Fréttablaðið - 27.06.2014, Qupperneq 53
FÖSTUDAGUR 27. júní 2014 | LÍFIÐ | 33
„Það verður bara kynlíf í loftinu,“
segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir,
ein Reykjavíkurdætra, en þær bjóða
í tónlistarveislu á Gamla Gauknum
ásamt Grísalappalísu. „Fyrst verður
rosalegt estrógen á sviðinu og síðan
geggjað testósterón,“ segir Blær en
Reykjavíkurdætur skipa eingöngu
stelpur og Grísalappalísu skipa ein-
göngu strákar. Áhorfendur mega
búast við líflegri sviðsframkomu en
báðar hljómsveitirnar eru þekktar
fyrir mjög góða sviðsframkomu.
„Það eru eiginlega bara forréttindi
að fá að sjá báðar þessar hljóm-
sveitir koma saman á sviði,“ segir
Blær en ásamt því að frumflytja
þrjú ný lög þá ætla rappetturnar að
flytja eitt nýtt lag sem unnið var í
samvinnu við Grísalappalísu.
„Það verður mikil tilraunastarf-
semi í gangi,“ segir ungi rapparinn
sem útilokar ekki svokallað rapp-
battl á sviðinu. „Það getur allt gerst
á tónleikum sem þessum.“ Eins og
áður hefur komið fram verða tón-
leikarnir á Gamla Gauknum og
hefjast klukkan 21.00. Aðgangs eyrir
er 1.500 krónur.
baldvin@frettabladid.is
Þetta eru forréttindi á fi mmtán hundruð krónur
Rappetturnar í Reykjavíkurdætrum halda tónleika ásamt Grísalappalísu í kvöld þar sem mikil tilraunastarfsemi mun fara fram.
Fyrst
verður rosa-
legt estrógen
á sviðinu og
síðan geggjað
testósterón.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FÖSTUDAGUR
27. JÚNÍ 2014
Tónleikar
12.10 Hádegistónleikar með Íslenska
Flautukórnum í Listasafni Íslands, Frí-
kirkjuvegi 7. Aðgangur er ókeypis.
20.00 Bat out of hell í Hörpu. Miða má
nálgast á heimasíðu midi.is.
20.00 Fyrstu opinberu tónleikar Dúó
Nítsirkasile í skúr Vinnuskóla Kópavogs í
Kópavogsdal. Aðgangur er ókeypis.
21.00 Tónleikar Klassart í Miklagarði á
Vopnafirði. Miðasala við dyr og á heima-
síðu midi.is.
21.00 Gítarleikarinn Andrés Þór heldur
ásamt norrænum kvartett tónleika í
Stykkishólmskirkju á Stykkishólmi.
22.00 Hljómsveitirnar Kiriyama Family,
Young Karin og Mixophrygian blása til
tónleika á Húrra. Aðgangseyrir er 1.000
krónur.
23.30 Sváfnir Sigurðarson leikur og
syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Aðgangur er ókeypis.
Sýningar
09.00 Villt hreindýr í Flóanum í Hörpu. Á
sýningunni Villt hreindýr á Íslandi er hægt
að sjá og fræðast um hreindýr og líf þeirra.
17.00 Heima er best er stóra fjölskyldu-
sýning Sirkus Íslands. Sýningin er sýnd í
tjaldinu Jöklu á Klambratúni og miðaverð
er 3.000 krónur. Miða má nálgast á heima-
síðu midi.is.
21.00 Sirkus Ísland kynnir Skinnsemi.
Skinnsemi er kabarettsýning með sirkus-
ívafi þar sem lögð er áhersla á fullorðins-
húmor.
Íþróttir
18.30 Rauði kross Íslands í samstarfi við
átakið Hjálpum Serbíu efna til vináttuleiks
til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkan-
skaga. Leikurinn fer fram á Samsung-vell-
inum og er miðaverð 1.800 krónur. Miða
má nálgast á heimasíðu midi.is.
Uppákomur
20.00 Musical Juggling við Sláturhúsið á
Egilsstöðum. Aðgangseyrir er 1.500 krónur
en frítt inn fyrir 17 ára og yngri.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá
inni á visir.is.
LÍFLEG Á SVIÐI
Hljómsveitirnar eru
báðar þekktar fyrir
virkilega skemmti-
lega og líflega
sviðsframkomu.
G
„Ég er mikill aðdáandi Franks
Sinatra og hef hlustað á hann
síðan ég var ellefu ára gamall,“
segir söngvarinn Jógvan Hansen
en hann syngur helstu lög Franks
Sinatra á tónleikum í kvöld.
Jógvan segir þessa tegund tón-
listar þó vera erfiðari viðureignar
en hann bjóst við. „Þetta tekur á en
við höfum æft af kappi fyrir tón-
leikana og þær hafa gengið mjög
vel. Ég nýt þess að syngja þessi
lög, þetta er svo falleg músík.“
Tónleikarnir fara fram á Café
Rosenberg og hefjast klukkan
22.00. - glp
Syngur Sinatra
á tónleikum
FALLEG TÓNLIST Jógvan Hansen
bregður sér í líki Franks Sinatra í kvöld
á Café Rosenberg. MYND/EINKASAFN
40%
af öllum útsöluvörum
afsláttur
Paul Smith | J.Lindeberg | Bruuns & Bazaar | Matinique | Private Label | Hudson Shoes | Moma Shoes | Velorbis
John Henric | American Vintage | By Malene Birger | Blank | Conditions Apply | Diesel | G-Star | Ilaria Nistri
Imperial/Please | Moma | Strategia| Candice Cooper | Now/Fruit
VINSÆL - VÖNDUÐ MERKI
Kringlunni
/kulturmenn| / kulturmenn /verslunin.kultur| / kulturntc
www.ntc.is
ÚTSALA
hafin
flott