Fréttablaðið - 12.02.2015, Síða 12

Fréttablaðið - 12.02.2015, Síða 12
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Vændi tengt mansali er algengt hérlendis. Þetta segir Heiða Björk Vignisdóttir sem skrifaði meistara- ritgerð í lögfræði um tengsl vændis og mansals við skipulagða glæpa- starfsemi hérlendis. Í ritgerðinni komst hún að því að vændi væri umtalsvert á Íslandi og það vændi sem hér væri stundað tengdist í mörgum tilfellum mansali. Bæði er um að ræða konur af erlendum uppruna sem komi hingað til að stunda vændi en einnig séu dæmi um að íslenskar konur séu fórnar- lömb mansals. Þeir sem standa fyrir mansalinu eru bæði íslenskir og erlendir aðilar og oft eru tengsl við skipulögð glæpasamtök. „Það er miklu meira vændi hér en meðaljóninn gerir sér grein fyrir. Erlendar konur eru sendar hing- að í þeim eina tilgangi  að stunda vændi. Það er líka meiri eftir- spurn eftir vændi heldur en fram- boð,“ segir Heiða. Hún segir augu almennings hafa opnast fyrir því á undanförnum árum að mansal sé til staðar hérlendis líkt og annars stað- ar. Bendir hún í því tilliti á nektar- dansstaðina sem starfræktir voru hér um árabil. Flestir voru staðirn- ir þrettán og í kringum aldamótin komu um þúsund erlendar konur hingað til lands til þess að dansa á þessum stöðum. „Það er engin til- viljun að flestum þessum stöðum var lokað þegar einkadansinn var bannaður,“ segir Heiða. Sönnunarstaðan erfið Sakfellingartíðni er afar lág í þessum málum, hérlendis sem og erlendis. Um er að ræða flókin og margþætt mál.  „Sönnunarstaðan er erfið í þess- um málum og vissulega ekkert hægt að hnika frá þeim kröfum sem gerðar eru til sönnunar í þess- um málum frekar en öðrum. Fórn- arlömbin taka yfirleitt ekki virkan þátt í því að upplýsa um málin af ýmsum ástæðum,“ segir Heiða. Í mörgum tilfellum hefur þeim verið hótað, þeim talin trú um að þau hafi einnig framið brot í landinu eða koma jafnvel frá löndum þar sem erfitt er að treysta lögreglunni. „Það þarf mikið til þess að þessi mál fari alla leið á borð dómara. Hvað þá þegar fórnarlambið vill ekki viðurkenna að það sé fórnar- lamb eða upplifir sig ekki þannig. Vill ekki segja frá og óttast um líf sitt, þá er lítið sem lögreglan getur gert. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um eru dæmi um það að mansals- fórnarlömb hafi verið dæmd og setið í fangelsi hérlendis vegna skjalafals. „Þau játa þá frekar á sig skjalafals, vegna falsaðra skilríkja, en vilja ekki segja frá öðru vegna ótta.“ Heiða telur að það ætti að gefa þessu málefni meiri gaum og er afar ánægð með aukna áherslu í þessum málum hjá lögreglustjór- anum á höfuð borgarsvæðinu. Aukið fjármagn til handa lögreglu er auk þess nauðsynlegt svo hægt sé að taka á þessum vanda af aukinni hörku. Úrræði handa hugsanlegum mansalsfórnarlömbum virðist líka algjörlega vanta og aukna þekkingu á þessu sviði hjá þeim sem þurfa í starfi sínu að meta hvort um man- salsfórnarlömb er að ræða.“ Mun færri fórnarlömb Líkt og komið hefur fram í umfjöll- un Fréttablaðsins var Kristínar- húsi, sem var búsetuúrræði fyrir konur á leið úr vændi og mansals- fórnarlömb, lokað í enda árs 2013. Heiða segir að eftir að því var lokað séu í raun lítil sem engin úrræði fyrir fórnarlömb mansals. Á þeim tveimur árum sem Kristínarhús var opið dvöldu þar 15 erlendar konur sem grunur lék á að væru fórnarlömb mansals. Eftir að húsinu var lokað tekur Kvennaathvarfið við kvenkyns fórnarlömbum mansals. Kvenna- athvarfið er hins vegar neyðar- athvarf meðan Kristínarhús var langtímaúrræði. Frá því að úrræðinu var lokað hafa dvalið í Kvennaathvarfinu 3-4 konur sem komu vegna gruns um að þær væru þolendur mansals sem er talsvert minna en árin tvö á undan. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að líklega sé ástæðan ekki sú að fórnarlömbin séu færri, þau hins vegar skili sér ekki til þeirra. „Mann grunar að það hafi ekki með að gera að fjöldi þessara kvenna hafi minnkað heldur að maður sjái þær síður. Í fæstum til- vikum voru þetta konur sem leit- uðu sjálfar til okkar heldur frekar að lögregla rækist á þær og kannski eru bara þeir sem rekast á mögu- leg fórnarlömb mansals meðvitað- ir um að það sé enginn staður til. Kannski liggur þessi munur þar. Við erum skammtímaúrræði meðan Kristínar hús var langtímaúrræði,“ segir hún. Ef hugsanlegt fórnarlamb man- sals kemur í Kvennaathvarfið er skipað sérstakt teymi í kringum fórnarlambið. „Það er gengið frá því þegar hún kemur í athvarfið að finna langtímaúrræði.“ Stund- um sé um að ræða eigin íbúð eða þá að fórnarlambið dvelji áfram í athvarfinu. Það sé hins vegar ekki heppilegt því eins og áður segir er um neyðarúrræði að ræða. Fórnar- lömbin þurfi meiri hjálp þar sem þau komi úr afar flóknum og erf- iðum aðstæðum. Mansal í vændi á Íslandi er algengt Mikil tengsl eru á milli vændis og mansals hér á landi. Þetta er niðurstaða Heiðu Bjarkar Vignisdóttur sem rannsakaði tengsl vændis við skipulagða glæpastarfsemi. Við rannsókn sína á skipulagðri brota- starfsemi tengdri vændi og mansali aflaði Heiða Björk Vignisdóttir sér upplýsinga víða. Hún tók viðtöl við sérfræðinga á sviði mansals, studdist við sett lög, greinargerðir, dómafram- kvæmdir og skrif sérfræðinga. Úr ritgerð Heiðu: „Vændi er ein birtingarmynd mansals og mansal er ein birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi. Þær stúlkur sem seldar eru mansali eru sendar heims- horna á milli í þeim tilgangi að leggja stund á vændi. Þær eru fluttar og hýstar, oftast gegn eigin vilja, og fá lítið eða ekkert af ágóða vændisins. Gjarnan hefst brotið gegn þeim með loforði um bætt líf og lífskjör, til dæmis með boði um atvinnu í nýju landi. Vegna bágrar stöðu þeirra, fátæktar, örbirgðar og vonleysis taka þær þessum gylliboðum fegins hendi. Félagsleg vandamál geta gert fólk að auðveldara skotmarki manseljenda og því er það eitt af stefnumálum ríkja að vinna í þeim þætti að sporna við mansali. Dæmi eru um að fórnarlömb mansals viti vel hvað bíður þeirra, en kjósi það frekar en þær bágu aðstæður sem þau komu úr, sem sýnir vel hve auðvelt er að misnota neyð bág- staddra einstaklinga. Mansal krefst ekki hlekkja, fórnarlambið getur verið líkamlega frjálst, en undir hælnum á kúgara sínum vegna hótana, ofbeldis eða annarra ógnana.“ SENDAR HEIMSHORNA Á MILLI TIL AÐ LEGGJA STUND Á VÆNDI FLEST FÓRNARLÖMBIN KONUR Konur eru fórnarlömb mansals í 55-60% til- fella. Stúlkubörn eru fórnarlömb mansals í 75% tilvika fórnarlamba mansals eru seld í kynlífsþrælkun og eru 96% þeirra konur og stúlkubörn. LOFORÐ UM BETRA LÍF Konur og karlar eru ginnt í vændi með loforðum um betra líf. NORDIC PHOTOS/ GETTY 62% 75% 60% Erlendar konur eru sendar hingað í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Það er líka miklu meiri eftir- spurn eftir vændi heldur en framboð. Heiða Björk Vignisdóttir EINSTÖK TILBOÐ! Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ GERÐU FRÁBÆR KAUP RANGE ROVER SPORT HSE V8 Nýskr. 09/08, ekinn 91 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 7.980.000 TILBOÐSVERÐ! 6.490 þús. HYUNDAI i40 WAGON PREMIUM Nýskr. 05/12, ekinn 79 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.690.000 TILBOÐ kr. 3.690 þús. NISSAN MURANO 3.5 Nýskr. 09/09, ekinn 62 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.570.000 TILBOÐ kr. 2.970 þús. NISSAN NOTE VISIA Nýskr. 09/13, ekinn 23 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.570.000 TILBOÐ kr. 2.080 þús. CHEVROLET CRUZE METAN Nýskr. 07/11, ekinn 27 þús km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr. 1.990.000 TILBOÐ kr. 1.550 þús. PEUGEOT 308 ACTIVE HDI Nýskr. 10/11, ekinn 26 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.980.000 TILBOÐ kr. 2.580 þús. LAND ROVER FREELANDER 2S Nýskr. 05/13, ekinn 18 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 6.590.000 TILBOÐ kr. 5.990 þús. Rnr. 270399 Rnr. 281592 Rnr. 320254 Rnr. 281664 Rnr. 320178 Rnr. 320186 Rnr. 102384 GÖNGUM FRÁ FJÁRMÖGNUN Á STAÐNUM WWW.BÍLALAND.IS 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C 7 -0 A 3 0 1 3 C 7 -0 8 F 4 1 3 C 7 -0 7 B 8 1 3 C 7 -0 6 7 C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.