Fréttablaðið - 28.06.2014, Page 33
Það hefur náttúrlega ekkert gengið upp í þessum skúr hingað til en það þykir mér
bara betra og mjög skemmtileg
áskorun,“ segir Agnar sem í fyrstu
fussaði og sveiaði þegar vinur
hans, Gylfi Harðarson matreiðslu-
maður, stakk upp á þeir opnuðu
einstakan skyndibitastað í gömlu
Nestis-sjoppunni við Miklubraut.
„Við Gylfi lærðum saman til
kokks og höfum grínast með að
opna saman veitingastað heima á
Íslandi í gegnum tíðina. Ég hvatti
hann svo í rælni til að svipast
um eftir húsnæði í miðbænum
en eftir árangurslausa leit ók
Gylfi fram hjá skúrnum góða á
Miklubraut og sendi mér myndir.
Mér fannst hugmyndin af og frá
í fyrstu en þegar ég sá lúguna
og möguleikann á heimteknum
lúgumat varð ég viss um að skúr-
inn væri betri staður en nokkur
annar,“ segir Agnar brosmildur
og fullur tilhlökkunar.
Agnar hefur undanfarin sextán
ár búið í Lundúnum og rekur þar
Michelin-veitingastaðinn Texture
við Portman Square og þrjá
vínbari undir nafninu 28°50° sem
bjóða upp á léttan franskan mat
með góðum vínum á góðu verði.
„Ég þori nú ekki að lofa Mic-
helin-stjörnu á Miklubraut en við
viljum gera þetta eins gott og það
gerist og vöndum okkur í hvívetna.
Þannig vinnum við,“ segir Agnar
sem hefur metnað í fyrirrúmi.
BRAGÐSTERKT AF GÖMLUM
BELJUM
Þeir Agnar og Gylfi hafa um-
turnað skúrnum á Miklubraut,
með dyggri hjálp föður Agnars,
en til stendur að opna staðinn
um miðjan júlí.
„Við erum að opna nokkuð
sem aldrei hefur sést né þekkst á
Íslandi og bjóðum eingöngu upp
á tvo rétti á matseðli; ostborg-
ara og svínarif. Mér hefur lengi
þótt vanta slíkan stað heima, þar
sem boðið er upp á toppgæða
skyndibita sem hægt er að elda
á skammri stund. Hér á Englandi
njóta slíkir staðir vinsælda því
fólk kann að meta að geta fengið
sér almennilega hamborgara,
svínarif eða annað gómsætt án
þess að það taki langan tíma að
lesa matseðil eða elda matinn.“
Agnar hefur
HAMINGJA Á HÓLMAVÍK
Hamingjudagar standa nú yfir á Hólmavík. Íbúar
leggja sitt af mörkum í hamingju, hugarró, gleði
og kærleika og taka vel á móti gestum, jafnt
brottfluttum sem öðrum. Fyrst voru hamingju-
dagar haldnir á Hólmavík árið 2005 og hafa jafnan
verið mjög vel heppnaðir.
MICHELIN-MAÐUR Agnari líður vel í London og er ekki á heimleið. „Mér finnst gaman
að hafa fullt í fangi og mikið fyrir stafni. Veitingabransinn er harður og dagurinn sem
maður slakar á og heldur að maður sé að gera rétt veður dagurinn sem allt fer niður á
við.“ MYND/ÚR EINKASAFNI
MICHELIN-BITI
Á MIKLUBRAUT?
TILVERAN Niðurnídd lúgusjoppa við Miklubraut fær á sig stjörnuglampa í júlí
þegar Michelin-matreiðslumeistarinn Agnar Sverrisson opnar þar hágæða
skyndibitastað og teflir fram tveimur mjög klístruðum og djúsí réttum.
framhald á síðu 6
Opið alla daga!
Kíktu til okkar á Fiskislóð 29
Opið alla daga frá 08:00-19:00
Svampburstastöð, 54 m löng
Snertilaus sjálfvirk bílaþvottastöð
Háþrýstiþvottur
Bónstöð
12
STAÐIR
Aldrei
löng bið!
Kíktu inn á www.lodur.is og kynntu þér glænýjar
staðsetningar Löðurs!
Flórída
Skemmtisiglingar í Karabíska hafinu
Hentar öllum aldurshópum.
Akstur til og frá skipi.
Leiguíbúðir og raðhús.
www.Floridafri.com
Gunna90@hotmail.com Sími: 546-0109 GSM: 856-4800
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is