Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 66

Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 66
FÓLK|HELGIN ENGINN ÞEKKIR ÁVEXTI BETUR EN FROOSH! Froosh-drykkirnir eru hannaðir svo neytendur á Ís- landi geti auðveldlega bætt ávöxtum í mataræðið og til að gera okkur svolítið auðveldara að lifa heilbrigðu lífi,“ segir Kamilla Sveinsdóttir, markaðsstjóri Core heildsölu, en Core fer með umboð fyrir ávaxtadrykk- ina Froosh. „Við eigum að borða fimm hundruð grömm af ávöxtum á grænmeti á dag. Flestir gera það ekki og þá er Froosh svarið,” segir Kamilla en engin aukaefni er að finna í Froosh-drykkjunum. „Drykkirnir eru stútfullir af vítamínum, steinefnum og trefjum. Froosh býr til eigin uppskriftir, pressar, kreistir og maukar gæðaávexti í glerflöskur. Nú er liðin tíð að ferskir drykkir renni út í höndunum á þér. Froosh er pakkað í loft- tæmdar umbúðir sem tryggja að ferskleik- inn helst lengur. Ekkert þykkni ratar í umbúð- irnar, enginn við- bættur sykur eða rotvarnarefni. Froosh hefur slegið í gegn og unnið til verðlauna erlendis fyrir gæði og frábært bragð. Við bjóðum upp á sex bragðtegundir í verslunum á Ís- landi,“ segir Kamilla. FITULÍTIÐ SNAKK FRÁ POPCORNERS Core býður einnig upp á fitulítið snakk sem hentar þeim sem hugsa um heilsuna. „Við erum með lausn fyrir þá sem vilja náttúrulegt snakk sem hvorki er djúpsteikt né bakað en það er loftpoppaður maís frá Popcorners. Þetta snakk er frábært fyrir þá sem eru að hugsa um línurnar en í hundrað grömmum eru einungis átta grömm af fitu. Bragðtegundirnar sem við erum með í verslunum eru salt, cheddar og kettle en nýjasta bragðtegundin er sweet chilli. Það er bragð sem rífur í og er sjúklega gott.“ Götugrill Securitas er skemmtilegt verkefni sem fór af stað fyrir tveimur árum og hefur fengið frábærar við- tökur,“ upplýsir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas. Hjörtur segir alla þá sem eru með heima- vörn Securitas geta fengið lánað stærðar- innar grill sem sé keyrt heim að dyrum til íbúa höfuðborgarsvæðisins og sótt eftir notkun, að kostnaðarlausu. „Við hjá Securitas erum miklir áhuga- menn um grill og allt sem tengist grill- mennsku. Í starfi okkar höfum við líka séð hvað nágrannavarsla skiptir miklu máli. Því betur sem nágrannarnir þekkjast, því örugg- ara er hverfið,“ útskýrir Hjörtur um upphaf- legan tilgang verkefnisins. „Okkur fannst tilvalið að sameina þetta tvennt og bjóða viðskiptavinum okkar afnot af glæsilegu grilli svo þeir geti slegið upp skemmtilegri götugrillveislu með nágrönnum sínum.“ GRILLAÐ ÁN FYRIRHAFNAR Götugrill Securitas eru einstaklega vegleg og hægt að grilla ofan í marga svanga munna á einu grilli sem rúmar allt að fjóra grillara í einu. „Grillin okkar eru kolagrill og alkunna að grillmatur verður mun bragðbetri á kolagrillum. Á þeim tveimur sumrum sem við höfum boðið upp á grillin höfum við komist að því að fjöldi fólks hefur aldrei grillað á kolagrilli og mörgum finnst það fyrirhöfn. Málið er einfalt með götugrillum Securitas því við komum færandi hendi með grillin heim til fólks, ásamt öllu því sem þarf til að grilla; kol, kveikilög, eld- spýtur, tangir, svuntu og hanska. Þegar grillveislunni svo lýkur, og búið er að gæða sér á góðum grillmat og hafa það gaman saman, sækir Securitas grillið og allir fara sælir heim, án frekari fyrirhafnar.“ Hjörtur segir einnig færast í aukana að fyrirtæki fái götugrill Securitas lánuð í há- deginu á virkum dögum og haldi grillveislu fyrir starfsfólk sitt og jafnvel viðskiptavini. „Til að byrja með er útkeyrsla á grill- unum aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu en markmiðið er að fjölga grillum í fram- tíðinni og dreifa þeim um landið. Við erum því rétt að byrja með þetta skemmtilega verkefni og sjáum að það getur vaxið og dafnað á komandi árum.“ DJARFUR VIÐ GRILLIÐ Hjörtur er duglegur að grilla í frístundum sínum heima við. „Ég grilla við hvert tækifæri og prófa allt sem mér dettur í hug að matreiða á grilli. Sumt heppnast með ágætum og kemur bragðlaukunum ánægjulega á óvart en annað er kannski ekki alveg eins gott,“ segir hann og skellir upp úr. Kolagrill eru í sérstöku dálæti hjá Hirti þótt hann kunni líka prýðilega við grillað góðgæti af gasgrilli. „Ég mæli eindregið með kolagrilluðum mat og þegar fólk er orðið leitt á mikilli grilltörn við gasgrillið er upplagt að breyta til og skella steikinni á kolagrill. Bragðmun- urinn er skemmtilega áberandi og sumir segja að kolabragðið geri gæfumuninn.“ Hjörtur er lítið fyrir að velta sér upp úr uppskriftabókum og hvetur aðra grillara til að sýna dirfsku og nýjungagirni við grillið. „Ég skora á fólk að láta hugmynda- flugið ráða þegar kemur að matreiðslu við grillið og elta ekki endilega uppskriftir annarra. Grillmatur er í eðli sínu góður og þótt mér finnist langbest að grilla einfalda nautasteik hef ég ekki síður gaman af því að spreyta mig á framandi forréttum og eftirréttum úr eigin ranni.“ Hægt er að sækja um götugrill Securi- tas á www.gotugrill.is. GRILLAÐ MEÐ GÓÐUM GRÖNNUM SECURITAS KYNNIR Góðir grannar gæta hver annars og fátt er betra til að styrkja nágrannatengslin en að grilla saman gómsætar kræsingar á ljúfum sumardegi. Securitas lánar íbúum sem vilja kynnast betur vegleg kolagrill með öllu tilheyrandi heim að dyrum. GRILLARI Hjörtur Freyr Vigfússon með grillsvuntuna og klár í grillmennsku við eitt af götugrillum Securitas. MYND/ARNÞÓR HOLLIR DRYKKIR OG FITULÍTIÐ SNAKK CORE KYNNIR Froosh-ávaxtadrykkirnir eru stútfullir af vítamínum og inni- halda engin aukefni. Þeir auðvelda neytendum að uppfylla ráðlagðan dag- skammt af ávöxtum. Core býður einnig upp á fitulítið snakk úr maís. HOLLARA SNAKK Nýjasta bragðteg- undin í Popcorners er sweet chili.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.