Fréttablaðið - 29.10.2014, Side 10
29. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10
HEILBRIGÐISMÁL Meðalaldur sjúkra-
liða er um 52 ár og fer ört hækk-
andi. Á þessu ári hafa 118 sjúkra-
liðar fengið starfsleyfi en menn
telja að þeir þyrftu að vera marg-
falt fleiri til að manna lausar stöður
sjúkraliða og koma í stað þeirra sem
fara á eftirlaun.
Raunar hafa heldur fleiri starfs-
leyfi verið gefin út í ár en í fyrra
þegar þau voru 97.
„Sjúkraliðar eru að eldast. Þó að
ungt fólk fái útgefin starfsleyfi sem
sjúkraliði skilar það sér ekki inn á
sjúkrastofnanirnar. Þeir ungu fara í
önnur störf og töluvert margir hafa
haldið til Noregs og starfa þar,“
segir Kristín Á. Guðmundsdóttir,
formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Það vantar sjúkraliða sem eru
yngri en 30, raunar má segja að
það vanti heilu kynslóðirnar inn á
sjúkrastofnanir sem menn telja afar
slæmt því það sé unga fólkið sem
komi með nýja þekkingu og ný við-
horf. Talið er að það verði erfitt og
kannski ógerningur að snúa þessari
þróun við og fá yngra fólk til starfa.
Kristín segir að þetta vandamál
sé ekki nýtt af nálinni. Það hafi
verið viðvarandi í mörg ár. Hún
segir erfitt að hvetja fólk til að læra
fagið á meðan laun og starfskjör séu
jafn bágborin og raun ber vitni.
„Það er gríðarlegt álag í þessu
starfi. Í sparnaðarskyni eru menn
líka stöðugt að minnka starfshlut-
fall sjúkraliða og breyta vöktun-
um. Það er stöðugt verið að krefj-
ast meira vinnuframlags,“ segir
Kristín og bætir við að sjúkraliðar
fari heim með það á tilfinningunni
að þeir hafi ekki náð að sinna starfi
sínu eins vel og þeir vilji. „Þetta
veldur því að sjúkraliðar eru margir
hverjir haldnir kvíðaröskun,“ segir
Kristín. Hún segir að stórir hópar
sjúkraliða séu komnir á örorku
vegna álags í vinnu.
„Sjúkraliðafélagið er innan
vébanda BSRB. Þeir eiga aðild að
sjúkrasjóði samtakanna. Ég tók
þátt í því að úthluta úr sjóðnum í
gær. Þrátt fyrir að sjúkraliðar séu
fámennur hópur innan BSRB fengu
þeir um helming þeirra styrkja sem
var úthlutað,“ segir Kristín og bætir
við að það segi ýmislegt um stöðuna.
johanna@frettabladid.is
Þetta
veldur því að
sjúkraliðar
eru margir
hverjir
haldnir
kvíðaröskun.
Kristín Á Guðmundsdóttir, formaður
Sjúkraliðafélags Íslands.
Lítil endurnýjun
í hópi sjúkraliða
Sjúkraliðar eldast hratt og lítil endurnýjun er í stétt þeirra. Sjúkraliðar undir
þrítugu fást ekki til starfa. Formaður Sjúkraliðafélagsins segir að margir í hennar
félagi þjáist af kvíðaröskunum. Stórir hópar sjúkraliða séu komnir á örorku.
LÍTIL ENDURNÝJUN Um þrjátíu prósent þeirra sem starfa á stofnunum fyrir
aldraða eru ófagmenntaðir. Sjúkraliðar fást ekki til starfa, stéttin eldist hratt og lítil
endurnýjun er hópi þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Ryksuguúrval
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
6.690,-
Spandy heimilisryksugan
• 1600W
• afar hljóðlát
• mikill sogkraftur > 18KPA
• Hepa filter
• margnota pokiDrive ryksuga í bílskúrinn
• 1200W
• 20 lítra
• sogkraftur > 16KPA
• fjöldi fylgihluta
7.490,-
Model-LD801
Cyclon ryksuga
Kraftmikil
9.890,-
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarfulltrúi
úr Samfylkingunni á Seltjarnar-
nesi leggur til að bæjarfulltrú-
um verði aftur greitt fyrir setu í
nefndum. Föst laun bæjarfulltrú-
anna eru 26,52 prósent af þing-
fararlaunum alþingismanna. Það
svarar til um 173 þúsund króna.
„Árið 2010 samþykkti bæjar-
stjórn þær forsendur fyrir fjár-
hagsáætlun að bæjarfulltrúar
þiggja ekki laun fyrir nefndar-
störf og hefur það verið sam-
þykkt árlega síðan,“ segir í
tillögu Guðmundar Ara Sigur-
jónssonar. „Ég skil fullvel að
bæjarstjórn hafi viljað leggja sitt
af mörkum á tímum þegar blóð-
ugur niðurskurður bitnaði á þjón-
ustu bæjarins en ég vil þó taka til
umræðu hér útfærsluna á þessum
aðgerðum og hvort ekki sé tíma-
bært, nú fjórum árum síðar, að
endurskoða hana.“
Guðmundur segir brýnt „að
stuðla að réttlátum greiðslum til
bæjarfulltrúa eftir verkefnaálagi
og auka gagnsæi út á við“. - gar
Vill réttlátari skiptingu launagreiðslna til bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi:
Fái borgað fyrir setu í nefndum
GUÐMUNDUR ARI SIGURJÓNSSON
Telur órétti að bæjarfulltrúar fái allir
sömu laun burtséð frá hversu mörgum
og hvernig nefndum þeir sitja í.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
SKATTUR Erindi skattrannsókn-
arstjóra um kaup á gögnum um
Íslendinga sem á einn eða annan
hátt tengjast skattaskjólum er enn
til skoðunar í fjármálaráðuneyt-
inu. Erindið sendi skattrannsókn-
arstjóri um miðjan september til
ráðuneytisins.
Skattrannsóknarstjóri skoð-
aði í sumar og haust sýnishorn af
gögnum sem embættinu var boðið
að kaupa. Að sögn skattrannsókn-
arstjóra gáfu sýnishornin vísbend-
ingar um skattaundanskot. - ibs
Gögn tengd skattaskjólum:
Skoða enn kaup
á leynigögnum
FÉLAGSMÁL Hafnarfjarðarbær
mátti skerða fjárhagsaðstoð til
manns sem hafnaði boði um að
taka þátt í atvinnuátaksverkefni.
Þetta er niðurstaða úrskurðar-
nefndar félagsþjónustu og hús-
næðismála. Maðurinn kærði málið
en úrskurðarnefndin segir bæinn
hafa verið í rétti. „Úrskurðurinn
eyðir því efasemdum sem komið
hafa fram um lagastoð fyrir
reglum Hafnarfjarðarbæjar,“
segir um málið á vef Sambands
íslenskra sveitarfélaga. - gar
Úrskurður Hafnarfirði í vil:
Máttu skerða
fjárhagsaðstoð
SVEITARSTJÓRNIR „Í ljósi umræðu
um vopnaburð lögreglu felur
bæjarráð bæjarstjóra að leita
skýringa og svara við því hvort
breytingar hafi orðið á þeirri
grundvallarstefnu að lögregla
skuli ekki vera búin skotvopn-
um við almenn störf sín,“ segir
í bókun sem bæjarráð Hafnar-
fjarðar samþykkti á mánudag.
Fram hefur komið að yfirvöld
telja það ekki grundvallarbreyt-
ingu á vopnabúnaði lögreglu
að hingað til lands hafa verið
fengnar 360 hríðskotabyssur frá
norska hernum á þremur árum
heldur sé um eðlilega endur nýjun
að ræða.
„Telur bæjarráð ástæðu til að
árétta þá afstöðu bæjaryfirvalda
í Hafnarfirði að ekki sé rétt að
gera breytingar á þeirri megin-
reglu nema að undangenginni
opinni umræðu í samfélaginu og
að höfðu samráði við alla hlutað-
eigandi,“ undirstrikar hins vegar
bæjarráð Hafnarfjarðar. - gar
Vilja ekki grundvallarbreytingar á vopnaburði lögreglu án umræðu:
Leita skýringa á vélbyssunum
BIÐJA UM SAM-
RÁÐ Bæjaryfir-
völd í Hafnarfirði
kalla eftir sam-
ráði ef breyta
eigi stefnu um
vopnabúnað
almennrar lög-
reglu.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
TYRKLAND, AP Vatnsflaumur hélt að minnsta kosti átján námuverkamönn-
um í sjálfheldu í kolanámu í bænum Ermenek í Tyrklandi í gær. Pípa sem
brast í námunni olli flóðinu.
Ríkisstjórinn á svæðinu sagði að um 20 aðrir verkamenn hefðu náð að
komast upp úr námuni áður en flóðið lokaði henni. Verkamennirnir átján
voru fastir meira en 300 metra ofan í jörðinni.
Unnið var að því að dæla vatni úr námunni frá þremur stöðum en
björgunarteymi höfðu engu sambandi náð við mennina í gærkvöldi. - fbj
Vatnsflóð hélt námuverkamönnum föstum í Tyrklandi:
18 menn í sjálfheldu í kolanámu
PUMPA VATNI Björgunarmenn notuðu pípur til að dæla vatni upp úr kolanámunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
EINKALÍFSMÁL Persónuvernd óskar
skýringa á því að skýrsla lögregl-
unnar um mótmæli í Reykjavík
á árunum 2008 til 2011 rataði „í
hendur óviðkomandi aðila“ með
persónugreinanlegum upplýsing-
um. Lesa má nöfn lögreglumanna
og óbreyttra borgara sem áttu að
vera yfirskyggð í þeirri útgáfu
skýrslunnar sem send var fjöl-
miðlum. Lögreglan hefur beðist
afsökunar.
Persónuvernd segist þó enn ekki
hafa fengið formlega kvörtun frá
einhverjum hinna nefndu einstak-
linga. - gar
Persónuvernd vill skýringar:
Lögregla svari
fyrir nafnaleka
KJARAMÁL Þorsteinn Víglunds-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, telur óráðlegt að
semja við lækna um tuga prósenta
launahækkun. Heimildir frétta-
stofu herma að kröfur lækna séu
um allt að 36 prósenta hækkun.
Slíkt myndi valda verulegum titr-
ingi á vinnumarkaði sem aftur
gæti orsakað verðbólgu og minni
framleiðni að sögn Þorsteins.
Hann segir að til að réttlæta
slíkt þurfi að sýna fram á að
læknar hafi með einhverjum hætti
dregist svo mikið aftur úr öðrum
stéttum hér á landi. - hh
SA leggst gegn hækkunum:
Tuga prósenta
hækkun erfið