Fréttablaðið - 29.10.2014, Page 38

Fréttablaðið - 29.10.2014, Page 38
 | 10 29. október 2014 | miðvikudagur S já má á lofti ýmis teikn um að sá hugsunarháttur sem var áberandi fyrir hrun bankakerfisins sé enn landlægur á fjármálamarkaði. Allir stóru viðskiptabankarnir, Landsbank- inn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa virkjað starfskjarastefnur sem heimila greiðslu kaup- auka (bónusa) ofan á hefðbundin laun. Á árinu 2012 og á síðasta ári greiddu bankarnir starfsmönnum sínum árang- urstengdar greiðslur í formi kaupauka, kaupréttar og arðs í mun meiri mæli en sést hefur frá hruni. Kaupréttur í stórum skömmtum hefur viðlíka áhrif á hegðun stjórnenda og lán til kaupa á hlutabréfum með lítilli eða engri persónulegri ábyrgð. Þá ýta þeir undir áhættusækni í fjármálafyrirtækjum, eins og rakið er í 10. kafla í 3. bindi skýrslu RNA um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Það er augljóst að stjórnir stóru bankanna þriggja, sem voru endurreistir í sömu mynd og fyrir hrun, bara tíu sinnum minni, hafa ekki lesið skýrslu RNA því þar kemur fram að svigrúm til árangurstengingar launa banka- manna sé að jafnaði talið minna en t.d. framleiðslufyrirtækja vegna þeirrar þjónustu sem bankar veita áhættufælnum viðskiptavinum. Í þessum efnum er t.d. almennt við- urkennt að laun æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna ættu að vera að stærstum hluta föst laun og taka minna mið af rekstrarárangri eftir því sem skuldsetning eykst. Þetta á ekki síst við um banka. Rekstur stóru bankanna þriggja er kannski ekki jafn traustur og ætla mætti þótt eigið fé þeirra sé sterkt. Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, kemur fram að sam- antekið námu tekjur stóru bank- anna þriggja vegna uppfærslu útlána, sölu og uppfærslu stærstu eignarhluta í félögum og aflagðri starfsemi um 37 milljörðum króna eða 80% af hagnaði tímabilsins. Þetta þýðir að grunnrekstur þessara banka stóð aðeins undir 20% af hagnaðinum. Starfsfólk Seðlabankans hefur af þessu áhyggjur og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmda- stjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði í við- tali við Stöð 2 þegar ritið var kynnt að þetta gæfi Seðla- bankanum tilefni til að fylgjast betur með grunnrekstri bankanna. Þetta vekur mann til umhugsunar um hverjir það séu sem hafa hvata til að hagnaður bankanna á pappír sé sem mestur? Getur verið að það séu þeir starfsmenn sem hafa starfskjör sín að einhverju leyti samtvinnuð við afkomu bankanna? Má það vera? Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður bankanna og jókst hann um 800 milljónir króna á fyrstu sex mánuð- um ársins samanborið við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Þegar tekjublöð eru skoðuð sést að starfsfólk bankanna er með hæst launuðu stéttum landsins. Hvers vegna? Bankar eiga að vera bakhjarlar og þjónustu- aðilar við raunverulega verðmætasköpun. Þeir sem stýra fyrirtækjum sem skapa raunveruleg verðmæti ættu að hafa hæstu launin. Það er engin raunveruleg verðmætasköpun í bönkum og því er æskilegt að hagnaður banka sé lítill hluti heildar- hagnaðar fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki sjálfbær staða að bankar eigi stærstan hluta hagnaðarins. Þá er enn meira áhyggjuefni að laun starfsmanna bank- anna séu tengd við þessa afkomu sem er kannski ekki jafn góð og ætla mætti á pappírnum. Hvað höfum við lært? Það er aug- ljóst að stjórnir stóru bankanna þriggja hafa ekki lesið skýrslu RNA. Markaðshornið Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@stod2.is Bandarísk löggjöf gildir á Íslandi Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte Hin hliðin Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og regl- ur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA-lög (e. For- eign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögu- legum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkj- anna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við Bandaríkin Fyrst má nefna að önnur ríki, þ.m.t. Ísland, verða að semja sérstaklega við Bandaríkin til að koma í veg fyrir að enn meiri skyldur hvíli á íslenskum fjármálastofnunum en fjár- málastofnunum þeirra landa sem samið hafa við Bandaríkin. Og til hvers er leik- urinn gerður? Jú, bandarísk skattyfir- völd ætla að láta aðra, m.a. íslenska banka, finna skatttekjur fyrir sig með tilheyrandi kostnaði í stað þess að gera það sjálfir. Ef ríkin komast að sam- komulagi má búast við því að íslensk- ar fjármálastofnanir þurfi einu sinni á ári að senda sérstaka FATCA- skýrslu til ríkisskattstjóra þar sem upplýst er um stöðu bandarískara skattgreiðenda, bæði einstaklinga og lögaðila, hjá viðkomandi fjár- málastofnun. Ef hins vegar næst ekki að semja fyrir næstu áramót þá ber þessum fjármála- stofnunum að upplýsa IRS beint um þessar inneignir á þeim skýrslueyðublöðum sem er að finna hjá IRS. Auk þess sem á íslenskum fjármálastofnunum hvíla enn ríkari skyldur ef ekki er fyrir hendi samningur við Bandaríkin. Hvað gerist ef ekki er farið eftir lögunum Ef fjármálastofnun fer ekki eftir þessum lögum munu bandarísk skattyfirvöld leggja 30% skatt á allar greiðslur sem viðkomandi fjármálastofn- un og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkj- unum. Einhver kann að segja að þetta geti ekki verið enda hafi Ísland gert tvísköttunarsamn- ing við Bandaríkin og að hann hljóti að gilda. Þannig er nú samt í pottinn búið að sá samn- ingur skiptir engu máli, a.m.k. séð frá Banda- ríkjunum. Ljóst er að umrædd lög leggja óvenjumikl- ar kvaðir á fjármálastofnanir um allan heim, með tilheyrandi kostnaði sem að sjálfsögðu verður mun þyngri fyrir minni fjármálastofn- anir, sem á frekar við á Íslandi vegna smæðar landsins. Umfjöllun þessi er langt í frá tæmandi enda skilyrði samkvæmt FATCA-löggjöfinni flókin og margvísleg. Áliðnaður á Íslandi stendur á tímamót- um. Byggst hefur upp öfl ugur klasi í kringum íslensku álfyrirtækin, sem samanstendur af hundruðum fyrir- tækja, þar á meðal nýsköpunarfyrir- tækjum sem fl ytja út vörur og þekkingu til álvera um allan heim. Áliðnaðurinn er ein þriggja helstu útfl utningsgreina þjóðarinnar með öfl ugum alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru gluggi út í heim fyrir íslenska nýsköpun. Mikilvægt er að Íslendingar nýti sér það samkeppn- isforskot. Öflugir klasar í orkuiðnaði Segja má að iðnaðaruppbygging hafi hafist fyrir alvöru hér á landi með álverinu í Straumsvík á sjöunda ára- tugnum. Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 um byggingu Búrfellsvirkj- unar, sem lengi var langstærsta virkjun landsins, og ábyrgðist álverið lánin sem tekin voru til að standa straum af þeirri framkvæmd. Fram kom hjá forsvarsmönnum Landsvirkjunar á síðasta ársfundi að rekstur þessa þjóðarfyrirtækis hefur aldrei gengið betur og að það gæti að óbreyttu greitt niður skuldir sínar að fullu á innan við níu og hálfu ári miðað við síðustu áramót. Yfi r 70% af tekjum Landsvirkjunar skapast vegna við- skipta við álfyrirtækin. Myndast hefur grunnur að öfl ugum klösum í orkuiðnaði hér á landi. Klasa- kenningin á sem kunnugt er rætur að rekja til kennimannsins Michaels Port- ers, sem bent hefur á að tækifæri liggi í sjávarútvegi, jarðvarma og málm- orkuiðnaði hér á landi. Samkvæmt grein Runólfs Smára Steinþórssonar prófessors og Guðjóns Arnar Sigurðs- sonar felst klasi í samsöfnun fyrir- tækja og stofnana í skilgreindum iðnaði á afmörkuðu svæði, sem leiðir af sér jákvæð ytri áhrif sem ýtir undir verð- mætasköpun og möguleika til sérhæf- ingar og nýsköpunar. Næststærsti á eftir Norðmönnum Síðastliðið vor tóku yfi r fjörutíu fyrir- tæki og stofnanir þátt í tveggja daga stefnumótunarfundi fyrir íslenskan álklasa í Borgarnesi. Höfuðáhersla var lögð á að efl a rannsóknir og þróun, sam- starf við háskólasamfélagið og að skapa farveg fyrir frekari sókn út fyrir land- steinana. Mikilvægt skref verður stigið í þessa átt með stefnumóti í Háskólanum í Reykjavík 18. nóvember nk., en mark- miðið er að leiða saman þarfi r og lausn- ir í áliðnaði. Fyrirtækjum og einstak- lingum gefst þar tækifæri til að kynna hugmyndir á breiðu sviði að framþróun í áliðnaði og eftir það verða þær þróað- ar áfram í smærri hópum með mögu- legum samstarfsaðilum – vonandi eiga einhverjar þeirra eftir að stuðla að nýsköpun í áliðnaðinum í heild, innan gróinna fyrirtækja eða verða að sprota- fyrirtækjum í náinni framtíð. Ísland er næststærsti álframleiðandi í Evrópu á eftir Norðmönnum. Fram kom í máli Gerd Götz, framkvæmda- stjóra Evrópsku álsamtakanna, á árs- fundi Samáls í vor að íslenskur áliðn- aður er í lykilstöðu landfræðilega þar sem ESB fl ytur nú í fyrsta skipti inn yfi r helming af öllu áli sem notað er til framleiðslu í álfunni. Geta má nærri að ESB er meginmarkaðssvæði íslensks áliðnaðar. Til gamans má geta þess að hver Evrópubúi notaði að jafn- aði 22 kíló af áli árið 2012, enda er það algengt í samgöngutækjum, bygging- um, pakkningum, vélbúnaði og tækjum á borð við farsíma og tölvur. Áliðnaður á Íslandi stendur á tíma- mótum. Eftirspurn á heimsvísu eftir áli fer ört vaxandi, verðið hefur stigið á þessu ári og birgðir fara minnkandi. Það felst sóknarfæri í öfl ugum áliðnaði og það er mikilvægt að nýta það sam- keppnisforskot til að efl a útfl utning á íslenskum vörum og þekkingu. Stefnumót þarfa og lausna Skoðun Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls Rekstrarvörur - vinna með þér Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hefur verið ráðin for- stöðumaður upplýsingatækni- mála Alcoa á heimsvísu. Starfsstöð Janne verður í Pittsburgh í Banda- ríkjunum en hún mun bera ábyrgð á upplýsingatæknistefnu fyrirtæk- isins og öryggi net- og tölvukerfa álframleiðandans, samkvæmt til- kynningu Alcoa. Magnús Þór Ásmundsson, sem hefur gegnt starfi forstjóra Alcoa á Íslandi frá árinu 2012, tekur einn- ig við starfi forstjóra Alcoa Fjarða- áls. Breytingarnar taka gildi um næstu mánaðamót. Janne hóf störf í álveri Fjarða- áls í Reyðarfi rði í maí 2006 sem framkvæmdastjóri upplýsinga- tækni. Síðar varð hún fram- kvæmdastjóri framleiðsluþróun- ar og framkvæmdastjóri kerskála. Í apríl 2010 tók hún við starfi framkvæmdastjóra framleiðslu og tveimur árum síðar forstjóra Alcoa Fjarðaáls. - hg Magnús Þór tekur við af Janne Sigurðsson sem forstjóri Alcoa Fjarðaáls: Fer frá Reyðarfirði til Alcoa í Pittsburgh HELDUR TIL AMERÍKU Janne er dönsk að uppruna en hún er fædd í Álaborg. MYND/FJARÐAÁL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.