Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 6
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 ALLT Í FÓKUS NÆR OG FJÆR SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 50% afsláttur af margskiptum glerjum LÖGREGLUMÁL „Þessi hægagangur er ekki ásættanlegur,“ segir Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lög- mannafélags Íslands. Stjórn félags- ins óskaði eftir fundi með ríkis- saksóknara þann 16. apríl 2013 til að ræða fram- kvæmd síma- hlustunar og eyðingu upplýs- inga þegar um samtöl lögmanna og sakborninga væri að ræða. Félaginu barst svar frá embættinu daginn eftir þar sem fram kom að ekki væri tímabært að funda sér- staklega vegna þessa. Jónas greinir frá þessu í grein sem hann skrifar í nýjasta tölu- blað Lögmannablaðsins. Í svarinu hafi komið fram að ríkissaksókn- ari myndi á næstu vikum upplýsa félagið um tilhögun eftirlits emb- ættisins með hlustunum og breytta framkvæmd á því sviði. Frá því að þetta svar barst hefur erindið tvisvar verið ítrekað án svars frá ríkissaksóknara. „Ég staðfesti það, við höfum ekkert heyrt í þeim,“ segir Jónas. Í grein sinni segir Jónas að svör ríkissaksóknara við spurningum blaðamanna í tilefni nýgengins dóms í Imon-málinu, þar sem dóm- arar töldu sérstakan saksóknara hafa gerst brotlegan við lög með því að hlera símtöl verjenda og sakborninga, veiti því miður ekki skýrar vísbendingar um hvort brugðist hafi verið við ábending- um og kvörtunum með breyting- um, og þá hverjum, um þessi mál. Jónas segir að með núgildandi fyrirkomulagi sé hugsanlegt, og reyndar líklegt, að rannsakandinn hafi komist yfir upplýsingar sem gagnist við rannsókn mála og mál- sókn, enda þótt þær verði ekki not- aðar beinlínis sem sönnunargögn í sakamáli. Hann segir þetta allt benda til þess að bæði framkvæmd símhlustunar og eftirlit með henni sé ófullnægjandi. Þá leggur Jónas í grein sinni í dæmaskyni til þrjár leiðir til úrbóta. Hann segir að að því er eftirlitið snerti hafi ríkissaksókn- ari sjálfur bent á að embættið hafi vart burði vegna fjárskorts til að sinna því, að minnsta kosti svo vel sé. „Þetta er staðan eins og hún blasir við okkur,“ segir Jónas í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að lokum að verði ekki gerðar úrbætur á bæði fram- kvæmd símahlustunar og eftirliti með henni blasi við að eina raun- hæfa aðhaldið felist í því að dóm- stólar ónýti málatilbúnað ákæru- valdsins þar sem í ljós komi að símtöl sakbornings og verjanda hafi verið hlustuð. Komi aðhaldið ekki frá dómstólunum sjálfum sé óhjákvæmilegt að breyta lögum. Ríkissaksóknari hefur ekki svarað fyrirspurnum Fréttablaðs- ins um þetta mál. fanney@frettabladid.is Ónýti málatilbúnað í hlerunarmálum Formaður Lögmannafélagsins segir framkvæmd og eftirlit með símhlustunum ófullnægjandi. Ríkissaksóknari hefur ekki svarað fundarbeiðnum frá félaginu vegna málsins. Verði ekki gerðar úrbætur þurfi dómstólar að ónýta málatilbúnaðinn. ÓLÖGLEGAR HLERANIR Nokkur tilfelli hafa komið upp að undanförnu þar sem staðfest er að rannsóknaraðilar hafa hlerað símtöl verjenda og sakborninga. JÓNAS ÞÓR GUÐMUNDSSON 1. Að hlutlaus aðili eyði upptökum með símtölum verjenda og sakbornings áður en rannsakandi fer yfir upptökur. 2. Að fundin sé tæknileg útfærsla á því að upptaka sé stöðvuð ef hringt er úr hinum hlustaða síma í tiltekin símanúmer. 3. Að við uppkvaðningu úrskurðar um símahlustun skipi dómari sakborn- ingi sérstakan lögmann sem hefði það hlutverk við framkvæmd hlustunar að gæta hagsmuna sakbornings og þeirra sem hann talar við, án vitundar þeirra og vilja. Tillögur til úrbóta BELGÍA „Hvílíkur dagur,“ sagði Petro Porosj- enkó Úkraínuforseti geislandi af ánægju eftir að hafa undirritað samstarfssamning við Evr- ópusambandið í gær. „Kannski mikilvægasti dagurinn fyrir land mitt frá því að sjálfstæði fékkst.“ Úkraína varð sjálfstætt ríki árið 1991 eftir að hafa tilheyrt Sovétríkjunum áratugum saman. Auk Úkraínuforseta undirrituðu leið- togar Georgíu og Moldóvu sams konar samning í Brussel í gær. Rússar eru hreint ekki ánægðir: „Undirritun Úkraínu og Moldóvu á örugglega eftir að hafa alvarlegar afleiðingar,“ sagði Grigorí Karasín, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel var hins vegar ákveðið að fresta frekari refsi- aðgerðum á hendur Rússlandi, en ESB hefur krafist þess að rússneskir ráðamenn leggi sig fram um að stilla til friðar í Úkraínu. Vopnahléið, sem átti að gefa uppreisnarmönn- um í Úkraínu kost á því að leggja niður vopn, er nú liðið án þess að mikið hafi gerst. Ólgan í Úkraínu hófst í nóvember eftir að Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti lands- ins, ákvað að undirrita ekki þennan sama sam- starfssamning við ESB sem nú hefur verið und- irritaður. - gb Úkraína, Georgía og Moldóva undirrituðu í gær samstarfssamninga við Evrópusambandið: Rússar hóta alvarlegum afleiðingum ÁNÆGÐIR Petró Porosjenkó Úkraínuforseti á milli for- setanna Jose Maria Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Herman van Rompuy, forseta ráðherraráðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR „Það er óbreytt ástand í makríldeilunni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra. Norski sjávarút- vegsráðherrann Elisabeth Aspaker var hér á landi í síðustu viku og var staðan í makríldeilunni rædd. „Menn hafa kannski betri skiln- ing á vandamálinu og hafa sameig- inlega sýn á það. Þegar því er náð er styttra í að menn geti fundið lausn- ir,“ segir Sigurður Ingi og bætir við hann viti ekki hvort lausnin verði nákvæmlega eins og Íslendingar vilji. Sigurður Ingi segir að Íslendingar hafi lýst sig reiðubúna að ganga til samninga um makrílveiðar næsta árs strax í sumar. Norski sjávarút- vegsráðherrann hafi hins vegar lýst því yfir að hann teldi að málið yrði ekki tekið upp fyrr en næsta haust. Treglega hefur gengið að semja um veiðar úr makrílstofninum sem er flökkustofn. Í vetur sömdu Evr- ópusambandið, Norðmenn og Fær- eyingar um skiptingu veiðiheimilda úr stofninum. Íslendingum var ekki boðið að vera með í þeim samningi. - jme Íslendingar tilbúnir að ganga til samninga um makrílveiðar næsta árs: Óbreytt ástand í makríldeilu LÝSA SAMNINGSVILJA Makríldeilan var rædd á fundi sjávarútvegsráðherra Noregs og Íslands. Íslendingar hafa lýst yfir því að þeir vilji semja um kvóta næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SJÁVARÚTVEGUR Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildarafla til- tekinna fiskteg- unda fyrir næsta fiskveiðiár. Ráð- herra fylgir til- lögum Hafrann- sóknarstofnunar um ráðlagðan heildarafla í öllum tegundum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að mikilvægt sé að halda orð- spori Íslands sem sé „sjálfbær nýt- ingarþjóð sem byggir ákvarðanir sínar á vísindum“. Þar er kallað eftir auknu sam- ráði vísindamanna og sjómanna, enda stangist reynsla þeirra síðar- nefndu stundum á við vísindi þeirra fyrrnefndu. - sój Ráðherra ákveður afla: Fylgir ráðlegg- ingum Hafró SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON 1. Hvað heitir hljómsveitin sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson syngur í? 2. Hver er nýskipaður dómkirkju- prestur? 3. Hvað heitir eftirlitslausa vottunin sem fl estir grænmetisbændur nota? SVÖR SJÁVARÚTVEGUR Rúmlega 4.000 erlendir ferðamenn og Íslending- ar hafa í júní skrifað undir yfir- lýsingu þar sem þeir heita því að borða ekki hvalkjöt og lýsa yfir vilja til þess að hvalveiðum Íslendinga verði hætt. Í gær afhentu sjálfboðaliðar IFAW-samtakanna og Hvalaskoð- unarsamtaka Íslands fulltrúa atvinnuvegaráðuneytisins 2.018 undirskriftir en fyrir tveimur vikum var farið með 2.015 póst- kort með jafn mörgum undir- skriftum í ráðuneytið. Um 60 sjálfboðaliðar munu í sumar ræða við ferðamenn og Íslendinga í Reykjavík um kosti þess að velja hvalaskoðun frekar en hvalveiðar. Þeir hvetja enn fremur fólk til að velja þá veitingastaði sem merktir eru Whale Friendly. - gb Undirskriftir afhentar: Andmæla hvalveiðum 1. Mercy Buckets. 2. Sveinn Valgeirsson. 3. vistvæn landbúnaðarafurð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.