Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2014, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 27.06.2014, Qupperneq 32
KYNNING − AUGLÝSINGLandsmót hestamanna FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, s. 512 5447, kkolbeins@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Stefán var 28 ára þegar hann fór á fyrsta Landsmót hesta-manna en hann verður átt- ræður síðar á þessu ári. „Ég hef alla tíð haft gaman af hestum og hef átt hesta frá unglingsaldri,“ segir Stefán sem var alinn upp í Norður- Þingeyjarsýslu og foreldrar hans voru með hesta. „Á þeim tíma voru ekki margir sem stunduðu hesta- mennsku. Foreldrar mínir áttu gæðahross og ég var ungur farinn að stússast í hestamennskunni. Fljótlega eftir að ég flutti til Reykja- víkur eignaðist ég hesta og hef alla tíð verið með þá,“ segir Stefán sem sat í stjórn Landssambands hesta- manna í átta ár og var formaður í fimm ár frá árinu 1981 til 1986. Frjálsleg mót Stefán segir að margt hafi breyst á landsmótum frá fyrri tímum. „Það hefur orðið mikil þróun í allri umgjörð. Fyrstu landsmótin voru frjálsleg en menn reyndu að gera sitt besta. Það voru hins vegar engir vellir. Núna er gerð krafa um vandaða velli. Menn kepptu í reið- mennsku og einnig voru sýningar á hestum. Fyrst og fremst voru þetta kappreiðar en þær hafa orðið færri í seinni tíð. Í dag er meira lagt upp úr sýningum á kynbótahrossum og alhliða gæðingum.“ Stefán ætlar ekki að missa af Landsmóti hestamanna þetta árið og hlakkar mikið til að fara. „Maður hittir margt gott fólk og þetta er afskaplega skemmtileg samkoma.“ Yfir Kjöl og Sprengisand Fjölskylda hans er með 14 hesta og Stefán reynir að komast í hest húsin daglega. „Ég hef enn þá ánægju af því að fara á bak. Hestamennsk- an gerir manni gott. Maður nýtur þess að vera með skepnunum og í góðum félagsskap við aðra hesta- menn. Hestamennskan er alhliða grein sem sameinar fólk á öllum aldri. Yngsta dóttir mín hefur erft þennan áhuga og er dugleg að hugsa um hrossin. Eiginkona mín, Arn- þrúður Arnórsdóttir, hefur líka alltaf verið með mér í hestamennskunni og við fórum á hverju ári í hesta- ferðir. Við fórum með vinahópi þvert yfir landið, allt upp í þriggja vikna til mánaðarferðir. Það var mjög skemmtilegt. Maður nýtur þess að sjá landið með öðrum augum en þegar ferðast er í bíl og kynnist nátt- úrunni á allt annan hátt. Við gistum í skálum á leiðinni. Við fórum mörg- um sinnum yfir Kjöl norður í Þing- eyjarsýslu og yfir Sprengisand. Hest- arnir hafa alltaf skipað stóran sess í mínu lífi,“ segir Stefán. „Við skipu- lögðum hestaferðir með löngum fyrir vara til að fá skálapláss og girð- ingar fyrir hestana. Það þarf fyrir- hyggju til að undirbúa svona ferðir.“ Dreifði huganum Þegar Stefán er spurður hvort lands- mótum fylgi ekki mikið fyllerí, segir hann svo ekki vera. „Það var meira um það áður fyrr. Kannski hefur verið of mikið gert úr drykkjuskap og mér finnst hann ekki áberandi. Við höfðum til dæmis þá reglu að nota aldrei vín í okkar ferðum um landið,“ segir hann. Stefán var lengi bankastjóri Búnaðarbankans sem var krefj- andi starf. Hann segir að það hafi verið góð hvíld að fara á hestbak eftir vinnu. „Það dreifði huganum og losaði mig við allt stress.“ Nýtur þess að vera með hestunum Stefán Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans, hefur verið hestamaður frá unglingsaldri. Hann hefur sótt öll Landsmót hestamanna frá árinu 1962 þegar það fór fram á Skógarhólum. Stefán á baki. Hann hefur alla tíð verið með hesta og nýtur þess að stússast með þeim. Stefán Pálsson, fyrrverandi bankastjóri, og eiginkona hans, Arnþrúður Arnórs- dóttir, hafa ferðast um allt land á hestum í gegnum árin og notið náttúrunnar á annan hátt en þeir sem ferðast akandi. MYND/ARNÞÓR Kjartan Marinó Kjartansson matreiðslumaður ber hitann og þung- ann af því að fæða landsmótsgesti. Undirbúningur hefur staðið yfir í á þriðju viku. „Við hjá Grillhúsinu verðum með matseðil sem inni- heldur hamborgara og fleira af matseðli Grillhússins. Einnig verðum við með heimilislegri mat eins og hægeldaða grísaskanka, kjúklinga- bringur með rúkólapestói, steiktan fisk og ýmislegt fleira.“ „Það er nánast vonlaust að vita hve margir eiga eftir að borða hjá okkur. Í Víðidalnum árið 2012 komu á milli sex og sjö þúsund manns til okkar en í ár gætu það orðið á bilinu tíu til fjórtán þúsund. Við rennum í rauninni svolítið blint í sjóinn með þetta en veðrið segir mjög mikið til um hve margir mæta, innkaupin hjá mér fara alveg eftir veðri,“ segir hann og hlær. Hann segir að nákvæmur fjöldi skipti þó ekki svo miklu máli ef undirbúningurinn er góður. „Ég er búinn að gera plan fyrir hvern dag og fæ vörur á hverjum degi. Ef það er minna að gera einhvern daginn en ráð var gert fyrir þá sleppi einfaldlega pöntun daginn eftir. Ef meira verður að gera en efni standa til verða allir birgjar á tánum og mæta með það sem vantar hvenær sem er, ég gæti til dæmis hringt á miðnætti og fengið vöruna strax klukkan átta daginn eftir. Það er vissulega í mörg horn að líta en þetta verður æðislega gaman.“ Tólf manns verða við störf í eldhúsi Landsmóts þegar álagið verður hvað mest. Hluti af starfsfólkinu fór austur í gær. „Það er gríðarleg skipulagning sem stendur að baki. Það þarf að setja upp fullkomið eldhús í tjaldi á staðnum, græja tæki og tól austur, hráefnið fer í dag og svo verður þetta keyrt í gang á sunnudag. Það verður mikið álag á starfsfólki á meðan á þessu stendur, þetta verður bara vertíð, en þetta verður líka mjög gaman. Það er strax komin stemning í starfsfólkið og við hlökkum til.“ Innkaup fara eftir veðri Kjartan Marinó Kjartansson sér um að gestir Landsmótsins verði ekki svangir en hann hefur umsjón með matseld á mótinu. MYND/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.