Fréttablaðið - 27.06.2014, Side 10

Fréttablaðið - 27.06.2014, Side 10
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 NEYTENDAMÁL Nærri allt græn- meti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðar- afurð. Vottunin er byggð á reglu- gerð sem gefin var út árið 1998 en hefur ekki verið fylgt eftir með eftirliti um langt árabil. Nokkrir garðyrkjubændur, sem nota merkinguna, hófu framleiðslu eftir að hætt var að gefa vott- unina út. „Menn hafa haldið það að ef þeir færu eftir stöðlunum þá mættu þeir nota merkið,“ segir Gunnlaugur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna. „Annaðhvort er kominn tími á að hætta alveg með þetta eða að fara að fylgja því eftir að það sé í lagi með þá sem eru að nota þetta.“ Á meðal framleiðenda sem hófu ræktun eftir að hætt var að gefa vottunina út eru Jarðarberjaland sem hóf framleiðslu árið 2011 og Sólbyrgi sem hóf framleiðslu árið 2008. Vörur frá þessum framleið- endum eru merktar sem Vistvæn landbúnaðarafurð. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, garðyrkju- ráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, eru þeir staðlar sem settir voru upp í tengslum við vottunina úreltir. Þá mátti vistvænn bú- skapur ekki nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hektara við ræktun græn- metis en nú er almennt miðað við 80 til 100 kg á sama svæði. „Þetta er góð hugmyndafræði en það verður au ð v i t a ð a ð vera eftirlits- aðili sem stað- festir að þetta sé rétt,“ segir Gunnlaugur. Unnið er að því að koma á fót svokallaðri gæðahandbók í mat- jurtaframleiðslu sem taka á við eftirlitshlutverki. „Við erum að reyna að sinna því gæðastarfi sem við viljum halda sem staðli. Ef það er ekki til staðar þá missir merkið sitt upphaflega markmið,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmda- stjóri Félags garðyrkjubænda. Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is, segir að hugtakið vistvænn land- búnaður sé merkingarlaust og í raun sé verið að tala um hefðbund- inn landbúnað. „Í raun þýðir þetta ekki meira en það að gæðastöðlum sé fylgt og þá fylgjast bændur með hvað þeir nota af efnum. Það þýðir samt ekki að það sé bannað að nota þau. Þetta er í raun bara eins og venjulegur landbúnaður.“ Hún segir að merkingin hjálpi til við ákveðna ímynd sem Ísland hafi. „Þetta er kannski ekki gert til að blekkja beint. Þetta er bara ákveðin sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“ snaeros@frettabladid.is Nærri allt grænmeti merkt án þess að hafa hlotið vottun Skilyrðum reglugerðar um vistvænan landbúnað hefur ekki verið fylgt um árabil. Þrátt fyrir það merkja flestir grænmetisbændur vörur sínar. Framkvæmdastjóri dreifingaraðila segir að hér sé um misskilning sé að ræða. VISTVÆN FRAMLEIÐSLA Nær allar vörur frá Sölufélagi garðyrkju- manna eru merktar sem vistvænar land- búnaðarafurðir þrátt fyrir að lögbundna vottun að baki notkuninni skorti. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG BJARNI JÓNSSON GUÐRÚN ARNDÍS TRYGGVADÓTTIR BANDARÍKIN Hæstiréttur Banda- ríkjanna hefur bannað lögreglu að skoða gögn í farsímum nema að fenginni leitarheimild. Lög- reglumenn hafa til þessa hiklaust skoðað gögn í farsímum hand- tekinna, rétt eins og þegar skoðað er í töskur, vasa og veski fólks. Hæstiréttur komst á miðviku- dag að þeirri niðurstöðu að pers- ónuvernd eigi að gilda um gögn í farsíma, með svipuðum hætti og þegar lögregla óskar eftir að fá að leita í íbúðum fólks eða tölvum. Fréttaskýrendur hafa bent á að úrskurðurinn kunni að hafa áhrif á víðtækar gagnanjósnir banda- rískra yfirvalda, bæði lögreglu og leyniþjónustu, sem hafa notað tölvu forrit til að hlaða niður upplýs- ingum úr farsímum einstaklinga. Í desember síðastliðnum skýrðu bandarískir fjölmiðlar frá því að lögreglan hefði notað tækni sem nefnd er Stingray til að ná sér í upplýsingar um farsímanotkun þúsunda einstaklinga, jafnvel í heilu hverfunum á einu bretti. - gb Hæstiréttur Bandaríkjanna setur víðtækum gagnanjósnum skorður: Bannað að skoða í farsímana HÆSTIRÉTTUR BANDARÍKJANNA Persónuverndarákvæði verja farsíma- notendur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ABU KATADA Barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JÓRDANÍA, AP Róttæki múslima- klerkurinn Abu Katada, sem lengi barðist gegn því að vera framseldur frá Bretlandi til Jórd- aníu, var í gær sýknaður þar í landi af ákæru um að hafa tekið þátt í áformum um að ráðast á bandarískan skóla í Amman. Dómstóllinn frestaði hins vegar að kveða upp úrskurð í öðrum ákærum á hendur honum tengdum hryðjuverkum, en hann er sagður hafa verið í liði með Osama bin Laden. Nærri ár er nú liðið frá því hann var framseldur frá Bret- landi. Katada hefur ekki farið dult með stuðning sinn við baráttu herskárra íslamista. Hann hefur þó gagnrýnt ISIS-samtökin, sem barist hafa blóðugri baráttu í bæði Sýrlandi og Írak. - gb Klerkurinn Abu Katada: Sýknaður í fyrstu lotu ÁSTRALÍA, AP Leitin að Malasíu- flugvélinni, sem hvarf snemma í mars, beinist nú að öðru svæði nokkru sunnar en það svæði sem mest hefur verið leitað á undan- farið. Ástæðan er sú að fræð- ingar hafa farið betur yfir þau merki sem bárust frá vélinni stuttu áður en hún týndist. Talið er að vélin hafi verið á sjálfsstýringu þegar hún hvarf og allt bendir til þess að hún hafi verið að hrapa þegar síðustu merkin bárust frá henni. - gb Gögnin reiknuð upp á nýtt: Leit að flugvél færist sunnar SAMGÖNGUR Stærsta flugvél heims millilenti á Keflavíkur- flugvelli í gær á leið sinni vestur um haf. Hún hélt ferð sinni áfram klukkan hálftvö nú í nótt. Vélin er af gerðinni Antonov 225 og er sú eina sinnar tegundar í heiminum. Hún er 84 metra löng og vænghaf hennar er 88 metrar. Á vellinum þurfti að bæta miklu eldsneyti á geymana því hún eyðir um 16 tonnum á klukkustund á flugi. - kmu Heimsins stærsta flugvél: Hafði viðkomu hér á leið vestur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.