Fréttablaðið - 28.06.2014, Page 91

Fréttablaðið - 28.06.2014, Page 91
 LÍFIÐ ? Sæl. Mig vantar upplýsing-ar um hvað felst í kynlífs- ráðgjöf og hver sinnir henni. Við hjónin glímum við ólíka kynlöngun og þetta er farið að valda töluverðum titringi innan sambandsins. Við höfum farið í sambandsráðgjöf og það gekk vel þá en þetta vandamál hefur aukist og okkur langar til að leita leiða til að laga það. ●●● SVAR Ég vil byrja á því að hrósa ykkur fyrir þetta skref, að við- urkenna vandann og leita ykkur aðstoðar. Það er meira en margur gerir. Ólík kynlöngun er algengt vandamál hjá mörgum pörum. Kynlöngun getur verið mismik- il og ýmsir áhrifaþættir spila þar inn í. Þessar sveiflur geta farið á skjön við makann og því getur annan langað í meira kyn- líf en hinn. Það er stundum sagt að þegar kynlífið gengur vel þá útskýri það aðeins 10% af sam- bandsánægjunni. Hins vegar þegar það eru vandamál í kyn- lífinu þá útskýri það 90% af óánægju innan sambandsins. Sumar bíómyndir hafa gefið villandi sýn af kynlífsráðgjöf en þó ber einnig að geta þess að til er alls konar kynlífsráðgjöf. Maður þarf því að finna hvers lags ráðgjafi hentar manni best. Í „hefðbundinni“ kynlífsráðgjöf þá eru allir í fötunum og bara spjalla, engin bein sýnikennsla eða kynferðislega náin snerting milli ráðgjafans og parsins. Bara svo það sé á kristaltæru. Þekkt- ur kynlífsráðgjafi, dr. Laura Berman, var með sjónvarps- þætti um kynlífsráðgjöf, Sexual Healing, sem sýndir voru hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þar fengu pörin verklegar æfingar og ræddu svo um það í næsta tíma. Það er hægt að sjá ýmis mynd- brot úr þessum þætti á vef You- Tube. Gott er að hafa í huga að þetta eru bandarískir sjónvarps- þættir og þurfa því ekki að end- urspegla kynlífsráðgjöfina sem þið munuð fara í. Það eru tveir kynfræðingar á Íslandi sem sinna kynlífsráðgjöf. Það eru þær Jóna Ingibjörg Jóns- dóttir og Áslaug Kristjánsdóttir. Þær eru einnig báðar hjúkrunar- fræðingar. Kynlífsráðgjöf er í grunninn samtal og því að mörgu leyti lík þeirri sambandsráðgjöf sem þið hafið nú þegar prófað. Sumir kynfræðingar beita að auki ýmsum verklegum æfingum sem þið mynduð vinna í heima- vinnu og ræða svo um í næsta tíma. Þessar æfingar eru mis- jafnar og henta pörum misvel. Það mættu fleiri taka ykkur sér til fyrirmyndar og leita sér aðstoðar á þessu sviði, rétt eins og mörgum öðrum, því að fólki hættir til að leita ekki eftir aðstoð fyrr en allt er komið í bál og brand og erfitt að róa í land. Gangi ykkur vel. Hjón sem glíma við ólíka kynlöngun Kíkt í snyrtibuddu leikkonunnar Allison Williams HREINSIFROÐA FRÁ SIMPLE Hugtakið „normcore“ sameinar orðin „normal“, eða eðlilegt og „hardcore“, eða harður. Hugmyndin á bak við norm- core er einföld. Þeir sem aðhyllast stefnuna passa sig á að skera sig ekki úr í fjöldanum og klæðast því hversdags- legum fötum. Þetta fólk er sem sagt í tísku án þess að vera í tísku. Þetta þýðir þó ekki að normcore-arar séu ekki hipp og kúl. Þeir klæðast ekki hverju sem er heldur velja normcore- fatnaðinn af kostgæfni. Það sem flokk- ast undir normcore eru meðal annars bolir, flíspeysur, hettupeysur, kakíbux- ur, gallabuxur og póló-bolir. Bindi og blússur tilheyra til dæmis ekki norm- core-tískunni. Þá mega fylgismenn normcore alls ekki klikka á því að vera í hvítum sokkum við opna sandala á tylli- dögum. Á tískuvikunni í París, þar sem vor- og sumartíska næsta árs var kynnt fyrir stuttu, sáu hins vegar glöggir tískuspekúlantar að normcore-tískan hefur rutt sér til rúms hjá heimsfræg- um hönnuðum. liljakatrin@frettabladid.is Normcore á uppleið Tískuhugtakið „normcore“ skaut upp kollinum fyrr á árinu og nú hefur það náð alla leið á tískupallana á tískuvikunni í París. Markmiðið er að tolla ekki í tískunni. Ef þú svarar meirihluta eftirfarandi spurninga játandi smellpassar þú í normcore-tískusveifluna: 1. Lítur þú á Barack Obama sem tískutákn? 2. Lítur þú á karakterana í Seinfeld sem tískutákn? 3. Borðar þú franskbrauð oftar en einu sinni í mánuði? 4. Verslar þú í Hagkaupum? 5. Gengur þú allajafna með derhúfu? 6. Horfir þú á The Big Bang Theory? 7. Gengur þú í kakíbuxum? 8. Gætirðu hugsað þér að vera í sokkum við opna sandala? 9. Borðar þú unnar kjötvörur eða frosnar, tilbúnar máltíðir? 10. Hlustar þú á U2? ➜ Ert þú normcore? SOKKAR OG SANDALAR Hönnuður- inn Andrea Crews bauð upp á hið geysivinsæla sokka- og sandalakombó á tískuvikunni í París í vikunni. SNIÐLAUSIR BOLIR Þessi póló- bolur frá Kolor gæti ekki verið meira Normcore þótt hann reyndi. Sniðlaus með öllu. GUÐFAÐIR NORMCORE Stefnan er svo sem ekki ný af nálinni. Kíkið bara á tískuna í sjónvarpsþáttunum Seinfeld. KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Höfum opnað á Nýbýlavegi www.namreykjavik.is GLOSS FRÁ JOUER AUGNSKUGGI FRÁ ANASTASIU MASKARI FRÁ TARTEAUGNLOKA PRIMER FRÁ URBAN DECAY MEIK FRÁ ARMANI LAUGARDAGUR 28. júní 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.