Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2014, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 27.06.2014, Qupperneq 53
FÖSTUDAGUR 27. júní 2014 | LÍFIÐ | 33 „Það verður bara kynlíf í loftinu,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, ein Reykjavíkurdætra, en þær bjóða í tónlistarveislu á Gamla Gauknum ásamt Grísalappalísu. „Fyrst verður rosalegt estrógen á sviðinu og síðan geggjað testósterón,“ segir Blær en Reykjavíkurdætur skipa eingöngu stelpur og Grísalappalísu skipa ein- göngu strákar. Áhorfendur mega búast við líflegri sviðsframkomu en báðar hljómsveitirnar eru þekktar fyrir mjög góða sviðsframkomu. „Það eru eiginlega bara forréttindi að fá að sjá báðar þessar hljóm- sveitir koma saman á sviði,“ segir Blær en ásamt því að frumflytja þrjú ný lög þá ætla rappetturnar að flytja eitt nýtt lag sem unnið var í samvinnu við Grísalappalísu. „Það verður mikil tilraunastarf- semi í gangi,“ segir ungi rapparinn sem útilokar ekki svokallað rapp- battl á sviðinu. „Það getur allt gerst á tónleikum sem þessum.“ Eins og áður hefur komið fram verða tón- leikarnir á Gamla Gauknum og hefjast klukkan 21.00. Aðgangs eyrir er 1.500 krónur. baldvin@frettabladid.is Þetta eru forréttindi á fi mmtán hundruð krónur Rappetturnar í Reykjavíkurdætrum halda tónleika ásamt Grísalappalísu í kvöld þar sem mikil tilraunastarfsemi mun fara fram. Fyrst verður rosa- legt estrógen á sviðinu og síðan geggjað testósterón. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 Tónleikar 12.10 Hádegistónleikar með Íslenska Flautukórnum í Listasafni Íslands, Frí- kirkjuvegi 7. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Bat out of hell í Hörpu. Miða má nálgast á heimasíðu midi.is. 20.00 Fyrstu opinberu tónleikar Dúó Nítsirkasile í skúr Vinnuskóla Kópavogs í Kópavogsdal. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Tónleikar Klassart í Miklagarði á Vopnafirði. Miðasala við dyr og á heima- síðu midi.is. 21.00 Gítarleikarinn Andrés Þór heldur ásamt norrænum kvartett tónleika í Stykkishólmskirkju á Stykkishólmi. 22.00 Hljómsveitirnar Kiriyama Family, Young Karin og Mixophrygian blása til tónleika á Húrra. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. 23.30 Sváfnir Sigurðarson leikur og syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Sýningar 09.00 Villt hreindýr í Flóanum í Hörpu. Á sýningunni Villt hreindýr á Íslandi er hægt að sjá og fræðast um hreindýr og líf þeirra. 17.00 Heima er best er stóra fjölskyldu- sýning Sirkus Íslands. Sýningin er sýnd í tjaldinu Jöklu á Klambratúni og miðaverð er 3.000 krónur. Miða má nálgast á heima- síðu midi.is. 21.00 Sirkus Ísland kynnir Skinnsemi. Skinnsemi er kabarettsýning með sirkus- ívafi þar sem lögð er áhersla á fullorðins- húmor. Íþróttir 18.30 Rauði kross Íslands í samstarfi við átakið Hjálpum Serbíu efna til vináttuleiks til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkan- skaga. Leikurinn fer fram á Samsung-vell- inum og er miðaverð 1.800 krónur. Miða má nálgast á heimasíðu midi.is. Uppákomur 20.00 Musical Juggling við Sláturhúsið á Egilsstöðum. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en frítt inn fyrir 17 ára og yngri. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. LÍFLEG Á SVIÐI Hljómsveitirnar eru báðar þekktar fyrir virkilega skemmti- lega og líflega sviðsframkomu. G „Ég er mikill aðdáandi Franks Sinatra og hef hlustað á hann síðan ég var ellefu ára gamall,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen en hann syngur helstu lög Franks Sinatra á tónleikum í kvöld. Jógvan segir þessa tegund tón- listar þó vera erfiðari viðureignar en hann bjóst við. „Þetta tekur á en við höfum æft af kappi fyrir tón- leikana og þær hafa gengið mjög vel. Ég nýt þess að syngja þessi lög, þetta er svo falleg músík.“ Tónleikarnir fara fram á Café Rosenberg og hefjast klukkan 22.00. - glp Syngur Sinatra á tónleikum FALLEG TÓNLIST Jógvan Hansen bregður sér í líki Franks Sinatra í kvöld á Café Rosenberg. MYND/EINKASAFN 40% af öllum útsöluvörum afsláttur Paul Smith | J.Lindeberg | Bruuns & Bazaar | Matinique | Private Label | Hudson Shoes | Moma Shoes | Velorbis John Henric | American Vintage | By Malene Birger | Blank | Conditions Apply | Diesel | G-Star | Ilaria Nistri Imperial/Please | Moma | Strategia| Candice Cooper | Now/Fruit VINSÆL - VÖNDUÐ MERKI Kringlunni /kulturmenn| / kulturmenn /verslunin.kultur| / kulturntc www.ntc.is ÚTSALA hafin flott
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.