Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 16

Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 16
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 16 Á MARKAÐ sem tólf ungir myndskreytar halda í Hinu húsinu og kauptu verk beint af listamönnunum. Í boði verða ein- stök verk, verk í takmörkuðu upplagi og verk prentuð í stærra upplagi. Á NÝJA PLÖTU EDS SHEERAN sem heitir því einfalda nafni X. Platan fór á topp iTunes-listans á nokkrum klukkutímum. SÍÐUSTU ORÐSENDINGU ELSKHUGANS eftir Jojo Moyes. Hjartaskerandi, fyndin og vel fléttuð saga sem segir sögur tveggja kvenna. Önnur gerist um 1960 og hin 2003. Hefur eitthvað breyst á fjörutíu árum? Á THE WOLVERINE á Stöð 2 í kvöld. Leikstjóri er James Mangold og aðalleik- arar Famke Janssen og Hugh Jackman. Ofur- hetjumynd frá 2013 þar sem Hugh Jackman fer á kostum. Hjálmar urðu í raun til fyrir ákveðna slysni, þegar við vorum að taka upp reggí með Rúna Júl í Geimsteini árið 2004,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleik- ari í hljómsveitinni Hjálmum, en hún fagnar tíu ára afmæli í ár. Í því tilefni er ýmislegt á döfinni hjá sveitinni og má þar nefna afmælistónleika í Eld- borgarsal Hörpu í september og þá mun líta dagsins ljós veg- leg safnplata með bestu lögum Hjálma. „Platan sem mun bera heitið Skýjaborgin mun inni- halda samtals 30 lög og þar af þrjú nýleg,“ bætir Guðmundur Kristinn við. Fyrsta plata Hjálma kom út árið 2004 og ber titilinn Hljóðlega af stað en óhætt er að segja að Hjálmar hafi ekki farið hljóðlega af stað, því plat- an varð gífurlega vinsæl, náði gullsölu og var valin rokkplata ársins á Íslensku tónlistarverð- laununum auk þess sem Hjálm- ar voru valdir bjartasta vonin. „Við bjuggumst ekki við þess- ari velgengni til að byrja með. Ég hafði ekki mikið hlustað á reggí áður en þetta byrjaði, það var aðallega Steini sem hafði hlustað á reggí í Svíþjóð og hafði mestu reggíþekkinguna,“ útskýrir Guðmundur Kristinn. Hjálmar eru í raun frum- kvöðlar á reggísviðinu á Íslandi. „Í öllum öðrum lönd- um voru til reggíbönd en ekki hérna en nú er til fullt af reggíhljómsveitum og ég fagna því, reggísenan á Íslandi er flott.“ Sveitin hefur farið utan til þess að drekka í sig uppruna reggísins. „Við fórum til Jama- íka árið 2009 og tókum upp plötu, það var magnað. Við fórum meðal annars heim til Bobs Marley heitins og hittum þar son hans. Við höfum þó ekki planað neina svona píla- grímsferð í bráð.“ Hinn 1. júlí er alþjóðlegi reggídagurinn og ætla Hjálmar af því tilefni að hefja miðasöl- una á afmælistónleikana sína þann dag. „Það kom auðvitað ekkert annað til greina en að nýta þenna yndislega dag í að hefja miðasöluna.“ gunnarleo@frettabladid.is Frumkvöðlar í reggítónlist Hljómsveitin Hjálmar fagnar í ár tíu ára afmæli sínu með pomp og prakt. HJÁLMAR Það hallar ekki á neinn þótt fullyrt sé að þeir séu með helstu reggísnillingum landsins. MYND/GUÐMUNDUR VIGFÚSSON Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður Metnaður í Manager Ég mun líklega klára tímabilið mitt með Tottenham í Football Manager 2013. Ég sé svo til hvort maður kíki eitthvað út með strákunum í kvöld. Æsispennandi helgi. Snæbjörn Ragnarsson, tónlistarmaður og skáld Sofa, sofa, sofa Ég á frí um helgina! Það gerist aldrei. Ég þarf reyndar sennilega að fara aðeins í stúdíóið, og svo þarf ég að drulla mér út að hlaupa og í ræktina ef ég ætla að komast þetta Reykjavíkurmaraþon. Og sofa. Anna Svava Knútsdóttir leikkona Nýbúin í hálskirtla- töku Ég ætla að gera nákvæmlega ekki neitt. Ég var í hálskirtla- töku og mér líður ömurlega. Èg ætla nú samt að láta mig dreyma um pitsu og annan mat. Elísabet Gunnarsdóttir, tísku bloggari og viðskipta- fræðingur Pensill og skúringar Ég verð í málningargallanum fyrripart helgarinnar með pensil í annarri en skúringa- græjurnar í hinni og horfi á sólina út um gluggann. Á sunnudaginn ætla ég síðan að stinga af til Feneyja. Útgefnar plötur Hljóðlega af stað 2004 Hjálmar 2005 Ferðasót 2007 IV 2009 Keflavík Kingston 2010 Órar 2011 HJÁLMAR Í TÍU ÁR Hjálmar hafa ávallt valið að flytja efni sitt á íslensku og árið 2010 fékk hljóm- sveitin verð laun á Degi íslenskrar tungu fyrir stuðning sinn við málið. Um þessar mundir eru Hjálmar einnig að leggja lokahönd á upptökur með Norðmann- inum Erlend Oye, sem margir þekkja í gegnum hina frábæru hljómsveit Kings of Convenience. Í júlí munu Hjálmar einmitt koma fram ásamt Erlend á norsku tónlistarhátíðinni Træna. FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... 28. júní 2014 LAUGARDAGUR HELGIN Grilluð kjúklingaspjót í BBQ-döðlusósu Aðalréttur fyrir 4 1 kg kjúklingalæri (úrbeinuð og skinnlaus) 8 grillspjót (ef þau eru tréspjót, þá þarf að leggja þau í heitt vatn í lágmark þrjá tíma) BBQ-döðlusósa 100 g döðlur (steinlausar) Vatn Eplaedik Tómatsósa Paprikuduft Dijon-sinnep 1 tsk. chilisósa Sojasósa Sjóðið vatnið og döðlurnar og setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefninu, blandið vel saman þar til að úr verður þykk sósa, smakkið til með salti og pipar. Skerið kjúklinginn í litla bita u.þ.b. 4x4 cm og setjið í bakka, hellið BBQ-sósunni yfir og látið marinerast í lágmark 30 mín. Þá er kjúklingurinn þræddur upp á spjótin og þau grilluð á vel heitu grillinu. Salat með sætum kart- öflum, ab-mjólk og fetaosti 200 g ab-mjólk 100 g hreint skyr 100 g sýrður rjómi með gras- lauk og lauk 80 g fetaostur 2 msk. olía 600 g sætar kartöflur Salt og pipar Skrælið sætu kartöflurnar, skerið í bita, steikið í olíunni og kælið. Hrærið saman ab- mjólk, skyri, sýrðum rjóma og muldum fetaosti. Kryddið með salti og pipar. Blandið að lokum sósunni og sætu kartöflunum saman.Hægt er að nota venjulegar kartöflur í stað sætra kartaflna. Heimild: Heilsutorg.is Sumarlegur matur sem er tilvalinn í garðinn Ferskt og frumlegt kartöfl usalat og girnileg kjúklingaspjót í BBQ-döðlusósu á grillið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.