Fréttablaðið - 29.10.2014, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. október 2014 | SKOÐUN | 13
Þegar ég stundaði nám
í lögregluskólanum fór
fram eina þjálfun mín í
skotvopnum og var hún í
mýflugumynd. Síðan eru
liðin ellefu ár og ég er full-
viss um að ég treysti mér
ekki til að skjóta úr Glock
eða hríðskotariffli. Ég er
ekki einu sinni með skot-
vopnaleyfi!
Ég hef, sem betur fer, í
starfi mínu sem lögreglu-
kona aldrei verið í aðstæðum þar
sem ég óttast um líf mitt. Þó hef
ég lent í átökum, sinnt ölvuðu og
vímuðu fólki, unnið að rannsókn
morðmála og alvarlegra ofbeldis-
glæpa og svo framvegis. Ég hef
starfað faglega, treyst á hyggju-
vitið, haft traust á „félögunum“
og vitað að í sérsveitinni eru vel
þjálfaðir lögreglumenn, sem geta
farið vopnaðir í aðstæður sem
þess krefjast. Umræðan um auk-
inn vopnaburð lögreglumanna kom
mér því í opna skjöldu. Auðvitað
hefur þetta verið rætt á kaffistof-
um lögreglustöðvarinnar í gegn-
um tíðina og sitt sýnist hverjum
en aldrei hefur umræðan verið á
alvarlegum nótum og aldrei áður
hef ég átt á hættu að taka líf!
Röng umræða
Að mínu mati er þetta röng umræða
um öryggi lögreglumanna og þjóð-
arinnar. Rökstuðningurinn með
vopnum hefur meðal annars verið
sá að víða eru lögreglumenn fáir,
jafnvel einir að störfum, og langt
í aðstoð. Aðrir hafa rætt um aukna
hörku í undirheimunum, mikla
vopnaeign Íslendinga og svo fram-
vegis. Allt eru þetta rök, en ekki
með aukinni vopnavæðingu heldur
með eflingu á lögreglunni. Marg-
ar rannsóknir sýna nefnilega fram
á það að öryggi eykst ekki með
vopnaburði lögreglumanna heldur
þvert á móti. Í stað þess að ræða
um vopnavæðingu mætti ræða á
alvarlegum nótum um fjölgun lög-
reglumanna en þeim hefur fækk-
að töluvert eftir hrun og eru langt
undir þeim viðmiðum sem eðlilegt
getur talist. Fámenn lögreglulið og
jafnvel staðir þar sem aðeins einn
lögreglumaður er að störfum segir
sig sjálft að auki hvorki né tryggi
öryggi almennings.
Þá hafa atvik á undanförnum
árum sýnt fram á það að lögreglan
er of fámenn, t.d. þegar björgunar-
sveitamenn voru kallaðir út til að
leita hættulegs strokufanga. Það
segir sig sjálft að með því að fjölga
lögreglumönnum eykst öryggistil-
finning þeirra sjálfra. Samhliða
þessu mætti fjölga sérsveitarmönn-
um (til dæmis með því að
leyfa konum að ganga í
sveitina) og staðsetja þá
víðsvegar um landið. Með
þeim hætti væri hægt
að tryggja aðkomu vopn-
aðra lögreglumanna þegar
aðstæður krefjast slíks.
Barn síns tíma
Þessu til viðbótar er mikil-
vægt að auka menntun og
þjálfun lögreglumanna en
það mundi jafnframt auka örygg-
iskennd þeirra. Flestir vita að lög-
regluskólinn er barn síns tíma en
færri vita að endur- eða símennt-
un lögreglumanna er lítil. Her-
bragurinn á námi lögreglumanns-
ins þarf að víkja fyrir húmanískri
nálgun en betri samskiptahæfni
og þekking í sáttarmiðlun gæti
nýst vel og leitt að betri niður-
stöðu en beiting vopna. Þá þurfa
laun lögreglumanna að hækka
til að tryggja að gott fólk haldist
í lögreglunni og vilji ganga í lög-
regluna. Lögreglan sinnir mikil-
vægri samfélagslegri þjónustu
og lögreglumenn víkja sér ekki
undan því að starfa við alls kyns
aðstæður á öllum tímum sólar-
hringsins og það ætti að skila sér
í launaumslagið.
Þegar vopnahugmyndir eru
skoðaðar með þessum gagnrökum
má sjá að málið snýst um það að
lögreglan er of fáliðuð og of lítið
þjálfuð. Því hrýs mér hugur ef
stjórnvöld og yfirmenn lögreglu
sjá það sem hagræðingu að vopna-
væða lögregluna í stað þess að efla
hana fjárhagslega, auka menntun
og þjálfun og fjölga lögreglumönn-
um. Yfirmenn lögreglunnar geta
ekki farið gegn straumnum og
vopnað lögreglumenn þvert á skoð-
anir almennings. Stundum er talað
um gjá á milli þings og þjóðar, nú
skulum við passa að ekki verði til
gjá á milli lögreglu og þjóðar.
Fleiri löggur – færri byssur
LÖGGÆSLA
Eyrún
Eyþórsdóttir
lögreglukona
➜ Í stað þess að ræða um
vopnavæðingu mætti ræða
á alvarlegum nótum um
fjölgun lögreglumanna en
þeim hefur fækkað töluvert
eftir hrun og eru langt undir
þeim viðmiðum sem eðlileg
geta talist.
Útistöður Margrétar
Margrét tekur við þar
sem Össur lét staðar
numið og býður okkur
í raun lóðbeint ofan í
óhreinatauskörfuna.
Hér er allt morandi í
frásögnum af einkasamskiptum og
ýmsum einkamálum nafngreinds
fólks. Ekki misskilja mig; stjórn-
málafræðingurinn er vitaskuld
ánægður með upplýsingarnar en ég
gæti vel trúað að samstarfsfólk úr
pólitíkinni sé kannski soldið hugsi
yfir því hvar draga skuli mörkin um
trúnað einkasamskipta, jafnt innan
og ekki síður þvert á flokkslínur.
Þetta er ekki síst klofningssaga
ýmissa einkennilegra smáhópa
sem sumir hverfðust eiginlega bara
um einstaka persónur. Svo rammt
kveður að þessu í lýsingu bókar-
innar að á endanum klauf Lilja
Mósesdóttir sig frá sjálfri sér.
Alvarlegra er þó að lesa um það
sem virðist fjármálamisferli ýmissa
makráðugra lukkutrölla sem eiga
að hafa gengið um opinbert fé
Borgarahreyfingarinnar sem sitt
einkagóss eftir að þingmennirnir
hrökkluðust þaðan– ef marka má
skrif Margrétar er þar efni í lög-
reglurannsókn.
http://www.dv.is/blogg
Eiríkur Bergmann
AF NETINU
Magnús Lyngdal Magnússon kynnir óperuna Don Carlo
í Hörpuhorninu kl. 19.15 öll sýningarkvöld
– aðgangur ókeypis í boði Vinafélags Íslensku óperunnar.
– RÖP, Mbl.
Glæsileg uppfærsla
– Jónas Sen, Fbl.
Fimmstjörnu-kvöld í Íslensku óperunni.
Hver stórsöngvarinn toppar annan í
glæsilegri og þaulunninni sviðsetningu.
Kristinn rís bókstaflega í
shakespearskar hæðir í nístandi og
hrollvekjandi túlkun sinni …
– Jón Viðar Jónsson
Stórviðburður í íslensku menningarlífi … Stórkostleg sýning
– Óðinn Jónsson, RÚV
Kristinn söng svo vel að jöklar bráðnuðu
– Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is
Hitti mig í hjartastað
– Bergþór Pálsson, óperusöngvari
Hrein unun!
– Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri hjá Rvk.
Gaman að sjá stjörnu fæðast …
– Magnús Ragnarsson, kórstjóri
Var að koma af flottustu óperusýningu sem ég hef séð á Íslandi
– Hildigunnur Rúnarsdóttir, tónskáld
Ég fór í Óperuna. Það var geggjað. Drífið ykkur.
– Sigríður Thorlacius, söngkona
Giuseppe Verdi
www.opera.is
1. nóvember kl. 20 - örfá sæti laus
8. nóvember kl. 20 - örfá sæti laus
15. nóvember kl. 20 - allra síðasta sýning
Miðasala í Hörpu og á harpa.is
Miðasölusími 528 5050
Aukasýning 15. nóvember kl. 20
ALLRA SÍÐASTA SÝNING