Fréttablaðið - 09.09.2014, Síða 18

Fréttablaðið - 09.09.2014, Síða 18
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Hópur danskra vísinda- manna við Háskólann í Kaupmannahöfn kynnti nýlega rannsókn á evrópskri ráðstefnu um hjarta- og æðasjúkdóma í Barcelona. Vísindamenn höfðu rann- sakað muninn á norrænum mat og venjulegum mat á heilsuna. Á sex mánuðum léttist sá hópur sem borðaði einungis gamaldags nor- rænan mat mun meira en hópurinn sem var á venju- legu nútímafæði auk þess að minnka líkur sínar á hjarta- og æðasjúkdómum. „Við höfum á undanförnum árum hallað okkur meira og meira að amerísku mataræði. Þess vegna er skemmtilegt að horfa til fortíðar okkar og skoða á hvaða mataræði Norðurlandabúar voru á árum áður. Við ættum að horfa til fortíðar í mataræði okkar, skoða hvað við getum framleitt sjálf, læra af gömlum uppskriftum og nútímavæða,“ segir Thomas Meinert Larsen, dósent við Háskólann í Kaupmanna- höfn, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Norrænt fæði inniheldur svokallaðan steinaldarmat; ber, rótargræn- meti, kál sem vex á norrænum slóðum, gróft brauð, fisk og kjöt af dýrum sem lifa í náttúrunni. Thomas bendir á að rapsolíu, sem mikið var notuð á Norðurlöndum, svipi til ólífuolíu frá Miðjarðarhafinu. Fyrri norrænar rannsóknir hafa einnig bent til þess að norræn matar- hefð hafi góð áhrif á lýðheilsu okkar. Ákveðin tískubylgja er í Danmörku með að nota norrænt hráefni með tilkomu veitingastaða á borð við Noma, sem sérhæfir sig í nor- rænu fæði. Nafnið Noma er stytting á „nordisk mat“. Norrænt matar- æði byggir á árstíðabundnum mat og að fólk borði fisk og grænmeti að minnsta kosti tvisvar í viku. NORRÆNN MATUR ER GÓÐUR FYRIR HEILSUNA Matur sem forfeður okkar og -mæður snæddu er, samkvæmt danskri rannsókn, jafngóður fyrir heils- una og matur sem kenndur er við Miðjarðarhafið. EINS OG Í GAMLA DAGA Ættum við að horfa á mataræði forfeðra okkur og sleppa pasta og pitsum? Hólabrekkuskóli tók upp svokallað vinaliðaverkefni síðastliðið vor. Verkefnið gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og af- þreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Þannig sjá vel valdir nemendur í 4. til 7. bekk skólans um leiki sem eiga að höfða til allra krakka á fyrstu skólastigum. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, kennari við Hólabrekkuskóla og umsjónarmaður verkefnisins, segir verkefnið í raun þríþætt. „Fyrir utan að auka afþreyingar- möguleika verður þetta til þess að minni tími er fyrir stríðni og leiðindi í frímínútum auk þess sem krakkarnir fá meiri hreyf- ingu.“ Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna og hefur verið fram- kvæmt í mörg hundruð grunn- skólum þar í landi. Árskóli á Sauðárkróki var fyrsti skólinn á Íslandi til að taka það upp en Hólabrekkuskóli var fyrsti skól- inn á höfuðborgarsvæðinu sem tók þátt. „Nokkrir kennarar skólans heyrðu af þessu verkefni á nám- skeiði. Þeim leist svo vel á að þeir fengu kennara úr Árskóla til að halda fyrirlestur fyrir kennara Hólabrekkuskóla. Við sáum strax að þetta myndi henta hér og ég var svo heppin að fá að stýra þessu verkefni,“ segir Ragnheið- ur en í framhaldinu voru tveir kennarar frá Sauðárkróki fengnir til að halda leikjanámskeið fyrir vinaliða skólans. „Vinaliðar eru valdir af bekkjarfélögum sínum, fjórir úr hverjum bekk. Börnun- um var gerð mjög góð grein fyrir því að þetta væri ekki vinsælda- kosning heldur átti að kjósa ein- hvern sem þau treystu til að vera góður við alla, því annars væri ekki hægt að vera vinaliði,“ lýsir Ragnheiður og segir kosninguna hafa komið mjög vel út. Á síðustu önn voru vinaliðar 36 en í ár munu 40 vinaliðar skipta með sér verkefnum. Hópnum er skipt í tvennt og hver hópur sér um tvær frímínútur í viku en vinalið- ar aðstoða í frímínútum fjórum sinnum í viku. Ragnheiður segir verkefnið hafa reynst mjög vel. „Okkur finnst miklu minni vandamál skapast í frímínútum. Þá er krakkarnir mun glaðari og fljótari út í frímínútur,“ segir hún. Verk- efnið er nú fyrir krakka í 1. til 7. bekk en Ragnheiður segir stefnt að því að útfæra það fyrir ung- lingadeildina líka. Vinaliðaverkefnið hefur lagst vel í allt skólasamfélagið. „Foreldrafélagið styrkti okkur til dæmis vel með alls kyns dóti sem gerir starfið miklu auðveld- ara,“ segir hún og bendir á að aðrir skólar hafi sýnt þessu mik- inn áhuga. ■ solveig@365.is SKEMMTILEGRA Í FRÍMÍNÚTUM FLOTT VERKEFNI Vinaliðar í 4. til 7. bekk Hólabrekkuskóla sjá um að allir finni eitthvað við sitt hæfi í lengstu frímínútum dagsins við leiki og aðra afþreyingu. Allir mega vera með, stærri sem smærri, enda eru vinaliðar valdir út frá því hversu góðir þeir eru við alla. VINALIÐAR Ragnheiður með flottum hópi vinaliða sem stjórna leikjum í frímínútum. MYND/VALLI GAMAN Börnin eru alltaf spennt yfir að fara í frímínútur. Sérstaklega þegar vina- liðar eru að störfum. MYND/VALLI Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík 20% afsláttur í september ibuxin rapid Fæst hjá okkur án lyfseðils Fluconazol ratiopharm Naso-ratiopharm 400 mg hraðvirkt ibuprofen 10 töflur og 30 töflur 150 mg fluconazol 1 hylki til inntöku Xylometazolin hýdróklóríð 0,5 mg/ml og 1 mg/ml 10 ml nefúði

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.