Fréttablaðið - 10.10.2014, Side 8
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
TIL SÖLU
Allar nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali
Sími: 480-2901 • Fax: 482 2801 steindor@log.is • www.log.is
Óskað er eftir tilboðum í Gistiheimilið Iðufell, Bláskógabyggð.
Miklir möguleikar á uppbyggingu ferðaþjónustu.
Um er að ræða 2,8 ha. eignarlóð, á glæsilegum stað rétt við bakka Hvítár, í þéttbýliskjarnanum
Laugarási, Bláskógabyggð. Á lóðinni er 2.003,1m² húsnæði. Húsið er skráð sem gistihús, byggt 1964.
Húsið er á tveimur hæðum. Neðri hæð hússins er innréttuð að hluta sem gistiheimili. Efri hæðinni er
skipt niður í þrjá sali. Húsið þarfnast viðhalds og endurbóta, bæði að innan sem utan. Fyrir liggur sam-
þykkt deiliskipulag
þar sem m.a. er gert
ráð fyrir núverandi
húsi, fimm ein-
býlishúsa- þremur
parhúsa- og fimm
raðhúsalóðum.
IÐNAÐUR Framkvæmdastjórar
tveggja fyrirtækja sem stefna að
kísilframleiðslu hér á landi eru
fullvissir um að Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) eigi eftir að sam-
þykkja fjárfestingarsamninga
þeirra við ríkið.
„Við tókum mið af samningnum
sem ríkið gerði við þýska fyrir-
tækið PCC vegna kísilversins á
Bakka og fyrst sá samningur fór
í gegn þá tel ég engar líkur á að
okkar verði ekki samþykktur af
ESA,“ segir Magnús Garðars-
son, framkvæmdastjóri United
Silicon hf. Fyrirtækið stefnir að
byggingu 35 milljarða króna kís-
ilmálmverksmiðju í Helguvík.
ESA komst síðastliðinn þriðju-
dag að þeirri niðurstöðu að fjár-
festingarsamningar íslenskra
stjórnvalda við fyrirtækin Becro-
mal, Verne, Kísilfélagið, Thorsil
og GMR Endurvinnslu, hefðu
falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð.
Samningarnir voru gerðir frá
2010 til 2012 og fólu í sér ýmsa
afslætti af opinberum gjöldum og
sköttum sem ríkið þarf nú að end-
urheimta.
Ákvörðun ESA hefur ekki áhrif
á aðra fjárfestingarsamninga sem
ríkið hefur gert eða eru til skoð-
unar. Allir samningar ríkisins
um ívilnanir eru hins vegar með
fyrirvara um samþykki eftirlits-
stofnunarinnar.
Hákon Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Thorsil ehf., segir
eigendur fyrirtækisins í þeirri
trú að fjárfestingarsamningur,
sem var undirritaður í vor vegna
áforma Thorsil um 38 milljarða
kísilmálmverksmiðju í Helguvík,
verði samþykktur.
„Í honum er tekið tillit til
þeirra athugasemda sem ESA
gerði við þessa eldri samninga og
því ætti ekki að vera nein óvissa
í kringum þann samning,“ segir
Hákon. haraldur@frettabladid.is
Óttast ekki ákvörðun
ESA um ríkisaðstoð
Forsvarsmenn United Silicon og Thorsil eru fullvissir um að fjárfestingarsamning-
ar fyrirtækjanna við ríkið verði samþykktir af Eftirlitsstofnun EFTA. Fyrirtæki á
Grundartanga setti þrjár milljónir króna í samning sem var á endanum ólöglegur.
„Við þurfum ekki að standa í stórum endurgreiðslum því þetta er ekki nema
um tvær og hálf milljón króna. Hins vegar fóru um þrjár milljónir í að
gera þennan samning og því má segja að ríkið skuldi okkur enn
500 þúsund fyrir útlagðan kostnað,“ segir Sigurður Ágústsson,
framkvæmdastjóri GMR Endurvinnslu á Grundartanga.
Eigendur fyrirtækisins skrifuðu undir fjárfestingarsamning við
ríkið árið 2012. Samkvæmt ákvörðun ESA fól sá samningur, eins og
áður segir, í sér ólögmæta ríkisaðstoð.
„Ég held að það hljóti að mega velta því upp hvort ríkið eigi ekki
einfaldlega að greiða okkur fyrir þann kostnað og tíma sem við
lögðum í að uppfylla samning sem er svo dæmdur ólöglegur.
Þetta er umhverfi sem er mjög ótryggt, vont fyrir fjárfesta og
ekki líklegt til að laða að aðra fjárfestingu,“ segir Sigurður.
GMR endurgreiðir tvær og hálfa milljón
HELGUVÍK Framkvæmdir á lóð United Silicon eru hafnar og Thorsil stefnir einnig
að byggingu kísilmálmverksmiðju á svæðinu.
KJARAMÁL Átta af hverjum tíu
læknum í Læknafélagi Íslands,
sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu
samþykktu að fara í verkfall.
Læknar ætla að fara í tíu
tveggja sólarhringa verkföll. Það
fyrsta verður 27. október, semj-
ist ekki áður. Síðasta verkfallið
er boðað 10. desember. Verkföll-
in taka til mismunandi stofnana
og deilda á sjúkrahúsum.
Gert er ráð fyrir að í hverju
verkfalli verði tryggð sambæri-
leg mönnun og á frídögum.
Er þetta í fyrsta skipti sem
læknar nota verkfallsrétt sem
þeir fengu fyrir þrjátíu árum.
- jme
Læknar boða fjölda tveggja sólarhringa verkfalla:
Aðeins frídagavaktir
HEILSA Geir Gunnlaugsson, land-
læknir, segir að allar alþjóðleg-
ar rannsóknir bendi til þess að
afnám einkasölu ríkisins á áfengi
muni leiða til aukinnar heildar-
neyslu.
Enn fremur sýni rannsóknir að
samhliða aukinni áfengisneyslu
aukist samfélagslegur kostnaður
vegna áfengistengdra vandamála.
Þetta segir Geir í pistli á vefsíðu
embættis síns vegna frumvarps
um afnám einkasölu á áfengi, sem
liggur fyrir þinginu.
Geir segir að sterkur vísinda-
legur grunnur sé fyrir virkum
aðgerðum til að draga úr skað-
legum áhrifum áfengisneyslu.
Stýring á aðgengi að áfengi sé
árangursrík leið til að takmarka
áfengisneyslu og um leið mjög
virk forvarnaraðgerð.
„Rannsóknir á takmörkun
aðgengis sýna að takmörkun
afgreiðslutíma, fjölda söludaga og
sölustaða helst í hendur við minni
neyslu og minna tjón af völdum
hennar,“ segir Geir. Þetta komi
meðal annars fram í Aðgerða-
áætlun Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar í Evrópu til að
draga úr skaðlegri notkun áfengis
2012-2020 og Heilsa 2020 þar sem
grunnur er lagður að forvarna-
starfi stofnunarinnar til ársins
2020. - jhh
Telur áfengisneyslu aukast með afnámi einkasölu:
Landlæknir á móti
breyttri áfengissölu
VARAR VIÐ Geir Gunnlaugsson segir afnám einkasölu auka neyslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LANDSPÍTALINN Mikill meirihluti
lækna er samþykkur verkfallsboðun.
MYND/VILHELM
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Eldhús- og skolvaskar
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm
11.990
Bol-604 48x43x18cm
Þykkt stáls 0,8mm
7.790
(fleiri stærðir til)
Gua 539-1 með veggstálplötu,
grind fylgir, 1mm stál
17.990
Botnventill og
vatnslásar fylgja
öllum vöskum
CR Plast skolvaskur
55x34x21cm með botn-
ventli og vatnslás
8.590
Gua-543-1 vegghengdur,
1mm stál, einnig fáanlegur
í borð kr. 17.990
18.900
Mikið úrval af blöndunartækjum.
Á MÚRBÚÐARVERÐI