Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 36
FRÉTTABLAÐIÐ Lífsstí ll og heilsa. Tíska. Samfélagsmiðlarnir.
8 ¿ LÍFIÐ 27. JÚNÍ 2014
T
íminn er svo dýrmætur og
mikilvægt að nýta hann vel
með börnunum. Þegar við
erum saman úti í náttúrunni
er auðveldara að veita þeim
óskipta athygli og láta þau finna
að maður er ekki einungis á staðn-
um heldur einnig til staðar,“ segir
Sigríður A. Sigurðar dóttir sem sér
um skipulagningu Fjölskyldudags-
ins ásamt þeim Láru G. Sigurðar-
dóttur, Pálínu Ó. Hraundal og Vil-
borgu A. Gissurardóttur. Þær eru
höfundar bókanna Útivist og af-
þreying fyrir börn og Útilífsbók
barnanna.
Fjölskyldudagurinn fer fram
sunnudaginn 29. júní kl. 13–16 í
Öskjuhlíð við Perluna. Þennan
dag verður að finna spennandi
uppákomur fyrir alla fjölskyld-
una en fjölmargir koma að ævin-
týralegum viðburðum dagsins.
Rathlaupafélagið Hekla býður
gestum í rathlaup og Ævar vís-
indamaður mætir og sýnir gest-
um vísindatilraunir. Færni til
framtíðar verður með hópleiki
og Hjólafærni setur upp hjóla-
þraut. Jógahjartað verður með
jóga fyrir fjölskylduna í fallegum
lundi og einnig verður ljósmynda-
keppni með veglegum vinning-
um. Upplifunarleiðangrar verða
í boði Ferðafélags barnanna og
Hálendis ferðir flétta saman
göngu og myndlist. Spunaspil og
skylmingar eru einnig á dagskrá.
„Það er ómetanlegt fyrir
börnin að við sáum góðum fræjum
fyrir framtíðina og stundum heil-
brigt líferni með þeim. Þessi fræ
sem við sáum fyrir börnin verða
kannski ekki að blómi strax en
verða það alveg örugglega einn
daginn,“ segir Lára G. Sigurðar-
dóttir. Dagskrána má finna undir
Face book-síðum bókanna „Útivist
og afþreying fyrir börn – Reykja-
vík og nágrenni“ og „Útilífsbók
barnanna“ ásamt heimasíðunni
www.fyrirborn.is.
FJÖLSKYLDUFJÖR
Í ÖSKJUHLÍÐ
Höfundar bókanna Útivist og afþreying fyrir börn og Útilífsbók barnanna hvetja
fjöl skyldur til að taka þátt í þéttri og skemmtilegri dagskrá á sunnudaginn.
Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður A. Sigurðardóttir sjá um skipulagningu dagsins.
Öskjuhlíðin býður upp á margt skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.
Við vitum að það er enginn full-
kominn, ekki einu sinni fyrirsæt-
urnar í glanstímaritunum.
Við þurfum að varast að setja of
mikla pressu á okkur fyrir sumarið
hvað útlit varðar og alls ekki
neita okkur um allt sem okkur
þykir gott. Sumarið býður upp
á frábæra möguleika til þess að
njóta lífsins í botn.
Grill er frábær eldunarað-
ferð, grillum í staðinn fyrir að
steikja. Þar þarf enga olíu og
kjötið helst áfram í sinni nátt-
úrulegu mynd. Besta leiðin er
að sótthreinsa og hita grillið
vel áður en byrjað er að grilla
matinn sjálfan.
Trefjar. Gættu þess að borða
vel af trefjaríkri fæðu, fáðu þér
gróft hamborgarabrauð í stað-
inn fyrir fínt, skerðu niður sætar
kartöflur og skelltu þeim á grillið
og mundu eftir grænmetinu.
Vatn. Drekktu vel af vatni, gömul
saga og ný. Þetta er eitt af því
sem er ekki er hægt að deila
um hvort er nauðsynlegt eða
ekki. Vatn er besti drykkurinn
fyrir mannslíkamann enda erum
við um 70 prósent vatn.
Göngum í staðinn fyrir að
keyra. Ertu í sumarfríi og
þarftu að fara út í búð? Sláðu
tvær flugur í einu höggi, njóttu
þess að vera úti á hreyfingu og
keyptu inn í leiðinni. Það að
halda á burðarpokanum á leið-
inni heim úr búðinni er ein teg-
und af styrktaræfingu í bland
við þolþjálfun og hún er alveg
ókeypis.
Farðu í sund í sólinni. Í
sundi færðu meira magn af
D-vítamíni, verður útitekinn og
sællegur með öðrum hætti en
að liggja á sólbekkjum þar sem
vafasamir útfjólubláir geislar
ráðast á húðina.
Sólarvörn. Notaðu sólarvörn,
jafnvel þótt það sé ekki sól.
Hún er til staðar en bak við
skýin. Sólin er sterkari en þú
heldur og það er auðvelt að
brenna eða skaða húðina ef
við erum ekki dugleg að verja
hana. Tala nú ekki um þegar
farið er í fjallgöngur og útilegur
þar sem útiveran er gríðarlega
mikil. Húðin er stærsta líffæri
líkamans, þetta er annað atriði
sem ekki er hægt að deila um
hvort er rétt eða rangt.
Njótum lífsins og brosum.
HEILSA
NJÓTTU LÍFSINS Í BOTN
Björk Varðar, stöðvarstjóri í World Class, gefur góð ráð
fyrir heilsuna í sumar.
Björk Varðar, stöðvarstjóri World
Class
Sjá fleiri myndir á
FLOTT SUMARFÖT
Á 5.000 KR
Kjólar frá
5.000
margir litir
Gallajakkar
9.900
st S-XL
Mussur
5.000
ein st.