Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 28.06.2014, Qupperneq 2
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | Fari svo að ný reglugerð um vistvænan landbúnað verði gefin út myndi Matvælastofnun fram- fylgja eftirlitinu. Eftirlit með lífrænum búskap er nú í höndum Túns vottunarstofu með leyfi Matvælastofnunar. Það er lögbundið að farið sé á hverja framleiðslu- stöð að minnsta kosti einu sinni á ári fyrir utan eftirlitsferðir sem ekki er tilkynnt um fyrir fram. Bændur í lífrænum búskap greiða sjálfir fyrir eftirlitið. GOTT ER AÐ BORÐA GULRÆTURNAR Grænmetisbændur nota marklausa merkingu á vörur sínar. Fram hefur komið gagnrýni sem segir að verið sé að blekkja neytendur. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR NEYTENDAMÁL „Þeir geta haldið því fram að þeir séu með vistvæna framleiðslu en þeir hafa engan opinberan stuðning við að svo sé á meðan ekkert eftirlit er fyrir hendi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að nær allt íslenskt grænmeti væri merkt vottun- inni Vistvæn landbúnaðarafurð sem lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með frá árinu 2002. Dæmi eru um að garðyrkju- bændur sem nota merkinguna hafi aldrei fengið vottun. „Þeir hljóta að þurfa að spyrja sig að því hvort það sé ekki óeðli- legt að nota eitthvað sem ekki er vottað af neinum opinberum aðila,“ segir Sigurður. Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998. Búnaðarsambönd landsins áttu að annast eftirlit með þeim búum sem fylgdu vistvænum skilyrðum en ráðuneytið átti að annast vottunina. Samkvæmt henni má enginn nota merkið Vistvæn landbúnaðarafurð nema hafa fengið vottun frá ráðuneytinu. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta hug- tak standi fyrir nokkuð annað en bara hefðbundinn landbúnað,“ segir Sigurður. Reglugerðin þykir ekki gera nægilega strangar kröfur til að standa undir orðinu vistvænn. Til dæmis að í dag er almennt notað mun minna af köfnunarefni á tún og grænmeti en miðað er við í reglugerðinni. „Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Staðan núna er sú að annaðhvort þurfum við að fara yfir þetta og gefa reglugerðina út að nýju og koma því eftir- liti á sem eðlilegast er eða þá að velta því fyrir okkur að fella reglugerðina á brott.“ Hann segir íslenskan landbúnað almennt góðan. „En það er ekki for- svaranlegt að halda því fram að sextán ára gamlir staðlar séu vistvænir að öllu óbreyttu og án þess að það sé skoðað.“ snaeros@frettabladid.is Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Ráðherra segir óeðlilegt að nota óvottað merki Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, segir að grænmetisbændur verði að spyrja sig að því hvort þeim þyki eðlilegt að nota eftirlitslausa merkingu. Nær allir grænmetis- bændur nota merkinguna þrátt fyrir að ekkert eftirlit sé haft með því hvort þeir uppfylli skilyrði. ➜ Lífræn vottun undir ströngu eftirliti STJÓRNSÝSLA Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra telur að endurskoða þurfi íslensku nafnalögin. „Ég hef lengi talið að taka þurfi lög um mannanöfn til endurskoðunar, með hliðsjón af auknu frelsi og ákvörðunarvaldi hvers og eins.“ Hanna Birna vill ekki segja nákvæmlega hvernig endurskoð- un fari fram en segir að „íslenskur raunveruleiki og fjölmörg dæmi gefi fullt tilefni sé til að endur- skoða og rýmka lög um manna- nöfn“. Eitt þeirra dæma er mál Harri- etar Cardew sem var í vikunni neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd tekur nafnið Harriet ekki gilt. Foreldr- ar Harrietar hafa kært úrskurð- inn til innanríkisráðuneytisins. Þau telja það ekki standast lög að neita íslenskum ríkisborgurum um vegabréf. Hann Birna segir að foreldr- ar ættu að fá að ráða nafngift- um barna sinna: „Hér er rétt að stjórnvöld setji sem minnstar tak- markanir og hindranir, en treysti einstaklingum og foreldrum til að vita best hvað þetta varðar.“ Ráðherrann telur eðlilegt að nöfn breytist líkt og annað í íslensku máli: „Alveg eins og okkar fallega tungumál er lifandi og í sífelldri þróun er eðlilegt að það sama gerist með nafngiftir.“ Einn þeirra sem vilja breyta lögunum er Óttarr Proppé, þing- maður Bjartrar framtíðar. Hann lagði á nýliðnu þingi fram frum- varp um að mannanafnaefnd yrði lögð niður. Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd. - ih Innanríkisráðherra segir eðlilegt að tungumál og nafngiftir séu í sífelldri þróun: Hanna Birna vill rýmka nafnalög ENDURSKOÐAÐ Hanna Birna Kristjáns- dóttir telur að endurskoða þurfi nafna- lögin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN Fríinu hjá Harriet bjargað Fríi Cardew-fjölskyldunnar til Lyon í Frakklandi bjargað þegar Harriet Cardew fær breskt neyðarvegabréf. Þjóðskrá hafði neitað Harriet um vegabréf því nafnið Harriet fæst ekki samþykkt af manna- nafnanefnd. Fjölskyld- an heldur af landi brott á þriðjudaginn. Gunnhildur Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lækn- um án landamæra, sagði frá erfi ðri baráttu samtakanna gegn ebólu í Gíneu. Faraldurinn breið- ist hratt út í jarðarförum. Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri á Akureyri, tjáði blaðamanni að Mjólk- ursamlagið á Akureyri hefði þurft að keyra á steinolíu í vor vegna skertra raforku- fl utninga til Eyjafj arðar. ➜ Bryndís Stefáns- dóttir, kærasta Arons Jóhanns- sonar, sagði tilfi nn- inguna við að sjá hann koma inn á völlinn í búningi bandaríska lands- liðsins á HM í Brasilíu hafa verið óraunverulega. Skúli Magnússon formaður dómarafélagsins tjáði sig um kæru Polaris ehf. á hendur Ingveldi Einarsdóttur héraðs- dómara. Taldi hann ekkert óeðlilegt við vinnubrögð Ingveldar eða réttarins. Þorsteinn Már Baldvins- son var í fréttum vikunnar. Dótturfyrirtæki Samherja kærði héraðsdómara fyrir meint brot í starfi . VIKAN 21.06.➜27.06.2014 Fréttir af hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon og hinum síbítandi Luis Suarez voru áberandi í fréttum vikunnar. Fréttablaðið fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. LAUGARDAGUR Laugardalurinn iðar af lífi Þúsundir gesta skemmta sér á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum. Hápunktur hátíðarinnar er þegar breska sveitin Massive Attack stígur á svið. Á sama tíma útskrifast metfjöldi úr Háskóla Íslands í Laugardalshöll, yfir tvö þúsund nemendur. SUNNUDAGUR Okurlandið Ísland Logi Einars- son, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, deilir mynd á Facebook af kökusneið sem hann keypti á 1.290 krónur á kaffihúsinu Vogafjósi í Mývatnssveit. Þjónustustúlka segir Loga að fáir Íslendingar versli þar. Í kjölfarið skapast miklar umræður um hvort Íslend- ingar okri á ferðamönnum. MÁNUDAGUR Birkir dæmdur Birkir Kristins- son, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er ásamt tveimur samstarfsfélögum sínum dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sá fjórði hlýtur fjögurra ára dóm. Fjórmenningarnir eru dæmdir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga. ÞRIÐJUDAGUR Lífeyrissjóðir þurfa 533 milljarða króna Fjármálaeftirlitið gefur út skýrslu um lífeyrissjóðina. Þar kemur fram að 533 milljarða vanti upp á svo lífeyrissjóðir í ábyrgð hins opinbera geti greitt þann lífeyri sem þeir hafa lofað. SUAREZ BÍTUR FRÁ SÉR „Ég kippti mér ekkert upp við þetta svo sem, hann er með yfirbit í öðrum flokki með framstæðan góm. Hann notaði örugglega lengi snuð sem útskýrir þetta kannski.“ Tannlæknirinn og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson tjáir sig um það þegar Luis Suarez beit Giorgio Chiellini í öxlina í landsleik Úrúgvæ og Ítalíu. MIÐVIKUDAGUR Forsætisráðherra gagnrýndur Ríkisendurskoðun gagnrýnir 205 milljóna styrkveit- ingar forsætisráðuneytisins til minjaverndarverkefna. Ráðuneytið er beðið um að setja sér skýrar reglur um úthlutun til málaflokksins. Forsætisráðherra segist hafa farið að lögum. FIMMTUDAGUR Hjólað til góðs Lið Workforce A hjólar í mark sekúndubrotum á undan næsta liði í WOW Cyclothon. Fyrstu lið voru ekki nema rétt rúmlega 39 klukkustundir að hjóla hringveginn. Yfir 14 milljónir safnast með áheitum til styrktar bæklunar- deild Landspítalans. FIMM Í FRÉTTUM DÓMARAR KÆRÐIR OG FÓTBOLTA SPARKAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.