Fréttablaðið - 29.10.2014, Side 36
| 8 29. október 2014 | miðvikudagur
„Við Hildur höfum unnum náið
saman í nokkur ár hjá Bakkavör. Það
sem einkennir hana er hvað hún er
fær í sínu starfi, traust, fylgin sér og
mikill dugnaðarforkur. Hún hefur náð
miklum árangri í viðskiptalífinu, ekki síst
í tengslum við alþjóðlega uppbyggingu Bakkavarar þar
sem hún var í lykilhlutverki í tíu ár. En Hildur er hógvær,
býr yfir einstöku jafnaðargeði og lætur verkin tala. Hún
er klár, nákvæm og það toppa hana fáir þegar kemur að
skipulagshæfileikum. Það skemmtilega við Hildi er að í
henni býr ævintýramanneskja sem vílar ekkert fyrir sér
– en það sem stendur upp úr er frábær samstarfsmaður
og heilsteypt manneskja með stórt hjarta.“
Ásdís Pétursdóttir,
sviðsstjóri samskiptasviðs hjá Actavis
„Hildur er mjög skipulögð og ég held
að það séu fleiri klukkustundir í sólar-
hringnum hjá henni en flestum öðrum.
Hún áorkar mjög miklu, fylgist ótrúlega
vel með á öllum sviðum ásamt því að
stunda áhugamálin af miklum krafti. Ef
það er ekki nóg að gera hjá henni þá ræðst hún bara
á allt það sem hægt er að skipuleggja betur. Hún er
frábær vinkona sem gott er að eiga að. Hún er mjög
heilsteyptur persónuleiki og talar ekki af sér. Það er því
mjög gott að leita til hennar þegar eitthvað er. Hún er
töffari. Það tekur nokkurn tíma að kynnast henni þannig
að hún hleypi að sér en þegar þangað er komið þá er
maður aldrei einn.“
Guðlaug Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri fjármála Landsnets
„Þetta er fjármögnun bankans og
stýring á þessum ójöfnuði hans
sem er verðtryggingarjöfnuður,
gjaldeyrisjöfnuður og síðan lausa-
fjárstýring,“ segir Hildur Árna-
dóttir þegar hún er beðin um að
útskýra hvað felst í starfi hennar
sem forstöðumaður Fjárstýringar
Íslandsbanka.
„Fjárstýringin tengist öllum
þáttum í starfsemi bankans og
núna er í fullum gangi áætlana-
gerð fyrir næstu fimm ár. Það
þarf víst að fjármagna bankann
og samhæfa inn- og útlán,“ segir
Hildur og hlær.
Hildur var ráðin til Íslands-
banka í byrjun október en hún
starfaði áður hjá Bakkavör
Group. Hún er viðskiptafræðing-
ur frá Háskóla Íslands, útskrifað-
ist þaðan 1991, og löggiltur endur-
skoðandi.
„Eftir nám vann ég hjá KPMG
sem endurskoðandi og einn af eig-
endum félagsins allt til ársins 2004
þegar ég færði mig yfi r til Bakka-
varar,“ segir Hildur.
Hún starfaði sem fjármálastjóri
Bakkavarar til ársins 2008. Þá fór
hún að vinna sem stjórnarmað-
ur í fullu starfi og sat til ársins
2010 í stjórnum fyrirtækja á borð
við Skipti, Lýsingu, Bakkavör og
Exista. Eftir það gerðist hún inn-
anhússráðgjafi hjá Bakkavör þar
sem hún sinnti aðallega endurfjár-
mögnun samstæðunnar.
„Að fara yfi r til Íslandsbanka er
talsverð breyting því ég hef síð-
ustu tíu ár unnið hjá framleiðslu-
fyrirtæki sem þurfti á fjármögn-
un að halda. Nú er ég hinum megin
við borðið og þarf nú að fara að
velta þeim þætti fyrir mér.“
Hildur er gift Ragnari Þ. Guð-
geirssyni, ráðgjafa og stjórnar-
formanni ráðgjafafyrirtækisins
Expectus. Þau eiga tvö börn, 17
og 21 árs, og einn hund af Border
Collie-kyni.
„Á sumrin fer frítíminn aðallega
í golf en ég er í kvennahópi í golfi
sem heitir Vippurnar og í parahópi
sem heitir Kollan,“ segir Hildur
þegar hún er spurð um áhugamál.
„Svo fi nnst mér gaman að lesa
góðar bækur og fara í göngur. Ég
fer í eina fjögurra daga gönguferð
á ári með hóp sem heitir Krumma-
fætur og hefur gengið saman í
allavega fi mmtán ár en ég hef verið
í honum í fi mm ár. Einnig var ég á
tímabili mjög virk í veiðistússi en
ég hef þó verið latari við það und-
anfarin ár. Að lokum fer ég mikið
á skíði en ég fór með vinahópnum
í skemmtilega ferð til Colorado í
Bandaríkjunum í janúar.“
Spilar golf á sumrin með Vippunum
Hildur Árnadóttir var nýverið ráðin forstöðumaður Fjárstýringar Íslandsbanka en starfaði áður hjá Bakkavör
Group. Hún er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Vann um tíma sem stjórnarmaður í fullu starfi.
NÁKVÆM OG HEILSTEYPT
Á NÝJUM STAÐ Hildur
ber meðal annars
ábyrgð á lausafjárstýr-
ingu og innlendri og
erlendri fjármögnun
Íslandsbanka.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Að fara yfir til
Íslandsbanka
er talsverð breyting
því ég hef síðustu tíu
ár unnið hjá fram-
leiðslufyrirtæki sem
þurfti á fjármögnun
að halda. Nú er ég
hinum megin við
borðið.
SVIPMYND
Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is
Skúli Mogensen kom eins og
stormsveipur inn í íslenskt
efnahagslíf eftir hrun. Hann
var meðal fjárfesta sem komu
að endurreistum MP banka
þar sem hann fer enn með 9,9
prósenta hlut í gegnum eignar-
haldsfélagið Títan B. ehf. og
þá er Títan Fjárfestingarfélag
ehf., sem er að fullu í hans eigu,
eigandi alls hlutafjár í Wow Air.
Fyrirtækið er stórhuga þrátt
fyrir að hafa tapað miklu fé á
síðustu árum og tilkynnti á dög-
unum um beint áætlunarfl ug til
Boston í Bandaríkjunum frá og
með 27. mars á næsta ári og til
Washington D.C. frá og með 4.
júní. Skúli er gestur í nýjasta
þætti Klinksins sem má nálgast
á forsíðu Vísis.
SKÚLI MOGENSEN
„Einhver
dýrasti
skóli sem
þú getur
farið í“
Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Viðtalið við Skúla Mogensen er
hægt að sjá í þættinum
Klinkinu á www.visir.is.
Þú tekur fljótlega sjálfur
við sem forstjóri Wow Air
árið 2012. Veistu alveg
hvað þú ert að gera?
„Ég tel mig vita það í dag en ég
skal fúslega játa að við vissum
það ekki þegar við fórum af
stað. Við gerðum okkur ekki
grein fyrir því hvað það er
raunverulega að vera með lág-
gjaldaflugfélag. Þegar við fórum
af stað vorum við ekki með
neinn fókus á hliðartekjur. Við
vorum í of miklum mæli að selja
í gegnum þriðja aðila og vorum
ekki búin að fjárfesta í tækni- og
netmálum. Það hafa verið gerð
fullt af mistökum í fyrsta fasa
þessa félags.“
Fórstu þetta þá bara á hnefanum og reynslunni eða
þurfti þú að fara í sjálfsmenntun í rekstri flugfélaga og
hvernig gerir maður það?
„Það hafa margir sagt að þetta sé einhver dýrasti skóli sem þú getur
farið í. Það má ekki gleyma því að það hefur enginn gert þetta,
eins og við erum að gera þetta, áður á Íslandi. Það hefur aldrei
verið raunverulegt lággjaldaflugfélag starfrækt á Íslandi. Fólk sem
hefur reynslu á Íslandi kemur í raun úr gamla skólanum. Iceland
Express var ekki lággjaldaflugfélag, alls ekki. Ég hef farið mjög mikið
erlendis og verið meira og minna þar oft á tíðum. Hitt marga koll-
ega og reynt að læra.“
Hvar liggja tækifærin fyrir
ykkur að keppa við Ice-
landair í flugi til Banda-
ríkjanna?
„Það hefur ríkt einokun í flugi til
og frá Norður-Ameríku í fjölda
ára á meðan það er mjög mikil
samkeppni í flugi til Evrópu.
Við erum mjög spennt að geta
boðið upp á ódýr fargjöld til
Bandaríkjanna og byrjum á
þessum tveimur stöðum. Þetta
eru þekktir staðir fyrir Íslendinga
og Ísland er vel kynnt þarna.
Miðað við móttökurnar sem við
fengum þá ætlum við okkur að
halda áfram að vaxa Bandaríkja-
megin.“
Hvernig getið þið
boðið svona ódýrar
flugferðir til Banda-
ríkjanna?
„Helsta ástæðan er sú að
við erum með nýrri og
mun sparneytnari flugvélar.
Olíukostnaður er einn
þriðji af rekstrarkostnaði
flugfélaga. Við erum
með litla yfirbyggingu,
eingöngu þessa skrifstofu
á Íslandi og enga skrifstofu
og starfsfólk úti í heimi.
Við seljum allt í gegnum
okkar eigin vefsíður,
milliliðalaust, það er mikill
sparnaður í því. Þá er eng-
inn fjármagnskostnaður á
félaginu.“
Tap Wow Air hefur frá stofnun numið 1.304 millj-
ónum króna og þú hefur lagt félaginu til samtals
1.807 milljónir króna í gegnum Títan. Þetta lítur ekki
sérstaklega vel út?
„Það fer eftir því hver rýnir í tölurnar. Mér finnst þetta reyndar
líta mjög vel út og miðað við umfang félagsins þá er þetta
ekki mikil fjárfesting. Ef þú setur þetta í samhengi við skráð
félög á Íslandi þá er velta Wow Air í ár í kringum 11 milljarðar
króna. Við áætlum að vaxa 50-60 prósent á næsta ári. Meðal-
vöxtur í úrvalsvísitölunni er í kringum 3-4 prósent. Við erum
með jákvæða afkomu á þriðja ársfjórðungi og ég reikna með
jákvæðri afkomu á seinni hluta þessa árs. Það er fullkomlega
eðlilegt við uppbyggingu flugfélags að það þarfnist fjárfestingar.
Ég ætla mér að halda áfram að fjárfesta í félaginu.“