Fréttablaðið - 09.09.2014, Side 17
| 3
Þann 28. mars síðastliðinn
gerðu Sálfræðingar Höfðabakka
og Janus endurhæfing með sér
þjónustusamning um að JE kaupi
sértæka þjónustu af sálfræðing-
um Höfðabakka. Hér er um að
ræða þjónustu við fólk sem á við
veikindi að stríða eða hefur lent í
öðrum heilsufarslegum áföllum.
Þarna er um að ræða frábæra
samvinnu á sviði endurhæfingar
og úrvinnslu vandamála þar sem
hægt er að nota sértæka sál-
fræðilega meðferð til að hjálpa
fólki til betra lífs.
Hjá Janusi endurhæfingu fer
fram starfs- og atvinnuendur-
hæfing. Markmið starfseminnar
er að aðstoða fólk til að komast
á vinnumarkaðinn og fyrir-
byggja varanlega örorku. Þó að
fyrirtækið hafi á að skipa liðlega
þrjátíu sérfræðingum dugar
það því miður ekki til og því er
samvinna eins og hér um ræðir
öllum aðilum til hagsbóta og þó
allra mest þeim sem þjónustuna
fá. Á Höfðabakkanum eru starf-
andi á þriðja tug sérfræðinga
með margs konar sérhæfingu og
því auðvelt að finna hverju máli
vandaðan farveg.
Auðvitað er það þannig að þau
mál sem okkur berast frá Janusi
fá sérstakan forgang. Reynt er af
fremsta megni að koma á virkri
samvinnu milli aðila og finna
bestu lausn sem til er fyrir skjól-
stæðinginn. Að lokinni með-
ferð sendir meðferðaraðili frá
Höfðabakkanum skýrslu um
meðferðarárangur og hugsanlegt
framhald til ráðgjafans. Markmið
meðferðarinnar er að koma skjól-
stæðingnum til betra lífs gjarnan
með virkri þátttöku í atvinnu-
lífinu.
SAMNINGUR UM
SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU
Meðferðarnámskeið fyrir átraskanir og þá einkum
átkastaröskun (bulemia) er dæmi um meðferð sem
boðið er upp á hjá sálfræðingum Höfðabakka. Þar
er áhersla lögð á að aðstoða fólk við að öðlast heil-
brigðara samband við mat. Þar eru til dæmis kenndar
aðrar leiðir til að takast á við streitu og lífið sjálft en
að nota mat, brjóta upp vanamynstur, skilja líkamann
og hvernig endurtekin megrun hefur neikvæð áhrif og
hætta að láta vigtina, eða boð og bönn um ákveðnar
matartegundir, stjórna öllu.
Einnig hafa verið haldin námskeið sem tengja
saman þrautreyndar hugleiðsluaðferðir við vestræna
sálfræði. Löng reynsla er að kenna MBCT (Mindful-
ness Based Cognitive Therapy). Þar er hugrænni
atferlismeðferð blandað saman við austrænar hug-
leiðsluaðferðir. MBCT er margprófuð aðferð og hefur
reynst vera öflug leið til að stýra streitu í daglegu
lífi, auk þess sem námskeiðið fyrirbyggir endurtekið
þunglyndi og kvíða.
Annað námskeið, þar sem einnig er stuðst við
forna hugleiðsluþekkingu, er nýtt námskeið um sam-
kennd (compassion), en auk hugleiðslunnar byggir
námskeiðið á breiðum grunni vestrænnar þekkingar,
skilningi á þróun lífsins, þroskasálfræði og nýjum
taugasálfræðilegum rannsóknum. Námskeiðið nýtist
þeim sem vilja styrkja samkennd gagnvart sjálfum sér
og öðrum og takast á við skömm og sjálfsgagnrýni.
Framboð á námskeiðum fyrir fagfólk hefur einnig
verið gott og þá einkum þjálfun í meðferðarleið
sem kallast EMDR og hefur sýnt fram á góðan með-
ferðarárangur í vinnu með áföll. Boðið verður upp á
námskeið fyrir heilbrigðisstarfsmenn um kulnun og
hluttekningarþreytu og eins námskeið um stuðning
við syrgjendur.
GÓÐ NÁMSKEIÐSAÐSTAÐA
Hjá Sálfræðingum Höfðabakka starfar fagfólk með margvíslega sérþekkingu.
Vegna þessa hefur verið hægt að bjóða upp á fjölbreytt námskeið byggð á
gagnreyndum aðferðum bæði fyrir almenning og annað fagfólk.
Fólk sem glímir við geðræna
sjúkdóma eins og til dæmis
þunglyndi eða kvíða og þeir sem
þurfa á hjálpa að halda til að
komast í gegnum erfiðar breyt-
ingar, atburði eða lífsskeið leita
til sálfræðinga. Þangað leitar
líka fólk sem vill fjárfesta í sjálfu
sér, ná betri árangri á einhverju
sviði lífsins og bæta sjálft sig, líf
sitt og líðan. Meðferð og ráðgjöf
hjá sálfræðingi er alltaf sniðin að
þörfum þess sem hana sækir og
er byggð á traustum vísindaleg-
um grunni. Hún getur verið bæði
styttri og lengri. Sumir mæta í
örfá viðtöl til að fá hjálp vegna
afmarkaðra erfiðleika eða atburða
en aðrir eru hjá sínum sálfræðingi
yfir lengri tíma og ná þannig að
viðhalda lífsgæðum þrátt fyrir
andleg veikindi. Rétt eins og þeir
sem búa við líkamlega veikindi
eins gigt eða sykursýki eru í með-
ferð hjá sínum sérfræðingum til
lengri tíma.
Til Sálfræðinga á Höfðabakka
leita foreldrar með börn og
unglinga, ungt fólk, fólk á miðjum
aldri, eldra fólk og fólk í hárri elli.
Á hverjum degi kemur þangað
fjöldi einstaklinga og þar er veitt
hjóna-, para- og fjölskylduráðgjöf.
Þangað leitar til dæmis fólk sem
hefur orðið fyrir áföllum, misnotk-
un, slysum, ofbeldi, líkamlegum
veikindum, einelti eða atvinnu-
missi og fólk sem er að takast á við
streitu, samskiptavanda, álag eða
breytingar. Auk þeirra sem búa við
andleg veikindi eins og þunglyndi,
depurð, kvíðaraskanir, átraskanir,
þráhyggju, streituraskanir eða
hegðunarvanda og sækja meðferð
í lengri eða skemmri tíma.
Allir eru velkomnir til sálfræð-
ings og flest stéttarfélög niður-
greiða sálfræðimeðferð fyrir sína
félagsmenn. Það getur skipt sköp-
um varðandi líðan og lífsgæði að
fara til sálfræðings þegar lífið er
snúið og fyrir þá sem glíma við
geðsjúkdóma er sálfræðimeðferð
sjálfsögð lífsnauðsyn. ■
ALLIR VELKOMNIR
Að fara til sálfræðings er sem betur fer ekki feimn-
ismál lengur heldur sjálfsögð fagleg þjónusta fyrir
fólk sem vill hámarka lífsgæði sín og heilbrigði.
Til sálfræðinga leitar fólk á öllum aldri úr öllum
hópum samfélagsins.
GÓÐAR MÓTTÖKUR Móttökuritararnir Hólmfríður Gunnarsdóttir og Lísa Kristín
Gunnarsdóttir spjalla við Kristínu Lindu Jónsdóttur sálfræðing og Margréti Blöndal geð-
hjúkrunarfræðing.
SAMSTARF Halldóra Bergmann er tengi-
liður Janusar og Sálfræðinga Höfðabakka
og handsalar hér samstarfssamninginn
við Andrés Ragnarsson.
VÍÐTÆK FAGÞEKKING Hjá Sálfræðingum
Höfðabakka starfa; Aðalbjörg Heiður Björgvins-
dóttir, Andrés Ragnarsson, Áslaug Kristins-
dóttir, Edda Hannesdóttir, Einar Gylfi Jónsson,
Guðrún Anna Jónsdóttir, Gyðja Eyjólfsdóttir,
Halldóra Bergmann, Harpa Katrín Gísladóttir,
Hólmfríður Gunnarsdóttir, Jóhann Thoroddsen,
Kristín Linda Jónsdóttir, Lísa Kristín Gunn-
arsdóttir, Margrét Arnljótsdóttir, Margrét
Blöndal, Monika Sóley Skarphéðinsdóttir,
Ragna Kristmundsdóttir, Rakel Davíðs-
dóttir, Reynar Kári Bjarnason, Sigríður B.
Þormar, Sigurður Ragnarsson, Soffía Elín
Sigurðardóttir, Sólrún Dröfn Þorgríms-
dóttir, Þórdís Rúnarsdóttir og Þórkatla
Aðalsteinsdóttir. MYND/VALLI
NÁMSKEIÐ Meðal
þeirra sem haldið hafa
námskieið hjá Sálfræð-
ingum Höfðabakka eru
Margrét Arnljótsdóttir
og Þórdís Rúnarsdóttir.