Fréttablaðið - 12.02.2015, Page 46

Fréttablaðið - 12.02.2015, Page 46
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30 LEIKLIST ★★★ ★★ Eldbarnið HÖFUNDUR: PÉTUR EGGERZ LEIKSTJÓRI: SIGRÚN VALBERGSDÓT- TIR LEIKARAR: ALDA ARNARDÓTTIR, AN- DREA ÖSP KARLSDÓTTIR OG PÉTUR EGGERZ LEIKMYND OG BÚNINGAR: GUÐRÚN ØYAHALS TÓNLIST: KRISTJÁN GUÐJÓNSSON LÝSING: ARNÞÓR ÞÓRSTEINSSON Möguleikhúsið sýnir Eldbarnið í Tjarnarbíói um þessar mundir og er leikritið byggt á sömu atburðum og sýningin Eldklerkurinn sem hefur verið í sýningu hjá hópnum síðustu misseri. Sögusviðið er Ísland árið 1783, nánar til tekið Austurland, þegar Lakagígar hófu að gjósa þá um sumarið. Afleiðingarnar voru ekkert annað en skelfilegar og er sýningin tilraun til þess að sjá þess- ar hryllilegu hamfarir með barns- augum. Sveitastúlkan Sólveig, sem nýlega hefur misst föður sinn af slysför- um, og móðir hennar flýja undan Skaftáreldum af miklu harðfylgi en finna loks skjól hjá séra Jóni Steingrímssyni og verða vitni að goðsagnakenndri eldmessu hans. Eftir að frekari áföll dynja á stúlku- barninu endar hún í samfylgd með þjófum sem ferðast um landsvæðið í þýfisleit. Andrea Ösp Karlsdóttir leikur hina þjáðu Sólveigu og gerir það ágætlega þó að eitthvað vanti upp á tilfinningalegu dýptina sem hún sýnir. Viðbrögð Sólveigar við öllum þeim harmi sem umvefur líf henn- ar sveiflast á milli undrunar og ótta en lítið meira, jafnvel þegar öll von virðist úti. Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz sjá um að leika allar hinar persónur verksins en þær eru flestar skissur af fólki frek- ar en þrívíðar persónur fyrir utan Jón Steingrímsson sem Pétur hefur mikla reynslu af að leika og stífu sýslumannsfrúna í leik Öldu. Handritið er frekar einsleitt og blæbrigðin fá í textanum sem er á köflum bæði of þungur og óþjáll fyrir yngstu kynslóðina, gaman- sömu uppbrotin hefðu líka mátt vera fleiri. Leikritið er rammað inn með veikri sögu af ungri stelpu á okkar tímum sem er að uppgötva fjölskyldusögu sína í gegnum frá- sagnir eldri bónda. Ekki er þörf á stóru stökki til að sjá ákveðið sam- hengi milli Skaftárelda fyrri tíma og eldgossins í Holuhrauni nú, teng- ingarnar eru undirstrikaðar í Eld- barninu en eru iðulega yfirborðs- kenndar. Sviðshönnunin er skemmtilega unnin og útfærð, Guðrún Øyahals hefur næmt auga fyrir smáatriðum og má þar sérstaklega nefna notk- unina á sviðsmununum. Sviðsetn- ingin er mjög minimalísk en í hönd- um Sigrúnar Valbergsdóttur kvikna áhugaverðar myndir út frá litlum augnablikum. Aftur á móti hefði verið gaman að sjá jafn góða vinnu í búningunum en þeir voru helst til of einfaldir og ófrumlegir. Tónlistin er hljómþýð en ekkert sérstaklega afgerandi og sömu sögu má segja um lýsinguna. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Magnaður efniviður og skýr grunnhugmynd en Eldbarnið er að mestu kraftlaust. Hamfarir með augum barnsins ELDBARNIÐ Andrea Ösp Karlsdóttir er í hlutverki sveitastúlkunnar Sólveigar en Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir fara með öll önnur hlutverk verksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sýningin walk+talk er hluti af Reykjavík Dance Festival sem nú stendur yfir. Philipp Gehmacher er upphafsmaður walk+talk sem hófst í heimalandi hans Austur- ríki árið 2008. Í walk+talk skapar danshöfundurinn blöndu af sóló og fyrirlestri, þar sem hreyfing og tal danshöfundarins birtist á svið- inu á sama tíma. Umfjöllunarefni verkanna er hugmynd og skilning- ur listamannanna á líkama sínum á hreyfingu, saga þeirra eigin hreyfinga og þeim hugmyndum sem þar má finna. „Walk (ganga) stendur fyrir þann tíma sem ákveðin hreyfing þarf til þess að opinbera sig en talk (tal) stendur fyrir þá fullyrð- ingu sem felst í þessari tjáningu með tali sem er ætlað að tjá hreyf- ingarnar. Í þessari tjáningu felst bæði merkingarauki og tap hverju sinni sem mér finnst spennandi að rannsaka. Við höldum utan um þetta með því að skrá þetta sem heim- ild vegna þess að listamennirnir hverju sinni eru í raun að sýna vinnubrögð og við sjáum líka við- brögð við því sem þeir koma á framfæri. Listamennirnir ramma inn með tungumálinu það sem þeir eru að gera og það býður upp á nýja þátttöku áhorfenda og getur þannig verið ný áskorun fyrir þá.“ Philipp leggur áherslu á að sýn- ing sem þessi sé alls ekki bara fyrir dansara og aðra listamenn. „Dansarar sækja vissulega í walk+talk en það koma líka alltaf almennir áhorfendur og skemmta sér vel. Mér finnst mikilvægt að leikhúsið sé líka staður til þess að eiga samræður og sjá hugmyndir fæðast og vona að það komi sem flestir.“ Á Reykjavik Dance Festival hefur Philipp boðið danshöfund- unum Margréti Bjarnadóttur og Ernu Ómarsdóttur til þess að skapa með sér walk+talk í Borgar- leikhúsinu annað kvöld. Þar munu áhorfendur sjá og heyra Margréti og Ernu gera tilraun til að ræða upphátt, og á hreyfingu, hvernig þær skilja og skynja sínar eigin hreyfingar. Margrét segir að í sjálfu sér sé þetta ekki að öllu leyti nýtt fyrir sér þar sem hún noti alltaf texta í sínum verkum. „En þessi nálgun, að tala jafnhliða um mínar vinnu- aðferðir, er góð áskorun sem ég varð að taka. Ég hef verið sjálf- stætt starfandi í tíu ár og þetta var tilvalið tækifæri til þess að taka aðeins til í því sem ég hef verið að gera á þessum tíma. Þetta er ákaflega gagnlegt og skemmti- legt ferli en maður verður auð- vitað að gæta þess að þetta verði það fyrir áhorfendur líka. Erna nefnir að óneitanlega tengist þetta dálítið því sem hún hefur verið að fást við síðasta árið. „Ég kynntist Philipp fyrir 20 árum og vann með honum í einu verkefni fyrir tíu árum þannig að ég hef fylgst með því sem hann er að gera og fundist það spenn- andi. En þetta er mikil áskorun fyrir mig. Að takast á við að tala og dansa án tónlistar eða ljósa, heldur vera þarna og upplifa sig nakta og reyna að finna leið sem manni líður vel með. Það er gaman en vissulega mikil áskor- un og þá þarf maður að finna ein- hvern annan drifkraft en venju- lega. Ég held að þetta verði mjög áhugavert kvöld þar sem fólki gefst tækifæri til þess að koma og sjá eitthvað nýtt, eitthvað sem er ekki verið að gera hérna heima.“ - mg Hreyfi ng römmuð með tungumáli Danshöfundurinn Philipp Gehmacher, upphafs- maður walk+talk, og Grímuverðlaunahöfundarnir Margrét Bjarnadóttir og Erna Ómarsdóttir skapa walk+talk í Borgarleikhúsinu annað kvöld. SKEMMTILEG ÁSKORUN Danshöfundarnir Margrét Bjarnadóttir og Erna Ómarsdóttir takast annað kvöld á við walk+talk verkefni Philipps Gehmacher. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Save the Children á Íslandi MENNING ➜ Í walk+talk skapar danshöf- undurinn blöndu af sóló og fyrirlestri, þar sem hreyfing og tal danshöfundarins birtist á sviðinu á sama tíma. 11 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C 7 -0 0 5 0 1 3 C 6 -F F 1 4 1 3 C 6 -F D D 8 1 3 C 6 -F C 9 C 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.