Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2014, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 29.10.2014, Qupperneq 26
Ferðir MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512-5446, jonatan@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Menningartengd ferðaþjón-usta hefur vaxið jafnt og þétt undanfarna áratugi og er stór hluti af þeirri ferðaþjón- ustu sem boðið er upp á í heimin- um í dag. Einn þeirra Íslendinga sem flétta iðulega saman ferða- lögum og menningu er Selma Guð- mundsdóttir, aðjúnkt við tónlist- ardeild Listaháskóla Íslands, sem hefur á undanförnum árum sótt ýmsar óperuhátíðir og óperuhús í Evrópu og Bandaríkjunum. Meðal viðkomustaða Selmu undanfarin ár má nefna Metropolitan-óper- una í New York, Parísaróperuna, Wagner-hátíðina í Bayreuth, Bæ- versku ríkisóperuna í München, Rossini-óperuna í Pesaro á Ít- alíu og svo óperuhúsin í Berlín. „Það er afar skemmtilegt að sam- eina ferðalög til heillandi staða og heimsóknir í óperuhús. Eink- um getur verið gaman að gera það í góðum hópi samferðamanna því fátt er skemmtilegra en að stinga saman nefjum eftir sýningar og bera saman upplifunina yfir góðri máltíð.“ Meðal verka sem Selma hefur séð undanfarið er hluti af tíma- mótauppsetningu á Nif lunga- hringnum eftir Wagner í Metropol- itan-óperunni árið 2012. Ári síðar sá hún Niflungahringinn aftur í München með félögum sínum í Wagnerfélaginu og skömmu síðar Parsifal í München. Í Parísaróper- unni síðasta vor sá hún heillandi uppfærslu á Tristan og Isolde eftir Wagner auk óperunnar I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini. Í Berl- ín hefur hún séð Tristan og Isolde þar sem Kristinn Sigmundsson söng König Marke með glæsibrag. Í sömu borg sá hún Meistarsöngv- arana og Lé konung þar sem Tómas Tómasson fór á kostum, sem Sachs í Meistarasöngvurunum og í titil- hlutverki Lés konungs eftir Þjóð- verjann Aribert Reimann. Í sumar heimsótti Selma í fyrsta sinn hina árlegu Rossini-hátíð sem hald- in er í Pesaro á Ítalíu í yndislegu litlu óperuhúsi auk þess sem hún hefur sótt óperuhátíðina í Verona sem haldin er utandyra. Þá er enn eftir að telja Wagnerhátíðina í Bay- reuth sem er haldin hvert sumar en þangað ferðast hún nær árlega. Opin fyrir öllu Ef Selma ætti að nefna eitthvað sem stendur upp úr á ferðum sínum undanfarin ár nefnir hún óperu- húsið í Bayreuth í Þýskalandi sem er eitt fullkomnasta óperuhús heims enda með óviðjafnanleg- um hljómburði. „Richard Wagn- er hannaði það sjálfur og reisti. Hann hafði m.a. hljómsveit í hús- inu í byggingarferlinu sem tryggði þennan einstaka hljómburð sem tekur öllu fram.“ Þótt óperur hafi löngum verið í forgrunni ferðalaga Selmu reynir hún stöðugt að vera opin fyrir öllu því sem viðkomustaðirnir hafa upp á að bjóða. „Metropolitan-óperan í New York er til að mynda skemmti- lega staðsett rétt við Central Park. Ég fer alltaf að minningarreitnum um John Lennon í garðinum og svo er þar yndislegur veitingastað- ur þar sem gaman er að snæða eftir góðan göngutúr í garðinum. Fjöl- mörg söfn eru í New York og hef ég sérstakt dálæti á Frick Collection.“ Þegar óperuhátíðin í München er haldin í júlí eru allar dásemd- ir Bæjaralands innan seilingar að sögn Selmu. „Þar má finna vötn til að synda í og Alparnir bjóða upp á gönguferðir. Svo er ótrúlega heillandi að gera sér ferðir og skoða hallir Lúðvíks 2. sem hann reisti í Neuschwanstein, Linderhof og við Chiemsee.“ Í Berlín er einnig mikið af bæði söfnum og veitingastöðum. „Í sér- stöku uppáhaldi hjá mér er Bók- menntahúsið, Haus der Literatur, í fallegum garði við Fasanenstrasse. Þar er frábært kaffihús og matsala og mjög fín bókabúð í kjallaran- um.“ Það er þétt dagskrá fram undan hjá Selmu næstu mánuði. Í nóvember fer hún til Vínarborg- ar þar sem hún sér tvær uppsetn- ingar. Þaðan verður haldið til Fen- eyja á aðrar tvær. „Einnig mun ég sjá uppfærslu á Niflungahringn- um í þýsku borginni Dessau í maí á næsta ári auk þess sem ég mun eyða nokkrum dögum á óperuhá- tíðinni í München í júlí á næsta ári þar sem er mikið úrval af óperum í boði og mjög hár standard í flutn- ingi.“ Heillandi heimur óperunnar Það færist sífellt í vöxt að ferðamenn blandi menningarviðburðum saman við ferðalögin. Margir óperuunnendur fjölmenna til Evrópu þar sem fjölmargar óperuhátíðir eru haldnar ár hvert auk þess sem óperuhúsin sýna mikið úrval ópera allt árið um kring. Selma með Selmu Láru dóttur sinni við Wagner-leikhúsið í Bayreuth árið 2004. MYND/ÚR EINKASAFNI Skemmtigarðurinn Walt Disney World tilkynnti á dögunum að reisa ætti sérstakan Frosin-garð í Disney World á Flórída. Reiknað er með að ísi lagður ævintýraheimur norsku systranna úr Frosin opni formlega snemma árs 2016. Þaðan í frá geta gest- ir Disney World gengið inn í konungsríkið Arendelle til að endur- upplifa og taka þátt í eftirlætisatriðunum sínum við ómþýða og margverðlaunaða tónlistina úr Frosin. Vitaskuld fá þeir konung- legar móttökur Elsu og Önnu og allt um kring skottast persónur úr vinsælasta ævintýri Disney til þessa. Óþreyjufullir hafa úr nógu að moða í millitíðinni. Þannig taka Elsa drottning, Anna prinsessa, Kristján og sólskinselskandi snjó- karlinn Ólafur þátt í jólaskrúðgöngu Mikka Músar og Elsa breyt- ir kastala Öskubusku í glitrandi íshöll sína á hverju kvöldi á kom- andi aðventu, yfir jól og áramót. Ævintýraveröld Frosin verður á sama stað og Maelstrom hefur verið í Escot, svæði sem helgað hefur verið sögu víkinga frá því á níunda áratugnum í Disney World. Það hefur valdið aðdáend- um víkingasagna vonbrigðum en Disney lofar að Maelstrom verði opnað aftur á nýjum stað árið 2016. Frosin í Disney World Það stenst þær enginn; norsku prinsessurnar og systurnar úr teiknimyndinni Frosin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.