Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 73

Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 73
KYNNING − AUGLÝSING Snjallsímaforrit28. JÚNÍ 2014 LAUGARDAGUR 17 Notkun snjalltækja á skólatíma á að miðast við að afla þekkingar, nýta sköpunarkraftinn og stuðla að því að nám og kennsla verði einstaklingsmiðuð. Mark mið snjallskólans er að stuðla að betri – „snjallari“ – skólum á Ís- landi; skólum sem búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóð- félagi og frekara nám með vega- nesti sem nýtist,“ segir Birgir Rafn Friðriksson í Snjallskólanum. Birgir segir snjalltæki, svo sem snjallsíma og spjaldtölvur, hafa rutt sér til rúms á örfáum árum og nú þegar setja mark sitt á íslenskt samfélag. „Sé rétt haldið á málum getur notkun snjalltækja í skólastarfi valdið straumhvörfum á öllum skólastigum og haft áhrif á hvern- ig kennarar kenna og hvernig nemendur læra, hvað þeir læra og hvenær þeir læra.“ Snjallskólinn mun fjalla um og hvetja til umræðu um þessi mál. „Það er jafnframt ástæða til að fjalla um áhrif snjalltækja, sam- félagsmiðla og annarra fylgifiska tækniþróunar á félagsleg tengsl fólks, persónulega líðan nemenda og aðra þætti sem koma við námi og kennslu og eru óneitanlega hluti af skólastarfi og samvinnu heimilis og skóla.“ Þörf á endurnýjun í skólastarfi Að sögn Birgis er þörf á endur- nýjun í skólastarfi vegna þróun- ar í tölvutækni og upplýsingaöfl- un sem kalli á nýtt veganesti fyrir nemendur. „Margt af því sem skólar hafa boðið upp á heldur gildi sínu og er hluti af sígildri menntun sem er mikilsvert að viðhalda. Annað hefur misst vægi sitt og notagildi og enn aðrir þættir í kennslu og námi snúa að tækni sem ekki var til en getur nú auðveldað nám og kennslu.“ Upplýsingaleit og gagnaöflun sé nú mjög frábrugðin því sem tíðk- aðist fyrir fáeinum árum. „Í mörgum tilfellum eru kenn- arar ekki lengur helsta uppspretta gagna eða upplýsinga enda geta nemendur leitað svara við hverju sem er á milli himins og jarðar með því einu að líta í lófa sér – á snjallsímann.“ Ekki bara tæknileg áskorun Birgir segir Snjallskólann ekki síður snúast um kennslufræði- lega þætti, eins og hvernig hlut- verk kennara þróast og vinnudag- ur nemenda breytist. „Mikilsvert er að þróa náms- og kennsluaðferðir þannig að hver einstaklingur geti notið sín. Úrlausnarefnin eru því mörg og mismunandi og kalla á samvinnu margra til að nemendur fari rétt nestaðir út í lífið. Opinn öllum – fyrir alla Snjallskóli.is fylgir þeirri megin- stefnu að mæla með opnum lausn- um fremur en lokuðum. „Snjallskólinn er þó ekki ein- göngu opinn í tæknilegum skiln- ingi. Mikilsvert er líka að vera opinn fyrir mismunandi þörfum nemenda. Hver og einn nemandi hefur sína einstaklingsbundnu eiginleika: styrkleika, hæfileika, veikleika og þarfir. Því er mikils- vert að í kennslu- og skólastarfi sé komið til móts við alla einstak- linga eins og frekast er kostur,“ segir Birgir. Snjalltæki eru ekki leiktæki Birgir bendir á að notkun snjall- tækja í skólum eigi ekki að snú- ast um að nemendur fái að spila Angry Birds eða fara á YouTube þegar þeir hafa lokið verkefnum sínum. „Notkun snjalltækja á skólatíma á að miðast við að afla þekkingar, nýta sköpunarkraftinn og stuðla að því að nám og kennsla verði einstaklingsmiðuð. Til þess þurfa nemendur og kennarar að líta á snjalltæki sem mikilsverð náms- tæki – ekki leiktæki.“ Hugmyndin sé að hagnýting upplýsingatækni og snjalltækja megi verða til þess að breyta formi og innihaldi náms. Snjallskóli fyrir farsæla framtíð Snjallskólinn stuðlar að því að nám í íslenskum skólum búi nemendur betur undir framtíðina. Skólinn miðlar upplýsingum til kennara og nemenda sem vilja leggja sitt af mörkum í von um betri menntun, betri skóla og betri hag komandi kynslóða. „Sé rétt haldið á málum getur notkun snjalltækja í skólastarfi valdið straumhvörfum á öllum skólastigum,” segir Birgir Rafn Friðriksson í Snjallskólanum. MYND/GVA GAGNLEG SNJALLFORRIT Fátt gleður snjalltækjaeigendur meira en góð snjallforrit til að auðvelda lífið, gera vinnuna skilvirkari og tilveruna skemmtilegri. Á snjallskoli.is er að finna umfjöllun um snjallforrit sem gætu komið að gagni í kennslu og námi; þar á meðal Orð í tíma töluð sem geymir þúsundir tilvitnana fyrir ritgerðir og tækifærisræður, Wolfram- Alpha fyrir stærðfræðinörda, Trello fyrir verkefna- og skipulagsvinnu, teikni- og málunarforritið Sketchbook og ljósmyndaforritið Pixlr-o-Matic. Snjallskólinn tekur fagnandi öllum ábendingum um snjallforrit sem eru þess virði að um þau séu fjallað á síðu skólans. Sum snjalltæki eru komin býsna langt inn fyrir eldvegg og geta, ef ekki er að gáð, valdið nokkr- um usla,“ segir Björn Björnsson, sölu- og markaðsstjóri hjá TVR. Björn segir mörg fyrirtæki og stofnanir hafa gert sér grein fyrir að halda þarf utan um snjallsíma og spjaldtölvur með sambærilegum hætti og annan tölvubúnað sem veitir aðgang að netum, kerfum og gögnum. „Þeir sem hafa innleitt einhvers konar tækjastjórn (e. Mobile Device Management) þurfa í flestum tilvik- um að setja reglur um hvað notend- ur snjalltækja innan þeirra vébanda mega og mega ekki. Þeim reglum er fylgt eftir með svokölluðum MDM- kerfum og með því móti er umráða- réttur starfsmanna/notenda skilyrt- ur og frelsi þeirra til að nota snjall- tækið skert,“ útskýrir Björn. Til dæmis geti vinnuveitandi bannað notkun á tilteknum snjall- forritum í tækjum sem tengjast neti fyrirtækisins. „Þannig má hugsa sér að vinnu- veitandi banni notkun á Facebook, myndavélum eða Dropbox. Þess háttar íhlutanir falla ekki allar jafn vel í kramið hjá starfsmönnum sem finnst snjalltækin þeirra allt í einu ekki svo snjöll þegar búið er að banna uppáhalds „öppin“,“ segir Björn. Til bjargar í þessum aðstæð- um kemur Samsung Knox sem afar snjöll lausn. „Knox brúar á vissan hátt bilið á milli upplýsingaöryggis fyrirtæk- isins annars vegar og frelsis starfs- manns til einkalífs hins vegar.“ Til einföldunar segir Björn að segja megi að Knox búi til tvö að- skilin sýndartæki í einu og sama tækinu. „Annað sýndartækið er í umsjá og á forræði fyrirtækisins, lýtur reglum sem fyrirtækið setur og hefur því aðgang að netum, kerfum og gögnum sem starfsmaður þarf á að halda starfs síns vegna. Hitt sýndartækið er alfarið á forræði starfsmanns líkt og það væri ekki undir neinni tækjastjórn en ekki er hægt að afrita eða flytja kerfis- aðgengi eða gögn frá öðru sýndar- tækinu til hins. Í meginatriðum er því virkni milli sýndartækjanna tveggja líkt og um tvö aðskilin tæki væri að ræða.“ Samsung Knox er afar snjöll lausn og einföld í notkun fyrir notendur snjalltækja. „Það verður að teljast mikilvæg- ur þáttur í því að hægt sé að innleiða lausnina þannig að starfsmenn bæði geti og vilji nota hana. Knox er fjöl- hæft og með öllum helstu stjórnkerf- um (e. MDM) sem í boði eru í dag.“ Sjá nánar á snjallskoli.is Brúar bil á milli öryggis og frelsis Snjalltæki hafa þegar hafið innreið sína í fyrirtæki, stofnanir og skóla landsins. Ef fyllsta öryggis er ekki gætt geta snjalltækin valdið nokkrum usla. Þar kemur Samsung Knox til skjalanna sem afar snjöll lausn sem verndar í senn öryggi fyrirtækja og frelsi notenda. Björn Björnsson er sölu- og markaðsstjóri TVR. Hann segir Knox vera einfalt í notkun, fjölhæft og með öllum helstu stjórnkerfum sem í boði eru í dag. MYND/GVA „Til þess þurfa kennarar, skóla- stjórnendur, nemendur og foreldr- ar að hafa augun opin fyrir mögu- leikunum, finna nýjar leiðir og prófa sig áfram. Vonandi verður snjallskóli.is til þess að skólafólk miðli af reynslu sinni um hvernig unnt er að nota snjalltæki í skóla- starfi. Setjum markið hátt og verum ófeimin við að fara ótroðn- ar slóðir um leið og við höldum í það sem vel hefur reynst í gegn- um tíðina.“ Viltu leggja orð í belg? Hafir þú áhuga á að taka á ein- hvern hátt þátt í þessu starfi, segja frá reynslu þinni úr skólastarfi eða með öðrum hætti vinna að mark- miðum þessa vefs, er velkomið að hafa samband við okkur. Sjá nánar á snjallskoli.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.