Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 12.02.2015, Qupperneq 10
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Stjórnarandstaðan telur ESB verða tímafrekt mál en stjórnarflokkarnir nefna málið ekki Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR „Stærð mála er skilgreiningar- atriði og oft eru þau mál sem verða kannski pólitískt stór frekar lítilfjörleg,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. „Ég vona hins vegar að við náum að klára ný lög um opinber fjármál. Fjár- málaráðherra lagði þau fram í vor og síðan aftur í haust og fjárlaganefnd vann í því máli í sumar og vinnur enn. Lögin hafa það markmið að auka festu og ábyrgð í opinberum fjármálum og taka upp þá siði sem hafa reynst hvað bestir hjá nágrannalöndum okkar. Ég vona að það verði stóra málið, en ýmis önnur álitamál verða auðvitað rædd. Þegar minnst er á stór mál, þá eru gjaldeyrishöftin auð- vitað annað gríðarlega stórt mál.“ ➜ Opinber fjármál „Stóra óvissan er hvort þeir komi annars vegar með ESB-tillögu og hins vegar varðandi kvót- ann. Að öðru leyti eru afnám gjaldeyrishafta og mál tengd uppgjörum slita búanna, sem boðuð hafa verið með vorinu, stærstu málin,“ segir Helgi Hjörvar, formaður þing- flokks Samfylkingarinnar. Hann segir einnig einboðið að umræða tengd yfirvofandi kjarasamn- ingum setji svip sinn á þingstörf. „Þar gæti til dæmis liðk- að fyrir gerð kjarasamninga ef menn tækju á húsnæðis- málum eins og verkalýðs- hreyfingin hefur kallað eftir og ráðherrann boðað. Þá má nefna virkjanafrumvarp Jóns Gunnarssonar, Seðla- bankann, Fiskistofumálið og langan lista deilumála.“ ➜ ESB og kvótinn Helgi Hrafn Gunnarsson, formaður þingflokks Pírata, segist hafa búist við að stærstu mál vorþingsins yrðu almannavarna- frumvarp eða frumvarp um fiskveiðistjórn- un. „En það er búið að draga í land með þau bæði. Eftir stendur að þeir eru aftur farnir að hóta með ESB. Maður fer eiginlega að halda að þeim leiðist, en það sofnar allavega enginn yfir þeirri umræðu. Það má búast við átökum um það ef það verður lagt fram. Ef ríkisstjórnin heldur áfram þeirri góðu venju að hætta við það sem hún er að pæla verður kannski meiri tími í þingmannamál.“ Sjálfur segist Helgi Hrafn helst hafa viljað að umræðan snErist um grunngildi eins og lýðræði, tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins. ➜ Átök um ESB Það stefnir í átakatíma á Alþingi, verði öll boðuð frumvörp ríkis- stjórnarinnar lögð fram. Þegar bíða 45 frumvörp ráðherra afgreiðslu, á ýmsum stigum, og miðað við umfang þeirra mála sem ætlunin er að afgreiða fyrir vorið er ljóst að halda verður vel á málum ef þeir 37 fundardagar sem eftir eru á dagskrá Alþingis eiga að duga til að þau verði öll að lögum. Heimildarmönnum Fréttablaðs- ins ber saman um að störf þings- ins muni fyrst og fremst ráðast af tveimur tillögum sem boðaðar hafa verið; annars vegar þingsályktunar- tillögu utanríkisráðherra um að draga umsókn um aðild að Evrópu- sambandinu til baka og hins vegar frumvarpi sjávar útvegs- og land- búnaðarráðherra til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Ráð- herrar Framsóknarflokksins bera þessi mál bæði uppi. Þrátt fyrir að oddvitar ríkis- stjórnarflokkanna gefi lítið fyrir ósætti á milli flokkanna, er tölu- verð ólga innan flokkanna beggja. Steinakast í geitungabú Heimildarmenn Fréttablaðsins eru sammála um það að enginn efnislegur ágreiningur sé á milli stjórnar flokkanna um að slíta form- lega viðræðum við ESB. Sjálfstæð- isflokkurinn lofaði þjóðaratkvæða- greiðslu um framhald viðræðnanna, en innan flokksins virðist sú skoðun njóta meirihlutafylgis að mikilvæg- ara sé að halda samstarfsflokknum góðum. Því verði tillagan studd, með hangandi hendi þó. Sú skoðun er þó ríkjandi innan flokksins að tillagan sé óþörf. Hún muni engu breyta um stöðuna, engar viðræður séu í gangi við ESB og formleg breyting á stöðu Íslands sem umsóknarlands skipti litlu. Til- lagan muni hins vegar vekja litla hrifningu stjórnarandstöðunnar, sérstaklega Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar og það muni setja sinn svip á þingstörfin. Fram- lagning tillögunnar sé því eins og að kasta steinum í geitungabú. Á móti kemur að í baklandi Framsóknarflokksins eru fjölmarg- ir sem vilja slíta öll tengsl við Evr- ópusambandsumsókn fyrri ríkis- stjórnar. Ráðherrar flokksins verði varir við þrýsting í þá átt. Allt eða ekkert Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur kallað eftir víðtækri sátt um fyrirkomu- lag fiskveiðistjórnunar. Á stund- um hefur virst sem hann muni ekki leggja fram frumvarp um breyting- ar á fiskveiðistjórnun nema sú sátt liggi fyrir. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, orðar það sem margir stjórnarandstöðu- þingmenn hugsa. „Það gengur náttúrulega ekki með svona stór mál eins og fisk- veiðistjórnun að verið sé að byggja á einhverjum sögusögnum og ein- hverju sem mönnum hefur verið sýnt á lokuðum fundum. Þetta er mál af þeirri stærðar- gráðu að menn eiga bara að koma með það til þingsins og ræða það þar.“ Innan Sjálfstæðisflokksins er hins vegar andstaða við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Kerf- ið virki í grundvallaratriðum, sé jafnvel öfundarefni í öðrum lönd- um, og því sé engin ástæða til að breyta því. Það virðist því vera allt eða ekk- ert í þessum málum, enn sem komið er allavega; annaðhvort algjör sátt eða engin breyting. Haftaumræða í höftum Undarlega hljótt hefur verið um stærsta málið sem boðað hefur verið á yfirstandandi þingi; afnám gjaldeyrishafta. Það er mál af þeirri stærðargráðu að það hefur gríðarleg áhrif á efnahag þjóðar- búsins. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna voru sam- mála um að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son héldu þeim málum þétt að sér. Ljóst er þó að ágreiningur er á milli þeirra um hvaða leiðir eigi að fara. Af nógu að taka Það verður því nóg að gera hjá þingmönnum fram á sumar. Það skýrist á næstu vikum hvaða mál koma til þingsins, en frestur til að leggja fram ný frumvörp rennur út 26. mars. Ráðherrar hafa því aðeins 42 daga til að ganga frá þeim frum- vörpum sem ætlunin er að fá sam- þykkt fyrir vorið. Fjölmörg átakamál fram undan Fiskveiðistjórnun, ESB-umsókn, náttúruvernd og orkunýting eru á meðal mála sem Alþingi á að afgreiða fyrir sumarið. Sem og afnám gjaldeyrishafta. Undir sléttu yfirborðinu ólgar ósætti á milli stjórnarflokkanna. Ráðherrar hafa 42 daga til að leggja fram frumvörp. „Auðvitað verður ESB-málið mjög fyrirferðarmikið, ef það pólitíska skemmdarverk verður lagt fram. Það má búast við því að sjávarútvegs- málin verði mikið rædd ef þau komast á dagskrá,“ segir Róbert Marshall, for- maður þingflokks Bjartrar framtíðar. Þá nefnir hann náttúruverndarlög og rammaáætlun. „Ég hef hvorki séð fisk- veiðistjórnina né form- úleringuna á ESB-tillögunni. Ef það er tillaga um að fara með málið í þjóðaratkvæða- greiðslu verður auðveldara að leysa það. Það væri líka meira í anda þess sem þeir hafa sagt. Ef draga á ályktanir af því hvernig þessi ríkisstjórn hefur hagað sér hingað til virðist hún alltaf velja slaginn frekar en að ná pólitískri lendingu.“ ➜ ESB stórmál Svandís Svavarsdóttir, for- maður þingflokks Vinstri- hreyfingarinnar– græns framboðs, segir ljóst að umræða um fiskveiðistjórn- unarmál taki tíma. Hún kallar eftir því að ráðherra leggi málið strax fyrir þingið. „Fjármálaráðherra sagði fyrir um tveimur vikum að ríkisstjórnin væri að fara að koma með tillögu um slit á aðildarviðræðum um ESB. Það mun taka einhvern tíma á þinginu. Síðan er ýmislegt sem þingið á eftir að fjalla um, eins og breytingar til stjórnarráðslaga, sem for- sætisráðherra hefur mælt fyrir, en þau gefa ráðherrum heimildir til að færa ríkis- stofnanir fram og til baka. Þá hefur menntamálaráðherra boðað heildarendurskoðun á lögum um LÍN, en ekki bólar á samáði um það.“ ➜ ESB tekur tíma Þórunn Egilsdóttir, formað- ur þingflokks Framsóknar- flokksins, segir viðbúið að miklar umræður séu fram undan á Alþingi, enda liggi mörg stór mál fyrir og von sé á fleirum. Hún von- ast til þess að umræðurnar verði góðar, enda sé ekki vanþörf á að ræða þessi mál vel. „Það eru komin mörg stór mál inn og mikil- væg, til dæmis varðandi raflínur, sem verið er að klára inni í nefnd núna. Það er mjög mikilvægt mál. Svo er náttúrupassinn nátt- úrulega kominn inn í nefnd og það mál leysist vonandi farsællega. Ýmis stór mál eru á leiðinni, sjávarútvegsmál og sitthvað fleira. Þá má nefna rammaáætlun, en það er náttúrulega mál sem mikil- vægt er að gaumgæfa vel.“ ➜ Raflínur HORFÐU TIL HIMINS Oddvita ríkisstjórnarflokk- anna bíður ærinn starfi. Þeir þurfa að sætta eigin flokksmenn í þeim málum sem fram undan eru og fá þau síðan samþykkt á Alþingi. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G VA ■ Samþykkt: 33 ■ Bíða 1. umræðu: 8 ■ Í nefnd: 29 ■ Bíða 2. umræðu: 1 ■ Í nefnd eftir 2. umræðu: 1 ■ Bíða 3. umræðu: 6 ■ Heildarfjöldi: 78 Stjórnarfrumvörp Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is ASKÝRING | 10 STAÐA MÁLA Á ALÞINGI 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C 7 -1 D F 0 1 3 C 7 -1 C B 4 1 3 C 7 -1 B 7 8 1 3 C 7 -1 A 3 C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.