
Umsjónarmenn með umfjöllun
RÚV eru þau Hulda G. Geirsdóttir,
sem mun sjá um beinar lýsingar
og dagskrárgerð, og Óskar Niku-
lásson sem stýrir útsendingum.
SKEMMTIDAGSKRÁ FYRIR UNGA SEM ALDNA
Fjölmargt verður í boði fyrir alla fjölskylduna á Landsmóti hestamanna. Yngstu meðlimirnir geta til dæmis fengið að fara í hestvagn sem
verður á svæðinu alla daga. Þá verður Barnagarðurinn opinn alla daga en þar má finna alls kyns skemmtileg leiktæki. Húsdýragarður verður
opinn með ýmsum skemmtilegum dýrum og þá verður boðið upp á bingó fyrir þá sem þykir það skemmtilegt.
Á þriðjudag og laugardag klukkan 14 verður fjárhundasýning sem er afar skemmtilegt að fylgjast með. Þá mætir Sprengjugengið á svæðið
á laugardaginn og fremur ýmsar skemmtilegar tilraunir.
Barnasöngvakeppni verður síðan á laugardeginum og örugglega margir ungir og hæfileikaríkir krakkar sem
hlakka til að taka þátt í því.
Skemmtidagskráin fyrir eldri kynslóðina er heldur ekki af verri endanum. Á fimmtudagskvöldið er
setningarathöfn landsmótsins. Eftir það spila þeir Gunni Óla og Hebbi úr Skítamóral.
Á föstudaginn spila Eiki Hafdal og Steini trúbador nokkrum sinnum yfir daginn í veitingatjaldinu en
Sniglabandið leikur fyrir dansi um kvöldið.
Á laugardaginn er komið að Sverri Bergmann og Halldóri Fjallabróður en síðla kvölds taka við Hreimur
& Made in Sveitin sem leika fyrir dansi ásamt söngvaranum Eyþóri Inga.