Fréttablaðið - 29.10.2014, Síða 12
29. október 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Sparar ekki skammaryrðin
Pólitísk orðræða er stundum hörð og
stóru orðin brúkuð af afli. Hver og
einn, sem tekur þátt, velur sér hvaða
orð skal nota yfir menn og málefni.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins í
gær gerir vond lán Landsbankans að
umræðuefni og tiltekur tvo menn,
Björn Val Gíslason og Vilhjálm Þor-
steinsson. Björn Valur fær skamm-
aryrðið, eða kannski hrós kunna
einhverjir að segja, að vera nefndur
handlangari Steingríms J. Sigfús-
sonar. Vilhjálmur hins vegar fær
í leiðaranum skammaryrði sem
slær mörgu við. Hann er sagður
vera auðmaður úr Sam-
fylkingunni. Af orðunum
má merkja að fátt sé
verra en vera auðmaður
í Samfylkingunni.
Með vonda samvisku
Meira úr leiðara Morgunblaðsins
frá í gær og skrifunum um þá Björn
Val Gíslason og Vilhjálm Þorsteins-
son. Höfundur sparar sig ekki. „Þau
stjórnmálaöfl, sem þessir menn fylgja
jafnan fast, ættu auðvitað að hafa
vonda samvisku vegna hins ónýta
og stórskaðlega málatilbúnaðar, sem
viðhafður var í þessu máli. Þess utan
er hamagangur þeirra í Icesave-
málinu ekki gleymdur, né þær
firrur sem þá voru bornar á
borð, og þjóðin sjálf þurfti
að þeyta út í hafsauga
með sveiflu. Ráð úr þeirri
áttinni eru því verri en
engin.“ Trúlegast er
hægt að hafa ámóta
orð um ráð fleiri en
þeirra félaga.
Vill vita um njósnir stjórnvalda
Birgitta Jónsdóttir pírati hefur lagt
spurningar fyrir Bjarna Benedikts-
son fjármálaráðherra um opnun
sendibréfa. Birgitta vill vita hversu oft
stjórnvöld hér á landi, eða einhver í
þeirra umboði, hafa opnað sendibréf,
bæði þau sem kom að utan og eins
innanlandspóst, það er bréf sem
tengjast ekki sakamálarann-
sóknum. Eins vill Birgitta vita
hvort dómsúrskurð þurfi til
að opna bréfin. Birgitta vill
fá að vita hverjir hafa leyfi
til að opna sendibréf. Nú
styttist í að Bjarni verði
að gefa Birgittu svör við
þessum áleitnu spurn-
ingum. Hugsanlega er
hér efni í mikla umræðu.
sme@frettabladid.is
M
agnað er að lögreglan haldi skýrslur um borgarana.
Stjórnmálaskoðanir þeirra, framferði og annað sem
á að vera einkamál hvers og eins. Og ekki bætir það
stöðuna þegar samantektarskýrsla, þar sem reynt
var að hylja nöfn og númer, rennur illa gerð úr
höndum lögreglunnar og er nú öllum opin, hverjum sem vill. Þetta
mál er lögreglunni til skammar, jafnvel háðungar.
En það vakna spurningar, og
það áleitnar. Heldur lögreglan
fleiri skýrslur um okkur. Eru
enn stundaðar persónunjósnir
af yfirvöldum? Trúlega. Nýjasta
dæmið sannar það. Og hver
gætir upplýsinganna? Kannski
það sama fólk og missti úr hönd-
unum skýrslusamantekt Geirs
Jóns Þórissonar um það fólk sem var nóg boðið haustið árið 2008
og fram á vetur 2009, mætti út á götur og lét flest skoðanir sínar í
ljósi með friðsömum hætti?
Ef upplýsinganna er ekki gætt betur en þetta, eins og nú hefur
verið upplýst, hvað hefur þá gerst áður? Hafa aðrar upplýsingar
frá lögreglunni ratað hingað og þangað? Vitað er að lengi vel voru
haldnar skrár um fólk, stjórnmálaskoðanir þess og atferli. Þær
upplýsingar voru óhikað notaðar til að leggja stein í götu þeirra
sem þóttu „óheppilegir“, ekki síst vegna pólískra skoðana. Kann
að vera að hinir og þessir geti fengið upplýsingar um einn og
annan? Er treystandi á að meðferð þannig upplýsinga sé vönduð.
Ekki sanna dæmi það.
Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson skrifaði fyrir fáum
árum bók um Gunnar Thoroddsen. Enginn hefur séð ástæðu til að
mótmæla skrifum Guðna um persónunjósnir sem voru stundaðar
á valdatíma Gunnars og hvernig upplýsingarnar voru notaðar til
að draga úr möguleikum „óheppilegra“ til atvinnu og almenns
framgangs í lífinu. Nýjustu fregnir af skýrslum lögreglunnar
kveikja spurningar um hvernig þessum málum er háttað í dag. Er
njósnað um náungann?
Birgitta Jónsdóttir þingkona hefur sýnilega áhyggjur af
njósnum yfirvalda, þar sem hún vill svör við því hvernig er fylgst
með sendibréfum manna á millum. Ómögulegt er að óreyndu að
útiloka aðrar og meiri persónunjósnir en fram koma í saman-
tektarskýrslu Geirs Jóns Þórissonar um búsáhaldabyltinguna og
sennilega er eðlilegast að gera ráð fyrir að svo sé.
Bágt er að trúa að löngu áður en skýrslan, sem átti að vera
trúnaðargagn og rann svo úr höndum lögreglunnar fyrir ein-
stakan klaufahátt, hafi höfundur hennar mætt með hana og kynnt
innihald hennar í Valhöll, aðsetri Sjálfstæðisflokksins. Sé það
rétt er málið enn alvarlegra en ella. Það er ekki nokkrum manni
bjóðandi að gerð sé samantekt um hann, skoðanir hans og löglegar
gjörðir, farið sé með þær sem hluta af samkvæmisleik í völdum
hópum og síðan sé þeim lekið viljandi, eða fyrir ótrúlegan klaufa-
skap, með þeim afleiðingum að hver sem vill geti lesið samantekt
lögreglunnar um líf samborgaranna.
Embættismenn hafa illa, og umfram allt treglega, getað útskýrt
hreint ótrúlega söfnun á hríðskotabyssum. Þjóðin fylgist agndofa
með. Á sama tíma upplýsist að lögreglan stundaði, og stundar
trúlega enn, njósnir um okkur borgarana, safnar saman niður-
stöðum og reynir að varðveita. Með mjög misjöfnum árangri.
Lögreglan njósnaði og safnaði upplýsingum:
Stundar lögreglan
persónunjósnir?
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Þekkið þið dæmisögu um Ibrahim Ibn
Adham, fræga íslamska þjóðhöfðingjann
á 8. öld? Einu sinni var hann ungur kon-
ungur í Balk í Persíu. Eina nóttina þegar
hann var hálfsofandi hugsaði hann um frið
og velgengni í konungsríkinu sínu. Hann
vaknaði við eitthvert hljóð. Maður var
að labba á þakinu. „Hvað ertu að gera?“
spurði Ibrahim. „Ég er að leita að úlfald-
anaum mínum.“ „Úlfaldar fara ekki upp á
þök!“ svaraði Ibrahim. Þá sagði maðurinn:
„Þig dreymir frið og velgengni landsins
þíns í rúminu þínu, þá er ekkert að undra
þó jafnvel úlfaldi sé uppi á þakinu hjá þér.“
Frumkenningin er sú að leita að Guði
á réttum stað. Ibrahim iðraðist og leitaði
í trúarlíf. En það sem við getum lært af
þessari sögu fyrst og fremst er að ef til
vill þurfum við fara út úr þægindum hinna
hlýju rúma okkar ef við viljum ná ákveðn-
um árangri fyrir samfélag okkar.
Sem dæmi um slíkt langar okkur gjarn-
an að benda á samræðu milli Félags Hori-
zon, sem er menningarleg samtök múslíma
af tyrkneskum uppruna, og Neskirkju. Við
erum að vinna tilraunaverkefni saman en
tilgangurinn er sá að leggja af mörkum til
íslenska samfélagsins með því að skapa
jákvæða samræðu, samstöðu og umburðar-
lyndi. Umræða um íslam er mjög virk og
heit víða í heiminum og ekki síst á Íslandi.
Skoðanaskipti og sanngjörn gagnrýni
eru mikilvæg, þar sem þau eru hluti af
umræðu. En tilfinningafullar alhæfingar
eða einhliða sakfelling er árás og ofbeldi
enda slíkt hindrun í góðri umræðu. Því
miður taka margir þátt í þessum árásum
gegn múslímum hérlendis.
Að tala við múslíma eða kristinn mann
þýðir ekki að við verðum sammála öllum
sem við ræðum við. Samtal er meira um
að viðurkenna tilvist annarra og reyna að
finna sameiginleg gildi, fremur en ágrein-
ing. Það er hvorki íslam né kristni sem á
að tala saman, heldur múslímar og kristnir
menn. Við, lifandi manneskjur, eigum að
tala saman. Að sjálfsögðu á samtalið ekki
að takmarkast milli múslíma og kristinna,
heldur á það að vera opið fyrir öllum.
Að lokum, það eru ekki örlög sem leiða
samfélag okkar í framtíð. Það erum líka
við sjálf, lifandi manneskjur, sem ákveða í
hvaða átt eigi að fara. Hvorn veginn eigum
við velja: veg sem leiðir okkur til haturs
og sundrungar eða veg sem leiðir okkur til
samvista og friðar?
Valkostur til samtals og friðar
SAMFÉLAG
Ersan Koyuncu
formaður Félags
Horizon
Toshiki Toma
prestur innfl ytjenda
➜ Samtal er meira um að viður-
kenna tilvist annarra og reyna að
fi nna sameiginleg gildi, fremur en
ágreining.