Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.07.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 12.07.2014, Qupperneq 2
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FIMM Í FRÉTTUM FLOTT FYRIRSÆTA OG UMDEILT HÚS FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN VIKAN 05.07.➜11.07.2014 Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofn- unar Íslands, segir almenna óánægju með Þorláksbúð í Skálholti og að stofnunin vilji að húsið víki af staðnum. Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra stefnir að því að leggja fram frum- varp um millidómstig í haust eða vetur. ➜ Nýtt frumvarp um raforku sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað- arráðherra ætlar að leggja fram á á næsta þingi er talið takmarka skipulagsvald sveitarfélaga. Maria Del Carmen Jimenez Pacifi co er íslensk fyrirsæta í yfi rstærð. Hún hefur skrifað undir samning við módel skrifstofuna Volúme Model Management. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, segir efnahagslega áhættu af- náms gjaldeyrishaft a vera minni en hættuna sem fylgi ofh itnun hagkerfi sins. LÖGREGLUMÁL „Stígamótum líst vel á frumkvæði lögregl- unnar á Suðurnesjum en þar ber þolandi heimilisofbeldis neyðarhnapp þar sem hætta er á að brotamaður brjóti nálg- unarbann. „Frábært fordæmi,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta. Hún segir enn fremur að önnur lög- regluumdæmi mættu taka kollega sína á Suðurnesjum sér til fyrirmyndar. „Almennt líst okkur afar vel á það sem lögreglan á Suður nesjum er að gera í ofbeldismálum,“ segir hún. „Þetta er einfaldlega sýnikennsla í því hvað hægt er að gera í íslenska kerfinu ef forgangsröðunin er rétt og ef vilj- inn er fyrir hendi.“ Þarna vísar Guðrún í tilraunaverkefni sem nefndist „Að halda glugganum opnum“ en það leiddi síðan til þess að Suðurnesjalögreglan breytti verklagi sínu í málum er varða heimilisofbeldi. „Þau hafa verið frábær fyrirmynd sem síðan hefur orðið til þess, til dæmis, að borgarstjórn samþykkti einhljóða skömmu fyrir kosningar að gera átak í þessum málum. Á Suðurnesjum hafa þau líka verið að framfylgja lögum sem kveða á um það að ef ofbeldismenn haga sér ekki skikkanlega þá er þeim vísað af heimilum. Lög gera einmitt ráð fyrir því að svona sé þetta gert en því hefur bara ekki verið framfylgt.“ - jse Stígamót lofsama frumkvæði lögreglunnar á Suðurnesjum í ofbeldismálum: Ánægð með Suðurnesjalöggur GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Fordæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur nú þegar hreyft við yfirvöldum í borginni og önnur umdæmi mættu taka við sér líka, segir talsmaður Stígamóta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR LAUGARDAGUR Lundinn í frjálsu falli Útlit er fyrir að varp lundans verði með versta móti eitt árið enn og hefur lundastofninn látið svo á sjá að í raun má tala um stofnhrun. SUNNUDAGUR Skeifan brennur Gríðarlegt tjón varð þegar mesti bruni í áratugi át allt það sem fyrir varð í Skeifunni 11. MÁNUDAGUR Banaslys í Terra Mítica Átján ára Íslendingur, Andri Freyr Sveinsson, lést í skemmtigarð- inum Terra Mítica er hann féll úr rússíbana. ÞRIÐJUDAGUR Buchheit snýr aftur Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslands í Icesave-deilunni, er ráðinn til að aðstoða við afnám gjaldeyrishafta. MIÐVIKUDAGUR Umdeildur bjargvættur í Bolungarvík Valdimar Lúðvík Gíslason, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Bolungarvík, gengst við að hafa skemmt friðað hús þar í bæ til að sporna við slysahættu. FIMMTUDAGUR Sjúkrabíll kom í tíma Joaquín Valera, framkvæmdastjóri skemmtigarðsins Terra Mítica, segir aðstoð hafa borist fljótt þegar banaslysið varð þar í garðinum. FÖSTUDAGUR Stefnir á lækkun skulda „Við stefnum að því að fyrir 2020 verði skuldastaða Íslands orðin ein sú besta í Evrópu.“ SÍÐA 6 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarfl okksins, á fundi miðstjórnar. ÍÞRÓTTIR „Bann við kynningu á starfsemi íþróttafélaga í skólum er mjög bagalegt, sérstaklega í hverfishlutum þar sem hátt hlutfall foreldra er ekki með íslensku sem móðurmál. Margir foreldrar hafa ekki yfirsýn yfir það sem er í boði.“ Þetta segir Haukur Þór Haraldsson, framkvæmda- stjóri Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR. Öflugt samband var á milli íþrótta- félaga og skóla áður en ákveðið var með reglugerð að banna að því er virðist aðal- lega lífsskoðunarfélögum að kynna starf- semi sína í skólum, eins og Haukur orðar það. „Það bann náði einnig til íþróttafé- laga. Ég finn vilja hjá starfsmönnum skóla til að sambandið við íþróttafélögin verði eins og það var áður. Við höfum farið fram á það og þetta hefur verið rætt hjá skóla- og frístundasviði en til þessa hafa menn ekki verið tilbúnir að breyta þessu.“ Eva Dögg Guðmundsdóttir, stjórnandi verkefnis sem býður fríar íþróttaæfing- ar á lóð Fellaskóla í sumar og er styrkt af íþrótta- og tómstundaráði, sagði í Frétta- blaðinu í gær að nýting frístundakortsins hefði verið miklu minni í hverfi 111 en í öðrum hverfum Reykjavíkur. Haukur segir foreldra hafa komið til sín sem ekki hafi vitað hvað hann var að tala um þegar hann nefndi frístundakort- ið við þá. „Ég get nefnt sem dæmi strák sem langaði að vera íþróttum hjá okkur eins og vinur hans. Strákurinn dró pabba sinn hingað niður eftir til að tala við mig. Þegar ég hafði útskýrt þetta fyrir föðurn- um var hann hissa á því sem í boði var,“ greinir Haukur frá. Hann segir ÍR hafa fundið verulega fyrir því þegar lokað var á kynningar íþróttafélaga í skólunum. „Við fundum sérstaklega fyrir þessu haustið 2011 þegar við gátum ekki komið og kynnt vetrarpró- grammið okkar eins og venjulega. Það var einkum áberandi hvað það komu færri á körfuboltaæfingar. Menn eru með miklar væntingar til okkar og gera kröfur en þegar við reynum að verða við þeim eru settar takmarkanir á okkur. Í Reykja- vík eru níu hverfisfélög sem eru að baki tveimur þriðju hlutum allrar íþrótta- starfsemi í borginni. Okkur finnst að hverfis félög ættu að hafa aðgang að sínum hverfis skólum. Það þyrfti ekki þar með að opna aðgang fyrir 100 önnur félög.“ Það er mat Hauks að gjaldfrjálsu íþróttaæfingarnar á lóð Fellaskóla í sumar muni án efa bera árangur. „Þetta er mjög gott verkefni sem við erum ánægðir með.“ ibs@frettabladid.is Bagalegt að mega ekki kynna íþróttir í skólum Framkvæmdastjóri ÍR vill fá að kynna starfsemi íþróttafélaga í hverfisskólum eins og áður. Segir bann við kynningu bagalegt, sérstaklega í hverfi þar sem íslenska sé ekki móðurmál margra for- eldranna. Það vita ekki allir af frístundakortinu og verða hissa þegar þeim er sagt frá því. Við gerð reglna um kynningar í skólum var meðal annars stuðst við leiðbeinandi reglur talsmanns neytenda og umboðsmanns barna frá 2009 þar sem segir að engar auglýsingar skuli vera í grunnskólum eða leikskólum né önnur markaðssókn. „En þar segir líka að kynning á æskulýðs-, íþrótta- og tómstundastarfsemi sveitar- félaga sé heimil,“ segir Sigrún Sveinbjörns- dóttir, verkefnastjóri hjá skóla- og frístunda- sviði. Hún segir íþrótta- og tómstundaráð halda úti vef um íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga í borginni, itr.is/ sumar, á sumrin og fristund.is á veturna, þar sem frjálsu félögin geti komið sínum tilboðum á framfæri. Skólastjóri tekur ákvörðun um hvort verk- efni styrkt af Reykjavíkurborg verði kynnt í skólanum. ➜ Reglur um kynningar í skólum Reykjavíkur Á ÆFINGU Gjaldfrjálsar íþróttaæfingar eru í boði á lóð Fellaskóla síðdegis á þriðjudögum og fimmtudögum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Við slökkvistarf á stuttbuxunum Stefán Már Kristinsson, að- stoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var í Hagkaupum þegar hann fékk boð um útkall vegna stórbrunans í Skeifunni. Stefán sleppti því að fara heim til að sækja búning og hóf slökkvistarf á stuttbuxunum. „Ég tímdi ekki að fara heim. Þegar svona eldur kemur upp eru svo ótrúlega mörg verk sem þarf að vinna– meira að segja fyrir mann á stuttbuxum.“ Margir foreldrar hafa ekki yfirsýn yfir það sem er í boði. Haukur Þór Haraldsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.