Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 14
9. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Þegar Ásdís Sif Gunnarsdóttir, sem á dögunum hlaut styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, fór að performera fyrir framan kameruna, eins og hún orðar það, í listaháskólan- um sem hún gekk í í New York fann hún miðil sem sameinaði öll áhugamál hennar í listinni. „Ég var í alhliða lista- skóla þar sem ég var meðal annars í tímum í myndlist, höggmyndalist og vídeólist. Ég var líka að læra leiklist og hafði jafnmikinn áhuga á henni. Þetta kom allt þegar ég fór að performera í skúlptúrtíma,“ segir Ásdís um listform sitt, gjörninga, innsetningar og vídeó- verk, sem vakið hefur mikla athygli innanlands og erlendis. Til New York fór hún beint að loknu námi á myndlistarbraut í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. „Ég kom svo heim og var hér í eitt ár áður en ég fór til Los Angeles í framhaldsnám í vídeó- list og performance-list. Ég útskrifað- ist þaðan fyrir tíu árum og þetta hefur gengið rosalega vel síðan. Maður telur sig alltaf heppinn þegar það geng- ur upp. Manni er sagt í listaskóla að aðeins fimm prósent verði starfandi í listinni. Þetta byggist á þrjósku og að gefast aldrei upp.“ Ásdís hefur tekið þátt í fjölda sýn- inga og selt vídeóverk sín. Hún hefur fengist við kennslu og nokkrum sinn- um fengið listamannalaun, að því er hún greinir frá. Meðal safna sem sýnt hafa valin vídeóverk eftir Ásdísi er Centre Pompidou-safnið í París. Það var listamaðurinn Erró sem veitti Ásdísi verðlaunafé og viðurkenn- ingu úr Listasjóði Guðmundu S. Krist- insdóttur fyrir framlag hennar til myndlistar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, þegar sýning hennar Skip- brot úr framtíðinni/Sjónvarp úr fortíð- inni var opnuð ásamt sýningunni Erró og listasagan og sýningu listamann- anna Mojoko og Shang Liang, Gagn- virkur veggur. „Mér hefur alltaf fund- ist þetta vera eftirsótt verðlaun. Mér finnst svo fallegt af Erró að stofna sjóð fyrir listakonur til minningar um móð- ursystur sína. Það er gaman að vera í hópi þeirra sem fengið hafa styrk úr sjóðnum. Það er líka gaman að sýna í svona fallegum sal í Hafnarhúsinu. Þar er hægt að upplifa verkið eins og best verður á kosið.“ ibs@frettabladid.is Fann miðilinn í list- inni í skúlptúrtíma Ásdís Sif Gunnarsdóttir fékk á dögunum verðlaun fyrir myndlist sína úr sjóði sem Erró stofnaði til minningar um móðursystur sína. Gaman að sýna í Hafnarhúsinu. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, SVANDÍS RÓS HERTERVIG Sörlaskjóli 64, sem lést á Landspítalanum föstudaginn 5. september, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. september kl. 15.00. Vésteinn Ingibergsson Ingibjörg Gunnarsdóttir Júlía Hertervig Óli Jón Hertervig Emma Hertervig Óli Hákon Hertervig Jón Gunnar Hertervig Guðrún Þórunn Gísladóttir Ingiberg Magnússon Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR HINRIKSSON lést á hjartadeild Landspítalans 14G við Hringbraut 27. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir góða aðhlynningu. Sjöfn Georgsdóttir Aðalbjörg Grétarsdóttir Jóhannes Halldórsson Hinrik Grétarsson Gunnjóna Guðmundsdóttir Kristín Grétarsdóttir Guðmundur Georg Grétarsson barnabörn og barnabarnbörn hins látna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG KARLSDÓTTIR frá Neðri-Lækjardal, síðast til heimilis að Húnabraut 40, andaðist þann 3. september á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útför hennar fer fram þann 13. september kl. 14.00 frá Blönduóskirkju. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Jakob Þór Guðmundsson Sigurbjörg Auður Hauksdóttir Ellert Karl Guðmundsson Birna Sólveig Lúkasdóttir Óskar Páll Axelsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýju og samúð vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÖNNU MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR (ANA PANCORBO GÓMEZ) Urðarstíg 7a, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir góða umönnun. Marie Jo Etchebar Jean Etchebar Rósa M. Guðmundsdóttir Guðm. Ómar Óskarsson Hannes I. Guðmundsson Ingibjörg E. Jóhannsdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÞÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR frá Skagaströnd, lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum Reykjanesbæ 31. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Kálfatjarnarkirkju Vatnsleysuströnd föstudaginn 12. september kl. 14.00. Sigurður Kristinsson Hrafnhildur Bryndís Rafnsdóttir Guðmundur Kristinsson Lilja Kristinsdóttir Margrét Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, STEFÁN B. GÍSLASON lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 4. septem ber. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 11. september kl. 15.00. Guðný Jónsdóttir Helga Björk Birgisdóttir Guðmundur Guðbrandsson Óskar Ingi Stefánsson Kjartan Stefánsson Daldís, Arnþór, María, Hekla og Guðmundur Gíslason Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR Klapparhlíð 1, Mosfellsbæ, lést föstudaginn 5. september síðastliðinn í faðmi fjölskyldunnar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. september næstkomandi kl. 15.00. Ólafur Guðmundsson Elva Ösp Ólafsdóttir Íris Eik Ólafsdóttir Bjarni Hólmar Einarsson og ömmubörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR VALUR BJARNASON læknir, lést að kvöldi 5. september á hjúkrunar- heimilinu Lundi, Hellu. Útförin fer fram mánudaginn 15. september kl. 13.00 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir um að láta hjúkrunarheimilið Lund njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Else Bjarnason Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS ESTER EYJÓLFSDÓTTIR Vallartröð 10, Kópavogi, lést á líknardeild LSH föstudaginn 5. september. Ingimar G. Jónsson Valgerður Ingimarsdóttir Andrés Indriðason Jón Ingimarsson Kristín H. Traustadóttir Eyjólfur Ingimarsson Margrét Á. Gunnarsdóttir Guðrún Hrönn Ingimarsdóttir Gunnar Hauksson barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um GUÐRÚNU HULDU GUÐMUNDSDÓTTUR hjúkrunarfræðing, sem lést í Danmörku 15. júní sl. fer fram í Dalvíkurkirkju laugardaginn 13. september kl. 13.30. Viggo Carlo Block systkini, fjölskyldur þeirra og aðrir ættingjar. ÁSDÍS SIF GUNNARS- DÓTTIR Sýning Ásdísar í Hafnarhúsinu, Skipbrot úr framtíðinni/ Sjónvarp úr fortíðinni, er vídeóinnsetning sem hún segir virkja heilan sal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐ VERÐ- LAUNAAF- HENDINGUNA Erró, Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.