Fréttablaðið - 29.10.2014, Síða 40

Fréttablaðið - 29.10.2014, Síða 40
USD 121,21 GBP 195,25 DKK 20,66 EUR 153,80 NOK 18,31 SEK 16,45 CHF 127,50 JPY 1,12 Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 6.402,17 +38,71 (0,61%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti STJÓRNAR - MAÐURINN @stjornarmadur Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helm- ing síðastliðið ár og lykilstjórnend- ur tínst á brott. BÓKHALDSHNEISAN er síðasta hálmstráið í lengri raunasögu, sem hófst þegar forstjórinn Terry Leahy lét af störfum. Tesco hefur verið með ríflega 30% markaðs- hlutdeild á matvælamarkaði í Bret- landi og tekjur félagsins námu árið 2013 tæpum 14.000 milljörðum íslenskra króna, eða 185-földum tekjum Haga. Þrátt fyrir þessar ótrúlegu stærðargráðu er vanda- málið hjá Tesco a.m.k. tvíþætt. ANNARS VEGAR er Tesco skráð á markað, og því þrýstingur á félagið að vaxa. Hægara sagt en gert fyrir félag sem notið hefur yfir- burðastöðu á heimamarkaði. Því þurfti Tesco að leita annarra leiða. Félagið stofnsetti eigin banka og farsímaþjónustu, á kaffihúsakeðju, garðvörukeðju, þróaði spjaldtölvu og streymiþjónustu í samkeppni við Netflix og hóf rekstur í Banda- ríkjunum og Asíu. Tesco var komið langt frá upprunanum. HINS VEGAR hefur félagið flotið sofandi að feigðarósi. Tesco hélt að óþarft væri að hafa áhyggjur af nýju lágverðsverslununum Aldi og Lidl, sem saman hafa náð 10% af markaðnum í skjóli nætur. Tesco svaraði heldur ekki kalli tímans varðandi heimsendingu á matvæl- um, en þar hefur aðilum á borð við Ocado tekist að breyta neysluvenj- um – fólk vill matinn upp að dyrum. TESCO situr því uppi með 4.000 risaverslanir sem fólk vill ekki versla í og þar sem leigusamn- ingar eru oft og tíðum óhagstæð- ir. Sala dregst saman í flestum flokkum, hagnaður félagsins hefur helmingast, framlegð fer versn- andi og varla annað í spilunum en að ráðast í hlutafjárhækkun. Íslensk dæmi sýna að ekki er ráðlegt fyrir ráðandi markaðsaðila að slíðra vopn sín. Morgunblaðið er ef til vill nýjasta og nærtækasta dæmið. ÞVÍ ER ÁHUGAVERT að heimfæra vandræði Tesco upp á innlendan matvörumarkað þar sem Hagar, Kaupás og Samkaup ráða ríkjum. Á Íslandi eru vissulega lágverðs- verslanir á borð við Bónus og Krónuna. Íslenskir matvælakaup- menn nota hins vegar þrisvar sinn- um fleiri fermetra en breskir koll- egar þeirra til að selja fyrir sömu upphæð. Þá er vefverslun í algerri mýflugumynd. Loks er langstærsti aðilinn á markaðnum í eigu líf- eyrissjóða, en hætt er við því að hluthafar sem fara með annarra manna fé taki augun af boltanum. Stjórnarmaðurinn mun fylgjast með þróun á matvælamarkaði af áhuga. Að glata yfirburðastöðu 402 MILLJÓNA GRÓÐI Viðsnúningur Atlantsolíu Hagnaður Atlantsolíu Holdings ehf. nam rúmum 402 milljónum króna á síðasta ári samanborið við um 32 milljóna tap árið 2012. Eigið fé Atlants- olíu Holdings, móðurfélags Atlantsolíu ehf., var jákvætt um 705 milljónir í árslok 2013. Stjórn félagsins hefur ákveðið að greiða 155 milljónir í arð til hluthafa en þeir eru félögin Atlantsolia Holdings LLC og Atlantsolia Investments LLC sem eru skráð í Delaware í Bandaríkjunum. 28.20.2014 Staðan er sú að þrjú Norður- landanna eru í ESB – þunginn í utanríkis- pólitík þeirra beinist þangað. Eitt þeirra notar evruna. Eitt er ríkasta land í heimi og notar aurana meðal annars til að halda úti öflugustu byggðastefnu sem þekkist í veröldinni. En það er svosem gott að láta sig dreyma. Egill Helgason, þáttastjórnandi EINSTÖK HÖNNUN Norðursalt verðlaunað í Þýskalandi Umbúðir Norðursalts hlutu fyrir helgi Red Dot-verðlaunin í Berlín í Þýskalandi. „Veitt voru verðlaun fyrir Comm- unication Design og hlaut Norðursalt verðlaun fyrir ein- staka umbúðahönnun,“ segir í tilkynningu Sjávarklasans. „Það má nefna að þeir sem hafa hlotið Red Dot-verðlaun í gegnum tíðina eru fyrirtæki á borð við Nike, Apple og Pepsi.“ Norðursalt er selt á Íslandi, í Danmörku og Þýska- landi ásamt því að vera á næstu mánuðum á leiðinni í frekari sölu á Norðurlöndunum, í Belgíu og Austurríki.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.