Fréttablaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 27
SVANURINN
MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Kynningarblað
Nú þarf 25 prósent minna af þvottaefni í eina vél en notandinn fær nákvæm-
lega sömu góðu virkni og áður.
Búið er að þjappa öllum tegund-
um af Neutral-þvottadufti enn
meira saman og því er það orðið
enn þá umhverfisvænna en það
var áður,“ útskýrir Guðrún Hún-
fjörð, vörumerkjastjóri Neutral á
Íslandi.
Minni umbúðir spara orku
„Einnig er búið er að minnka
umbúðirnar en svipaður fjöldi
þvotta fæst út úr pakkanum og
áður. Með því að minnka um-
búðirnar sparast orkunotk-
un, bæði í framleiðslu- og flutn-
ingsferlinu, færri vörubíla og
skip þarf til að flytja jafnmarga
þvottaskammta og minni um-
búðir draga einnig úr úrgangi,“
segir Guðrún og bendir á að
minni skammtar í hverja vél
þýði einnig að minna skolast út
í umhverfið með þvottavatn-
inu. Þá þurfi neytandinn ekki
að bera eins mikið heim úr búð-
inni og spari pláss í þvottahús-
inu án þess þó að þurfa að kaupa
þvottaefni oftar.
Enn þá minni skammtar með
Compact-vörunum
„Neutral Compact-vörunum
hefur verið þjappað enn meira
saman og því þarf margfalt
minna af því þvottaefni í hvern
þvott. Neutral Compact er fram-
leitt bæði fyrir litaðan þvott og
hvítan. Það er Svansmerkt, sem
staðfestir að það uppfyllir allar
kröfur um umhverfisvænstu vör-
urnar í flokknum.“
Þvegið við lægra hitastig
„Allt þvottaefni frá Neutral,
bæði fljótandi og duft, inniheld-
ur ensím sem lyfta blettunum
frá efninu sem gerir það að verk-
um að þvotturinn verður hreinn
við lægra hitastig en ella. Það fer
betur með fatnaðinn að þvo við
lægra hitastig og sparar að sjálf-
sögðu orku sem hefur jákvæð
áhrif á umhverfið.“
Strangar gæðakröfur
Guðrún segir markmið Neutral
að gera vörurnar eins umhverf-
isvænar og hægt er, án þess að
slaka á þeim ströngu kröfum sem
fyrirtækið sjálft geri um gæði og
ofnæmisprófanir.
„Við leitumst stöðugt við að
búa til betri vöru sem neytand-
inn getur notað án þess að hafa
áhyggjur af því að skaða um-
hverfið eða auka hættu á ofnæmi
í fjölskyldunni.“
Neutral-þvottaefni er nú enn
umhverfisvænna en áður
Neutral-þvottaduft er orðið enn umhverfisvænna en áður eftir breytingar sem gerðar hafa verið á því, nú þarf fjórðungi minna af
þvottaefni í hverja vél. Markmið Neutral er að gera vörurnar eins umhverfisvænar og hægt er án þess að slaka á gæðakröfum.
Neutral Compact fyrir litaðan þvott hreinsar burt
blettina án þess að litirnir dofni.
Neutral Compact fyrir hvítan þvott heldur hvítum og
ljósum þvotti björtum og hreinum.
Neutral Storvask er gott
þvottaefni fyrir allan þvott.
Guðrún Húnfjörð, vörumerkjastjóri
Neutral á Íslandi, segir Neutral í stöðugri
vöruþróun.
MYND/ERNIR
Við leitumst
stöðugt við að
búa til betri vöru sem
neytandinn getur notað
án þess að hafa áhyggjur
af því að skaða
umhverfið eða auka
hættu á ofnæmi í
fjölskyldunni.