Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 29

Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 29
SNJALLSÍMAFORRIT LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014 Kynningarblað Öppin í fríið, gagnleg öpp fyrir krakka og alla hina. Vantar eitthvað í ísskápinn? „Out of Milk er fullkomið app fyrir fjölskylduna,“ segir Jóna Soffía Baldursdóttir, vefþróunarstjóri Símans. „Inn- kaupalistinn verður sameigin- legur og ekki annað að gera en að bæta því sem vantar í ísskápinn inn og sá sem fer fyrstur í búðina getur kippt þeim vörum sem vantar með heim.“ Ekki missa af marki „Forza Football er frábært app nú þegar fótboltavertíðin stendur sem hæst,“ segir Jóna Soffía. „Appið sendir fréttir um stöðu fótboltaleikja, hvar sem er í heiminum og hvenær sem er. Besta app fyrir fótbolta- unnendur sem ég hef kynnst.“ Sneiddu hjá vondu víni „Vivino er frábært app fyrir léttvínsáhugamenn. Með því að mynda flöskuna fáum við að vita um vínið og sjáum með hvaða mat það passar og hvaða einkunn það fær. Með þessu appi er ekki slegin feilnóta í Vínbúðinni,“ segir Jóna Soffía. Frábær er- lend öpp inn í sumarið Hvar stend ég þegar kemur að farsímanotkun minni? Hvað hef ég eytt miklu? Hversu mikið hef ég talað? Þetta eru spurn- ingar sem við getum fengið svör við með einföldum hætti í þjónustu- appi Símans,“ segir Jóna Soffía Bald- ursdóttir, forstöðumaður vefþróun- ar Símans, en eining hennar hefur hannað fjölda appa, bæði til afþrey- ingar og þjónustu, síðustu ár. Notkun á þjónustuappinu hefur farið stigvaxandi frá því að það fór fyrst í loftið í lok árs 2012. Nú er svo komið að það er skoðað nærri sextíu þúsund sinnum á mánuði eða nærri tvö þúsund sinnum á dag. Æ fleiri kjósa appið „Við sjáum að fólk er margt hvert farið að sjá að með því að fylgjast betur með notkuninni getur það sparað peninga og ekki hvað síst tíma – því svörin við spurningunum fást strax,“ segir Jóna Soffía og bætir við að átta þúsund notendur séu vel virkir, þeim fjölgi stöðugt og sjá megi hversu vel þeir nýta appið á því hve oft þeir nota það. Hún hvetur því við- skiptavini til að sækja sér appið og sjá möguleikana. „Með þjónustuappinu geta við- skiptavinir skoðað sundurliðaða notkun sína sex mánuði aftur í tím- ann, tekið stöðuna á gagnamagni, smáskilaboðum og mínútum, breytt gagnamagni netpakka, séð hvaða númer eru skráð sem vinanúm- er þegar það á við, athugað hvað er innifalið í áskriftarleiðinni sinni og keypt áfyllingu á frelsi og netpakka fyrir öll frelsisnúmer,“ lýsir Jóna Soffía. Þægindin séu augljós. „Áhersla Símans þegar kemur að öppum er að hafa þau notendavæn, þau þurfa að henta við daglegt amst- ur, skemmtileg tilefni eða afþrey- ingu.“ Auk þjónustuappsins hefur Síminn til að mynda, í samstarfi við Gangverk, unnið app að Sjónvarpi Símans. „Það sló í gegn. Strax sáum við þúsundir notenda og ljóst var að eftirspurnin var mikil enda appið einfalt og tilgangur þess skýr, því það veitir möguleikann á að horfa á sjónvarpið hvar og hvenær sem er,“ segir hún. Öpp með tilgangi Ansi mörg öpp floppa á meðan önnur blómstra. Spurð hvað þurfi til svo þau slái í gegn svarar Jóna Soffía: „Öpp sem hafa skýran tilgang eru þau sem slá í gegn. Gott dæmi um slíkt er til dæmis GoMobile-söfn- unarappið sem veitir notendum sem versla hjá samstarfsfyrirtækj- um inneign hjá Símanum. Henni geta þeir svo ráðstafað að vild í vörur og þjónustu.“ En Jóna Soffía er þó á því að hag- nýtingin ein og sér skili ekki endi- lega bestu öppunum. „Þau verða líka að vera flott. Það er lykillinn að velgengni.“ Spara má tíma og peninga með réttu öppunum Með réttu öppin í snjallsímanum má ekki aðeins spara peninga heldur einnig tíma. Átta þúsund viðskiptavinir Símans nýta þjónustuapp fyrirtækisins mörgum sinnum í hverjum mánuði. Öpp sem hafa skýran tilgang eru þau sem helst slá í gegn og það hjálpar þeim enn frekar að vera flott. Þjónustuvefur Símans veitir greinargóðar og nákvæmar upplýsingar um símanotkun. Þar má einnig fylla á frelsið svo dæmi séu tekin. Jóna Soffía Baldursdóttir segir þjónustuvef Símans hafa sannað gildi sitt. Þeir fjölmörgu sem noti hann geri það oft og reglulega, enda geti þeir sparað bæði tíma og peninga með því að vita hver notkunin er. MYND/GVA Landsmótsapp Símans á eftir að nýtast mótsgestum vel. Þar eru upp- lýsingar um hesta og knapa sem taka þátt. Hægt er að sjá stöðuna í riðl- unum og fylgjast með árangri hesta og knapa. Öll dagskráin er í appinu, bæði keppnisdagskrá og skemmtidagskrá. Þar fást fréttir um hesta- mannamótið ásamt því að hægt er að tengjast Twitter í gegnum það. Í appinu er kort af svæðinu og almennar upplýsingar um aðstöðuna, veitingastaði, salerni, tjaldsvæði og bílastæði. Appið var fyrst kynnt til leiks árið 2012. Það er unnið af Símanum og er á íslensku og ensku. Allar helstu upplýsingar í appi fyrir Landsmót hestamanna App Símans fyrir Landsmót hestamanna heldur utan um allar upplýsingar móts- ins. Þar má finna fréttir, kort af mótssvæði og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.