Fréttablaðið - 28.06.2014, Page 18

Fréttablaðið - 28.06.2014, Page 18
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 ástina Ástin getur verið víti en hún er aldrei víti til varn- aðar. Hún er þvæla, því ef hún væri ekki þvæla þá væri bara búið að leysa hana eins og hnút. Sem betur fer er ekki hægt að leysa þvæluna og maður sækir alltaf í hana. rithöfunda Það kemur enginn mikill rithöfundur beint úr há- skóla. Allir miklir rithöfundar koma eins og skrattinn úr sauðar- leggnum upp úr hreinni þvælu. meint auðæfi sín Kannski er ég auðugur, en það er flókið mál. Og ég á engan flugvöll á Spáni, það er misskilningur. Ég erfði hins vegar skjöl sem sýna fram á að ég ætti að eiga stóran hluta af Algeirs- borg. Það svæði hefur hins vegar verið þjóðnýtt og ég held að ég verði aldrei svo heppinn að því verði skilað, þrátt fyrir skráningu mína sem eiganda. skáldsagnagerð Mér finnst það ódýr aðferð að nota raunverulegar per- sónur í skáldsagnagerð. Skáldsaga verður að vera algjörlega hrein og standa eða falla með sínu. Og það gerir ekkert til þótt hún falli og það gerir heldur ekkert til þótt hún standi. Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is GUÐBERGUR UM … Guðbergur stefnir mér í miðbæ Mosfells-bæjar, nánar tiltek-ið í húsakynni prent-þjónustunnar Artpro, sem hann á ásamt félaga sínum Guðna Þorberbergs- syni. Þar situr hann við tölvuna og klippir kvikmyndir sem hann hefur tekið víðs vegar um heim- inn, meðal annars í byltingunni í Portúgal 1974, en sú mynd er nán- ast fullunnin, aðeins eftir að tala inn á hana sem Guðbergur gerir að sjálfsögðu sjálfur eins og allt annað sem viðkemur kvikmynd- um hans. „Ég hef verið að taka kvik- myndir frá 1972 og hef gefið nokkrar þeirra út á dvd-diskum. Þetta eru yfirleitt súrrealískar kvikmyndir, 2-3 mínútur að lengd, auk þess sem ég hef gert kvik- mynd sem er myndskreytt ljóð úr fyrstu ljóðabókinni minni. Svo hef ég árum saman gert kvikmynda- dagbækur og nú langar mig til að koma þeim á dvd-diska. Þannig að ég hef verið að læra að klippa og setja saman í tölvunum hérna. Annars hef ég mest gaman af því að vinna í handverkinu. Ég sit við fyrir jólin og sker og brýt saman jólakort sem við framleiðum og stafla þeim í bunka. Það er svo gott að vinna með höndunum því þá getur maður hugsað frjálst á meðan.“ Þreytandi að vera eitthvað Guðbergur hefur löngu öðlast goð- sagnakennda stöðu í íslenskum bókmenntaheimi, þótt hann hafi verið umdeildur framan af ferl- inum. Í tilefni af áttræðisafmæli hans fyrir tveimur árum var opnuð Guðbergsstofa í heimabæ hans Grindavík og ég spyr hann hvernig honum líði í þeirri stöðu að vera orðinn bæjardýrmæti Grindvíkinga sem ekki voru allt- af hrifnir af skrifum hans. „Ég veit ekkert hvort þeir eru orðnir nokkuð hrifnari af mér. Þetta var hugmynd sem upphaf- lega kom frá aðfluttum fram- sóknarmanni. Ég setti stofuna algjörlega upp sjálfur, skannaði myndir og skrifaði texta en ég held kannski að ein af ástæðun- um fyrir stofunni sé að ég á mikið af myndum sem ég hef tekið alveg frá því að ég var átta ára af fólki í bænum. Þannig að þetta er góð heimild um bæjarbraginn og þró- unina og fólk er ánægt með það.“ Umræðan um myndatöku og heimildasöfnun Guðbergs leiðir talið að þeim miklu heimildum sem hann safnaði á filmur í bylt- ingunni í Portúgal 1974 þar sem hann segist hafa getað valsað um allt, meira að segja inn í fangels- in, án þess að nokkur amaðist við honum. „Ég var enginn, skilurðu. Ég var ekki til í þeirra augum og ef maður er ekki til þá kemst maður hvert sem maður vill. Um leið og maður er orðinn eitthvað fer fólk að vera á varðbergi.“ Það er hrein unun að hlusta á Guðberg lýsa tímanum í Lissa- bon og á Spáni þar sem hann umgekkst flóttamenn og anark- ista sem báru með sér allt sitt dót í ferðakoffortum á sífelldum flótta undan yfirvöldum frá einni borg til annarrar. Talið um að vera ósýnilegur leiðir til umræðu um andstæðu þess; að vera einn virtasti höfundur þjóðarinnar og undir smásjá hennar, sem hann segir reyndar að snerti sig ósköp lítið. „Ég hugsa aldrei um það. Ég held að það sé óskaplega þreyt- andi að vera eitthvað. Ef það er eitthvað sem er óöruggt í lífinu þá er það listin og maður veit ekkert um það hvernig verkum manns muni reiða af, enda ekki hægt að meta það á nokkurn hátt. Það er verið að reyna að meta það í gegn- um sölutölur en það segir ekkert um hvað er lífvænlegt í listinni. Annað sem árangur í listinni er mældur í eru dómarnir sem verk- in fá, en það segir heldur ekkert. Helst að þeir höfundar sem verða eitthvað noti það til að stæra sig af að þeir hafi í upphafi fengið vonda dóma. Það þykir voðalega fínt.“ Guðbergur setti þjóðfélagið á annan endann með skáldsögunni Tómas Jónsson – metsölubók árið 1966 en hann segist ekkert hafa fundið fyrir því. „Ég var í útlönd- um og það fór alveg framhjá mér.“ Ný skáldsaga um stríðsárin Nýjasta bók hans, Litla hugsana- bókin, er safn örhugsana í nokk- urs konar spakmælaformi. Hvað- an kom sú hugmynd? „Ég hef gefið út aðra hugsanabók og á efni í ótal í viðbót. Ég skrifa hjá mér heilabrot um tilveruna og mann sjálfan og svo datt mér í hug að gefa þessa litlu bók út að gamni. Það eru ekki nema nokkrir mán- uðir síðan ég sendi þetta til útgef- andans og vissi svo sem ekkert hvernig hann tæki í það að gefa það út.“ Ég leyfi mér að efast um að nokkur útgefandi myndi hafna handriti frá manni með status Guðbergs í bókmenntaheiminum en hann er á því að það gæti vel gerst. „Ég er ekki söluhöfundur svo hann gæti alveg hafnað því á þeim forsendum. Annars hugsa ég aldrei um það hvaða status ég hafi. Hvorki þegar ég var ungur maður né miðaldra og alls ekki núna þegar ég er orðinn gamall.“ Þótt honum verði tíðrætt um háan aldur sinn er Guðbergur langt frá því sestur í helgan stein. Auk alls sem að framan er talið var hann að ljúka við skáldsögu sem kemur út í haust. „Hún heit- ir Þrír sneru aftur og gerist að mestu leyti í stríðinu. Sögusvið- ið er afskekktur staður á Íslandi þangað sem koma tveir Bretar sem ferðamenn fyrir stríð. Síðan koma þeir aftur sem hermenn í stríðinu og þá gerast ýmsir atburðir vegna þess að þarna eru líka Þjóðverjar. Eftir að þeir fara heldur annar þeirra sambandi við gamla konu á staðnum og í gegn- um þau samskipti fylgjumst við með þróuninni á meðan staður- inn verður smám saman eftirsótt- ur staður fyrir ferðafólk. Þannig að það má segja að staðurinn sé táknrænn fyrir þetta land. Ég nota sömu aðferð og notuð er í Íslendingasögunum að það er ekk- ert vitað fyrirfram og allt gerist á mjög óvæntan hátt. Og það er ekki fyrr en í lokin sem lesand- inn gerir sér grein fyrir því hvað hefur verið um að vera.“ Íslenskir villimenn Afköst Guðbergs eru með ólík- indum því auk skáldsagnaskrif- anna hefur hann haldið úti bloggi þar sem hann reifar ýmis mál sem ofarlega eru á baugi. Fellur honum aldrei verk úr hendi? „Nei, mér fellur aldrei verk úr hendi. Aldrei nokkurn tíma. Og ég Hugsar aldrei um statusinn Guðbergur Bergsson er einn virtasti og dáðasti rithöfundur þjóðarinnar og þrátt fyrir háan aldur sendir hann frá sér tvær bækur á þessu ári. Hann er alltaf að læra eitthvað nýtt og segir sér aldrei falla verk úr hendi. Hann segir álit annarra á verkum hans ekki skipta sig nokkru máli, enda hljóti það að vera óskaplega þreytandi að vera eitthvað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.