Fréttablaðið - 29.10.2014, Side 46

Fréttablaðið - 29.10.2014, Side 46
29. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 22 Leikkonan Marcia Strassman, sem er hvað þekktust fyrir að leika móðurina í hinni sígildu kvikmynd Honey, I Shrunk the Kids, lést um helgina 66 ára að aldri. Hún hafði glímt við brjóstakrabbamein í sjö ár. „Læknarnir sögðu að hún myndi lifa í tvö ár til viðbótar en hún entist miklu lengur. Hún var mjög hugrökk,“ sagði systir hennar Julie Strassman. „Hún var fyndnasta, hæfileikaríkasta og gáfaðasta manneskja sem ég þekkti. Hún vissi allt. Núna get ég ekki hringt í hana og spurt hana spjörunum úr.“ Strassman hafði sýslað í krabbameinsrannsóknum og -meðferðarheimilum, jafn- vel áður en hún greindist með krabbamein sjálf. - þij Honey, I Shrunk the Kids leik- konan látin STRASSMAN Lést um helgina. Trend Kósý kápur Lagið Always on My Mind með hljómsveitinni The Pet Shop Boys er besta tökulag allra tíma, sam- kvæmt niðurstöðum könnunar breska ríkisút- varpsins, BBC. Lagið, sem samið var af John Christ opher, Mark James og Wayne Carson, varð fyrst frægt í flutningi Brendu Lee og Elvis Presley árið 1972. Í öðru sæti varð útgáfa Johnnys Cash á lagi Nine Inch Nails, Hurt, og í því þriðja varð flutningur The Stranglers á laginu Walk On By með Dionne Warwick. Útgáfa Jimi Hendrix af lagi Bobs Dylan, All Along the Watchtower, tók fjórða sætið og ábreiða Jeffs Buckley á lagi Leonards Cohen, Hall- elujah, varð í því fimmta. „The Pet Shop Boys hafa sent frá sér marga smelli og það hafa verið gerðar margar útgáfur af þessu sígilda lagi,“ sagði Jeff Smith, yfirmaður BBC Radio 2 og 6 Music, um sigur lagið. „Það er frábært að sjá að fólk tengir enn við þetta lag.“ Always on My Mind náði toppsætinu á breska vinsældalistanum og fjórða sætinu á þeim bandaríska árið 1987. Willie Nelson vann einnig Grammy-verðlaunin fyrir sína útgáfu af laginu árið 1982. Always On My Mind valið best Lag The Pet Shop Boys frá árinu 1987 hefur verið valið besta tökulag allra tíma. NEIL TENNANT Always on My Mind með The Pet Shop Boys fór beint á topp- inn í Bretlandi árið 1987. NORDICPHOTOS/GETTY ➜ Topp tíu listinn Pet Shop Boys - Always On My Mind Johnny Cash - Hurt The Stranglers - Walk on By Jimi Hendrix - All Along The Watchtower Jeff Buckley - Hallelujah Soft Cell - Tainted Love Joe Cocker - With a Little Help from My Friends Sinead O’Connor - Nothing Compares 2 U Muse - Feeling Good Whitney Houston - I Will Always Love You Eitt af því vinsælasta í vetur eru kápur sem bundnar eru um mitt- ið. Þær minna svolítið á náttsloppa, en það gerir þær enn notalegri í mesta kuldanum. CARVEN CHLOÉ ALTUZARRA ALTUZARRA MYN D IR G ET TY LÍFIÐ Nýjasta æðið í dag er health goth eða heilsu-goth. Flestir kannast við goth-lífsstíllinn sem kom í kjölfar pönksins og ein- kenndist af drunga og dauða. Því munu sennilega flestir spyrja sig hvernig í ósköpunum þetta tvennt fer saman; að vera goth og heilsufrík. Heilsu-goth byggir vissulega á sömu hug- myndum, en er snúið upp í það að æfa öfga-mikið og helst þang- að til þú heldur að þú sért við það að deyja. Heilsu-goth varð fyrst vin- sælt vorið 2013 þegar Facebook- síðan Health goth var stofnuð. Undanfarið hefur kassamerk- ingin #healthgoth náð vinsæld- um á Twitter þar sem vitnað er í tíu boðorð þeirra. Þar er lögð áhersla á að æfa almennilega og gerð uppreisn gegn steríótýpum í líkamsrækt, sólbrúnum kropp- um sem mæta bara til þess að skoða sig í speglinum eða æfa einungis efri búk. Á síðunni deadworldwide. tumblr.com útskýrir Caitlin Mary Cunningham, eigandi hennar, hugtakið „health goth“ svona: „Hugsaðu um satanísku Biblíuna. Þar er talað um að þú sért þinnar gæfu smiður og með því að vera þinn eigin Guð þá ertu að taka stjórn á þínu lífi. Það er heilsu-goth. Lyfta þungu, nota ketilbjöllur og taka hné- beygjur. Þú færð aðeins einn líkama og eitt tækifæri til þess að lifa. Að lifa heilsusamlegu lífi, vera í formi og samkvæmur sjálfum sér, það er heilsu-goth,“ segir Cunningham. Það verður seint sagt um þennan lífsstíl að hann sé lit- ríkur. Svart og ekkert nema svart ræður ríkjum, með ein- staka hvítu og gráu. Sportleg- ur klæðnaður sem virkar bæði í ræktinni og úti á lífinu. Víð æfingaföt, einföld snið, netbol- ir, glansandi efni, þykkbotna íþróttaskór og framtíðarleg, stundum vélræn hönnun. Hönnuðir eins og Rick Owens og Alexander Wang eru skóla- bókardæmi um health goth-stíl, ásamt klassískum fötum frá Nike og Adidas. Merkið Hood by Air, sem hefur verið vinsælt hjá tónlistarmönnum eins og Kendrick Lamar og Kanye West. Þrátt fyrir að þessir tískuhönn- uðir geri fatnað í anda health goth, er þeim meinilla við að kalla þetta tískubylgju og vilja heldur kalla þetta lífsstíl. adda@frettabladid.is Svart og sykurlaust í ræktinni Heilsu-goth er nýjasti lífsstíllinn sem er að gera allt vitlaust. Helstu tískuhönnuðir heims eru undir miklum áhrif- um frá þessari lífsstílshreyfi ngu, sem er þó meinilla við að tengja sig við tísku. Svartur klæðnaður er áberandi. 1. 80% af árangrinum nást í eldhúsinu 2. Þú getur ekki einangrað brennslu við einn líkamshluta 3. Æfðu allan líkamann jafnt 4. Ekki sleppa fótadegi 5. Ekki vera hrædd/ur við að lyfta 6. Ef þú getur ekki lyft þungu, léttu það þá 7. Kláraðu æfinguna/settið 8. Ekki skoða þig í speglinum 9. Æfðu þangað til þér líður eins og þú sért að deyja 10. Næring fyrir og eftir æfingu skiptir máli ➜ 10 boðorð heilsu- gotharans #healthgoth Hugsaðu um satanísku Biblíuna. Þar er talað um að þú sért þinnar eigin gæfu smiður, og með því að vera þinn eigin Guð þá ertu að taka stjórn á þínu lífi. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.