Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 62
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 Í kvöld mun breski raftónlistarmað- urinn Pye Corner Audio troða upp á Paloma Bar ásamt Good Moon Deer og DEEP PEAK. „Þetta er hugmynd Martins Jenkins, sem hefur skapað einhverja áhrifaríkustu raftónlist seinni ára,“ segir Bob Cluness tón- listarblaðamaður. „Pye Corner Audio er byggt á þeirri hugmynd að tónlistin sé end- urútgáfa á gömlum snældum sem búnar voru til af dularfullum ein- staklingi sem kallaði sig The Head Technician. Martin lýsir þessu sem leið til að firra sig ábyrgð á tónlist- inni,“ segir Bob en tónlistin er undir áhrifum frá hinni nostalgísku fagur- fræði í kringum VHS-spólur. „Fólk á sjöunda og áttunda ára- tugnum hugsaði mjög mikið um framtíðina. Þetta skín í gegnum tón- list og sjónvarpsþætti áratugarins, með framsýnni raftónlist eins og Vangelis og radíó- fónískri vinnu- stofu BBC, sem gerði tónlist fyrir vísindaskáldskap eins og Dr. Who. Tilraunakennd og stórskrítin tón- list var sem sagt notuð í meginstraumssjónvarpi, slíkt þú upplifir maður ekki svo glatt í dag,“ segir Bob. Hugmynd- in í kringum Pye Corner Audio er því eiginlega hugmynd um fram- tíð sem hefði getað orðið. „Þetta hljómar eins og ef Delia Derby- shire hefði haft meiri áhrif á teknó og diskó heldur en Kraftwerk. Tón- listin skírskotar aftur til þessar- ar sérstöku tegundar módernisma sem lét sig dreyma um framtíðina og fljúgandi bíla.“ thorduringi@frettabladid.is Rísandi stjarna í raft ónlist á landinu Pye Corner Audio spilar hér um helgina. Með áhrifaríkari raft ónlist samtímans. NOSTALGÍSK FAGURFRÆÐI Pye Corner Audio er dulræn raftónlist. www.gardabaer.is Tækni- og umhverfissvið Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur vísað tillögu að deiliskipulagi 2.áfanga norðurhluta Urriðaholts til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.greinar Skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir 161-181 íbúðar- einingum í blandaðri byggð. Þar af verða um 121-141 íbúð í fjölbýli, 24 í raðhúsum, 12 í parhúsum og 4 í einbýlishúsum. Leitast er við að skapa fjölbreytni í húsgerðum og lifandi tengsl bygginga og göturýma. Hæð og fyrirkomulag húsa leitast við að taka mið af skjólmyndum eftir því sem hægt er og að solar og útsýnis njóti sem víðast. Forkynning stendur til 29.október. Meðan á forkynningu stendur er tillagan aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar, gardabaer.is og á heimasíðu Urriðaholts, urridaholt.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á því að koma með ábendingar sem verða teknar til umfjöllunar við endanlega mótun tillögunnar. Skal þeim skilað skriflega til skipulagstjóra Garðabæjar fyrir 29.október. Almennur kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 14.október kl. 16.00 í Flataskóla. Á fundunum verður tillagan kynnt, spurningum svarað og opnað fyrir umræður. Á fundinum verða einnig kynntar tillögur að breytingum á deiliskipulagi Vesturhluta Urriðaholts sem nær til Mosagötu. Skipulagsstjóri Garðabæjar URRIÐAHOLT, NORÐUR- HLUTI 2.ÁFANGI FORKYNNING DEILISKIPULAGS- TILLÖGU Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Það er platan II með Unknown Mortal Orchestra. Karin Sveinsdóttir, söngkona Young Karin FÖSTUDAGSPLATAN „Ég tók meistaramánaðartiltekt í skápnum og þetta er afrakstur þess,“ segir Margrét Erla Maack, en hún verður með fatamarkað á laugar- daginn ásamt Berglindi Pétursdóttur, sem er betur þekkt sem bloggarinn Berglind festival, Steinþóri, mann- inum hennar, og Birni Teitssyni. „Ég ætla að selja föt sem hafa verið í uppáhaldi lengi. Mikið af þessu eru föt sem ég notaði í sjónvarpinu og kominn tími á að einhver annar en ég sjáist í þeim,“ segir Margrét, en meðal þess sem hún ætlar að selja er kjóll sem hún var í á Edduverðlaun- unum 2012. „Ég verð líka með mikið af búningum og grínfötum sem ég er hætt að nota, svo allir verðandi grín- arar eru velkomnir,“ segir Margrét. „Við ætlum svo að skiptast á að plötu- snúðast og erum mikið að pæla í að skiptast á að vera búðarfólk, það gæti verið fyndið,“ segir Margrét. „Við erum bara að fara að selja ógeðslega mikið af fötum og hlutum. Við Steinþór vorum að flytja svo við erum með fullt af dóti,“ segir Berg- lind Pétursdóttir. „Það verður fullt af ónotuðum hipsterafötum, sumt enn með verðmiðanum á. Vínilplöt- ur og DVD á dúndurverði, glænýir gelluskór, loðfeldir, glimmerbuxur og gæjaleg vesti,“ segir Berglind. „Björn ætlar svo að selja allar sínar veraldlegu eigur, því hann segist aðeins hafa morgundaginn til þess að lifa fyrir og vonina um að einn dag- inn muni hann bragða franskan ost.“ Markaðurinn verður eins og áður sagði á laugardaginn á Bravó, sem er á horni Klapparstígs og Laugavegs frá klukkan 13-17. - asi Glimmerbuxur og hipsteraföt Fallegasti og gáfaðasti vinahópurinn í Reykjavík, að eigin sögn, verður með markað á Bravó á laugardag. SELUR UPPÁHALDSFÖTIN Margrét Erla Maack verður með úrval af fallegum flíkum. „Þetta er eins og pílagrímsferð fyrir mig,“ segir bandaríski leik- stjórinn Josh Fox sem staddur er hér á landi með fríðu föruneyti Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúl- unni í gær. „Ég kem aftur á hverju ári af því að þetta er stórkostleg leið til að fagna friði.“ Josh hlaut friðarverðlaunin árið 2010 fyrir heimildarmynd sína Gasland, sem fjallar um neikvæð áhrif olíubor- ana á samfélög í Bandaríkjunum og var tilnefnd til Óskarsverð- launa. Fox vinnur nú að annarri heim- ildarmynd sem fjallar um lofts- lagsbreytingar. Leikstjórinn mun sýna brot úr myndinni sinni í Bíói Paradís á morgun en hún er ennþá í vinnslu. Eftir sýninguna verða umræður. „Loftslagsbreytingar eru eitthvað sem við erum að upp- lifa alls staðar í heiminum – meiri sjávarhæð, meiri veðurhamfar- ir, súrnun sjávar og eyðilegging umhverfisins sem við stólum á. Á Íslandi er ótrúleg hefð fyrir friði og endurnýjanlegri orku þannig að það er frábær staður til að sýna verkið í vinnslu.“ Geimferðastofnun Bandaríkj- anna, NASA, segir 97% loftslags- vísindamanna sammála um að loftslagsbreytingar séu líklega af manna völdum en samt er þetta mikið deilumál í heimalandi Josh, Bandaríkjunum. „Það er olíu- og gasiðnaðurinn sem hefur verið að búa til og dreifa röngum upp- lýsingum um þetta áratugum saman. Það líkist tóbaksiðnaðin- um á þann hátt, að tóbaksfyrir- tæki neituðu áratugum saman að sígarettur yllu heilsuvandamál- um. Það sem er virkilega illt er að þessi fyrirtæki vita að sígar- ettur valda heilsuvandamálum líkt og olíu- og gasfyrirtæki vita að þau valda loftslagsbreyting- um. Strategía þeirra er að skapa efa í huga fólks.“ „Það er efinn sem lamar menn. Ef þú ert ekki viss þá læturðu ekki til skarar skríða. Við, sem teljum okkur siðmenntuð, erum viss, niðurstöðurnar eru mjög skýrar og allir vita sannleikann. En olíu- og gasiðnaðurinn reyn- ir að villa um fyrir fólki þar sem menn vilja halda í völd sín,“ segir Josh. „Þetta er mikið hættu- ástand sem við erum stödd í.“ Josh segir að heimildarmynd- ir hans séu hvatning til aðgerða. „Gasland og Gasland 2 fengu fólk til að leggjast í aðgerðir og nú eru að rísa upp hreyfingar gegn vökvabroti (e. fracking) víðs vegar um heiminn. Ég vona að nýja myndin mín geti bæði hvatt fólk til aðgerða en einnig skemmt þeim, þetta er ekki svartsýn mynd. Þetta er þunglyndislegt umræðuefni en myndin er full af von af því að hún fjallar um fólk í krísu og sýnir hvernig okkar bestu eiginleikar geta birst þegar þannig stendur á.“ thorduringi@frettabladid.is Hvatning til aðgerða Josh Fox er staddur á landinu. Sýnir brot úr nýju myndinni sinni í Bíói Paradís í kvöld. Myndin er full af von af því að hún fjallar um fólk í krísu og sýnir hvernig okkar bestu eiginleikar geta komið út í miðjunni á krísu. Josh Fox, leikstjóri. BOB CLUNESS PÍLAGRÍMSFERÐ Fox kemur á hverju ári vegna friðarverðlaunanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.