Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2014, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 09.09.2014, Qupperneq 1
EFNAHAGSMÁL Fjárlög ársins 2015 gera ráð fyrir því að framlög til vegamála muni einungis aukast um einn milljarð króna frá fyrra ári. Þetta er þriðjungur af því sem gert hafði verið ráð fyrir í Samgöngu áætlun. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fjárlögum sem Bjarni Bene- diktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, mun kynna venju sam- kvæmt á blaðamannafundi í Salnum í Kópavogi í dag. Hann hefur hingað til lítið vilja gefa upp um einstaka liði fjárlaga- frumvarpsins. Heimildir Fréttablaðsins herma þar að auki að fjárheim- ildir nokkurra stofnana muni dragast saman. Þeirra á meðal eru umboðsmaður skuldara, Vinnumálastofnun og skatt- rannsóknarstjóri. Skorið verður niður í fjárheimildum til umboðs- manns skuldara um fjörutíu pró- sent. Hjá embættinu er gert ráð fyrir að fjórir starfsmenn á tíma- bundnum ráðningarsamningum þurfi að hætta störfum um ára- mót. Einnig mun umboðsmaður skuldara þurfa að huga að nýju húsnæði fyrir starfsemi sína. Við það bætast uppsagnir í síð- asta mánuði. Gert er ráð fyrir að samdráttur hjá skattrannsókn- arstjóra þýði að starfsmönnum stofnunarinnar fækki um fimm, en þeir eru núna 29. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, segir að helstu atriði fjárlagafrumvarpsins hafi verið kynnt þingmönnum flokksins á fundi í Vestmannaeyjum. „Ég er sátt við margt af því sem þar kemur fram,“ segir Ragnheiður og bendir á að fjárlagafrumvarp- ið sé í takt við margt af því sem sjálfstæðismenn hafi lagt áherslu á. „Það er eru alltaf skiptar skoð- anir um fjárlagafrumvarpið og ég hef enga trú á því að það verði neitt öðruvísi nú en áður,“ segir hún, aðspurð um hvort frumvarp- ið muni valda deilum. - jhh FRÉTTIR FYRIR ALLA SEM ÞJÁST AF:Exemi Sóríasis Rósroða Kláða í húð Útbrotum Þurri húð Ofsakláða S alcura DermaSpray hefur hjálpað fjölmörgum Ís-lendingum sem kljást við húðvandamál. Það inniheldur einstaka náttúrulega form-úlu sem styður viðgerðarferli húðarinnar, kemst djúpt ofaní húðina TILBOÐ Tilboðspakkn-ing inniheldur Salcura Derma spray 100 ml GEFA BLINDUM BÖRNUM SÝNSamtökin 20x20x20 vinna að því að veita fátækum blindum börnum um allan heim sýn með einfaldri aðgerð sem aðeins kostar 300 dollara. Þeir sem vilja styðja verkefnið geta skoðað vefinn 20x20x20.org. HEFUR ÞÚ REYNT ALLT?GENGUR VEL KYNNIR Salcura DermaSpray er 100% náttúru-legt meðferðarúrræði í úðaformi sem getur veitt langvarandi bata við m.a. þurrki í húð, exemi og sóríasis. Frábær árang-ur, auðvelt í notkun og engar aukaverkanir. LJÓS & LAMPARÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2014 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Þriðjudagur 12 2 SÉRBLÖÐ Ljós og lampar | Fólk Sími: 512 5000 9. september 2014 211. tölublað 14. árgangur Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka D-vítamín G æ ð i • H r e i n l e i k i • V i r k n i Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. Bolungarvík 10° SSV 11 Akureyri 15° SSV 7 Egilsstaðir 17° SV 6 Kirkjubæjarkl. 11° SV 5 Reykjavík 12° SSV 8 SKÚRIR Í dag verða sunnan eða suðvestan 8-13 m/s og skúrir en hægari og bjart NA- og A-lands. Hiti 10-18 stig, hlýjast NA-lands. 4 LÍFIÐ Hljómsveitin Stuðmenn lagði undir sig Hörpu um helgina með mara- þontónleikum fram á nótt. 20 SPORT Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EM í kvöld er Tyrkir koma í heimsókn í Laugardalinn. 22 SKOÐUN Bolli Héðinsson skrifar um gjaldmiðla Íslands og Skotlands og ESB- aðild. 12 Það eru alltaf skiptar skoðanir um fjárlagafrum- varpið og ég hef enga trú á því að það verði neitt öðruvísi nú en áður. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna HEILBRIGÐISMÁL Árið 2013 voru 276 sjúklingar greindir með sjálfs- skaða á sjúkrahúsum landsins. Sjálfsskaði felur í sér vísvitandi eitrun eða áverka af eigin völdum, þar á meðal tilraun til sjálfsvígs. Þetta kemur fram í fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýs- ingar. Talsverð aukning hefur orðið á milli ára en tekið er fram í frétta- bréfinu að varasamt sé að spá nokkuð um þróunina vegna tilvilj- anakenndra árssveiflna. Konur eru rúm 68 prósent þeirra sem lagðir eru inn lengur en sólar- hring vegna sjálfsskaða og tilvikin eru hlutfallslega flest meðal ein- staklinga á aldrinum 20-29 ára. Tveir af hverjum þremur sem koma á sjúkrahús vegna sjálfs- skaða, án þess að vera lagðir inn, eru á aldrinum 10-29 ára. Heildarfjöldi sjálfsvíga hér á landi er á fjórða tug árlega. Talið er að fyrir hvern einstakling sem fremur sjálfsvíg geri tuttugu til- raun til slíks og full kirkja situr eftir í sárri sorg. Benedikt Þór Guðmundsson, faðir ungs manns sem svipti sig lífi, segir að efla þurfi forvarnir og rjúfa þöggun í samfélaginu um sjálfsvíg. - ebg / sjá síðu 10. Á þriðja hundrað manns greindir með sjálfsskaða á sjúkrahúsum í fyrra: Fleiri skráðir sem skaða sjálfa sig TÓNLIST „Af því að meirihluti plöt- unnar var tekinn upp og mixaður á Íslandi og platan var unnin með mörgu íslensku tónlistarfólki var hlustunarpartíið hér. Ísland er sá staður þar sem Damien kann hvað best við sig í heiminum,“ segir Kári Sturluson, samstarfsmaður Damiens Rice. Í gær var til- kynnt um útgáfu nýrra r plötu írska tónlistar- mannsins en eins konar hlustunar- partí fór fram á Kexi Hosteli í gær, þar sem blaðamenn hvaðanæva að ljáðu plötunni eyra. Platan ber tit- ilinn My Favourite Faded Fantasy. Í gærkvöldi fóru fram tónleikar í hljóðverinu Sundlauginni í Mos- fellsbæ. „Þetta voru svona tón- leikar fyrir pressuna, vini og vandamenn, það var bara verið skála og fagna útgáfunni.“ - glp / sjá síðu 26 Damien Rice með nýja plötu: Fagnaði útgáf- unni á Íslandi voru lagðir inn vegna sjálfs- skaða að meðaltali frá 2003-2013 102 FYRSTA LENDINGIN Airbus A319 þota færeyska fl ugfélagsins Atlantic Airways lenti á Reykjavíkurfl ugvelli skömmu eft ir hádegi í gær. Um er að ræða fyrsta reglubundna fl ug félagsins á þessari þotu, sem er sú stærsta sem mun nota fl ugvöllinn að staðaldri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR RJÚFUM ÞAGNARMÚRINN Benedikt Þór Guðmundsson segir í viðtali við Fréttablaðið að þögnin auki skömm eftirlifenda og veki fordóma. ANTON BRINK Vill skýringar á bústað Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykja- víkur segist hafa talið að bústaður fyrirtækisins við Þingvallavatn væri ónothæfur, en annað hefur komið í ljós. 4 Blaðamenn íhuga stöðu sína Ósættis gætir milli starfsfólks og stjórnar DV eftir hitafund í gær. 2 Þyrluferðir yfir gosið Fyrirtækið Norðurflug mun bjóða upp á gos- ferðir í þyrlu frá Akureyri og Hraun- eyjum. 6 Safnar liði gegn Íslamska ríkinu Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst kynna hernaðaráform sín í Írak og Sýrlandi á morgun. 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.