Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 12

Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 12
28. júní 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Yfirlit Fjármálaeftirlitsins, sem birt var í vikunni, um stöðu lífeyrissjóðanna á síðasta ári hrópar á skýra pólitíska framtíðarsýn. Það ákall hefur að sönnu hljómað lengi en verður hærra og hærra með hverju ári. Pólitíska andsvarið lætur hins vegar á sér standa. Óhætt er að staðhæfa að lífeyris- kerfið sé einhver dýrmætasta eign samfélagsins. Það voru auðnuspor þegar fyrstu skrefin voru stigin til uppbyggingar á almennu lífeyris- kerfi með sameiginlegri ábyrgð launafólks og atvinnufyrirtækja. Þar sem áður var mjór vísir er nú kerfi í hlut- falli við umfang þjóðarbúskapar- ins sem engin önnur þjóð, að Hollendingum fráskildum, getur státað af. Þjóðmálaumræðan er oft þver- sagnakennd. Segja má að hnútukast í garð lífeyrissjóðanna hafi auk- ist eftir því sem þeim hefur vaxið ásmegin. Og þá beina menn helst sjónum sínum að stjórnkerfi þeirra. Vitaskuld þurfa þeir aukið aðhald eftir því sem þeir verða umsvifa- meiri í þjóðarbúskapnum. En hinu mega menn ekki gleyma að það er einmitt þetta stjórnkerfi sem hefur fært samfélaginu þá dýrmætu eign sem sjóðirnir eru. Það er öfugsnúið að byrja á að breyta því sem vel hefur gefist. Hættumerkin sem eru fram undan lúta að stærstum hluta að pólitískum viðfangsefnum á þessu sviði. Það er þögnin um þau sem þarf að rjúfa. Þeim verður ekki sópað undir teppið endalaust án afleiðinga. Dýrmætasta eignin Aðrar ályktanir verða ekki dregnar af yfirliti Fjár-málaeftirlitsins en að almennu lífeyrissjóðirnir sem ekki njóta opinberrar ábyrgðar standi ágætlega þrátt fyrir áföll- in sem leiddu af hruninu. Þar kemur skýrt fram að trygginga- fræðileg staða þeirra sjóða hefur batnað á undanförnum árum og er nú nálægt því að vera í jafn- vægi. Raunávöxtun sjóðanna í fyrra var vel yfir því ávöxtunarvið- miði sem er í gildi. Athyglisvert er að tíu ára meðaltal, sem inni- heldur tapið í hruninu, sýnir að ávöxtun á því tímabili fullnægir ávöxtunarviðmiðinu. Þetta eru umtalsverð tíðindi, sem ástæða er til að fagna. Vandamálin snúa fyrst og fremst að lífeyrissjóðum með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Tryggingafræðileg staða þeirra var neikvæð um sex hundruð milljarða króna. Þetta er vandi sem snýr beint að skattgreiðend- um. Þeir eiga ekki aðeins rétt á að vita hver framtíðarsýn ríkis- stjórnarinnar er heldur einnig hverjar hugmyndir stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa til lausnar. Annar pólitískur vandi sem fram kemur í yfirlitinu felst í því að nærri helmingur af verðbréfa- eignum lífeyrissjóðanna er með ábyrgð ríkis eða sveitar félaga. Þótt ríkissjóður sé traustur skuldari þarf enga sérfræðinga í áhættustýringu til að sjá að þessi mikli áhættusamruni er umhugs- unarefni. Skattborgararnir sem eiga réttindi í nútíð og framtíð í sjóðunum eru sjálfir í ábyrgð fyrir helmingi þeirra eigna sem réttindi þeirra hvíla á. Einnig á þessu sviði eiga skatt- borgararnir rétt á að heyra afstöðu stjórnmálaflokkanna til áhættudreifingar og hvernig þeir hyggjast bregðast við. Höft- in eru vitaskuld kjarni vand- ans. Það er einfaldlega óábyrgt að halda þessum hættumerkjum fyrir utan almenna stjórnmála- umræðu. Góð umsögn Um leið og sú krafa er gerð til stjórnmálaflokkanna að þeir komi með skýr svör við þess- um stóru spurningum verður að viðurkenna að þetta eru einhverjar stærstu og erfiðustu spurningarn- ar sem þeir standa andspænis. Það þarf að fórna einhverju fyrir lausn- irnar. Og það sem meira er: Fórnin kemur fyrst og ávinningurinn síðar. Það er pólitíska klípan. Hér kemur til kasta kjósend- anna. Þeir þurfa að vera tilbúnir til þess að meðtaka og ræða þann boð- skap sem byggir á langtímasjónar- miðum en ekki bara stundarhags- munum. Það gerist hins vegar ekki sjálfkrafa. Til þess þarf forystu og sannfæringarkraft sem stjórnmálin verða að veita. Vinstri stjórnin lokaði augunum fyrir þessum tveimur vandamálum. Vonir voru bundnar við nýja ríkis- stjórn en hún kaus að hafa sama hátt á í fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu. Ólíklegt er að nokkur ríkisstjórn hafi styrk til að taka á svo erfiðum málum á seinni hluta kjörtímabils. Eina færi núverandi stjórnar er því að kynna áform sín og áætlanir í næsta fjárlagafrumvarpi. Forgangsröðun ríkisstjórnarinn- ar hefur aftur á móti þrengt mögu- leika hennar og jafnvel gert þá að engu. Það var annars vegar gert með því að útiloka eina af þeim leið- um sem Íslandi eru færar í peninga- málum og gæti hugsanlega opnað möguleika fyrr en nú horfir á meiri áhættudreifingu lífeyrissjóðanna. Hins vegar með því að verja banka- skattinum í niðurgreiðslur á hús- næðisskuldum einstaklinga fremur en skuldum skattborgaranna þar á meðal vegna lífeyrisskuldbindinga. Það er forgangsröðun af þessum toga sem þarf að draga inn í stjórn- málaumræðuna. Vandi stjórnmálanna F réttablaðið upplýsti í vikunni að merkingin „vistvæn landbúnaðarafurð“, sem er á umbúðum alls konar land- búnaðarafurða, væri í raun fullkomlega merkingarlaus. Merkinu var komið á með vottun samkvæmt opin- berri reglugerð árið 1998. Þar var kveðið á um ýmis skilyrði þess að geta fengið vottunina; til dæmis að skepnum hafi ekki verið gefnir hormónar eða óhóflega mikið af sýklalyfjum, að notkun á áburði, lyfjum og varnarefnum í garðyrkju sé innan tiltekinna marka, og búfjárbeit rýri ekki landgæði. Þegar þeir sem fá vottunina hafa fengið hana, á að meta með árlegu eftirliti hvort þeir upp- fylli skilyrðin áfram; annars er vottunin afturkölluð og þar með rétturinn til að nota merkinguna. Annars vegar stendur hnífurinn þar í kúnni; eftirlit með vottuninni hefur ekki verið neitt í tólf ár. Atvinnuvegaráðu- neytið, áður landbúnaðarráðuneytið, sem setti reglugerðina og á samkvæmt henni að geyma skrár um framleiðendur sem hafa hlotið vottunina, hefur engar upplýsingar um hverjir nota merkinguna. Hins vegar fann Fréttablaðið staðfest dæmi um að framleið- endur sem komu á markað eftir að hætt var að hafa eftirlit með vottuninni hafa engu að síður merkt vörur sínar sem „vistvæna landbúnaðarafurð“. Það heitir einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sama má raunar segja um þá sem einhvern tímann kunna að hafa uppfyllt skilyrðin og gera það jafnvel enn þá, en án þess að nokkur til þess bær aðili votti það eins og vera ber. Það á til dæmis við um næstum því alla grænmetisbændur í landinu. Alls konar merkingar og vottanir um að fylgt sé vistvænum framleiðsluháttum, passað upp á umhverfið, velferðar dýra gætt og þar fram eftir götunum, skipta æ meira máli við markaðssetningu matvöru. Meðvitaðir neytendur fylgjast með þessum merkingum og beina viðskiptum sínum til þeirra sem hafa fengið opinbera gæðastimpla. Það er grafalvarlegt mál þegar framleiðendur skreyta vörur sínar með merki sem engin raunveruleg vottun eða eftirlit liggur að baki. Með því er verið að blekkja neytendur. Eins og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, benti á í Fréttablaðinu eru þetta líka ósanngjarnir samkeppnishættir. Grænmetisframleiðendur sem þykjast vera vistvænir eru í samkeppni við framleiðendur með lífræna vottun, sem er alvöru vottun, útheimtir mikla vinnu og gæða- eftirlit og sætir ströngu árlegu eftirliti. Það er þess vegna gott hjá Sigurði Inga Jóhannssyni landbún- aðarráðherra að lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að annaðhvort verði eftirliti með vottuninni komið á aftur, eða reglugerðin ein- faldlega slegin af. Hins vegar er pínulítið dularfullt að ráðuneytið hans, sem ætti að hafa vitað það í tólf ár að það hefur ekkert eftirlit með vottuninni og heldur engar skrár um þá sem hafa fengið hana, skuli á þeim tíma ekki hafa gert neinar athugasemdir við að búvöruframleiðendur merktu vörur sínar með henni. Búvöruframleiðendur blekkja neytendur: Merkingarlaus umhverfismerking fyrir börn í Suður-Súdan Neyðarákall Hundruð þúsunda barna búa við sára neyð og hungur í Suður-Súdan. Þau þurfa hjálp – núna! Súdan Eþíópía Mið-Afríku- lýðveldið Suður-Súdan Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 og gefðu 1.900 krónur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.