Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 2
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Lárus Sigfússon, fyrrverandi ráðherrabílstjóri, fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 5. febrúar. Hann starfaði sem ráðherrabíl- stjóri í alls tuttugu og eitt ár, lengst af fyrir Steingrím Her- mannsson. Lárus hætti alfarið að keyra í nóvember í fyrra, rétt fyrir aldarafmælið, og fékk sér rafmagnsskutlu sem hann hyggst keyra þegar snjóa leysir. „Hún jafnast nú ekkert á við bílinn,“ segir Lárus hress. Keypti sér vespu FIMM Í FRÉTTUM TANNLÆKNINGAR, HÓTANIR OG ESB Kristín Heimisdóttir, for- maður Tannlæknafélags Íslands, segist ósátt fyrir hönd reykvískra barna sem fengu ekki tannbursta að gjöf frá félaginu. „Auðvitað er þetta mismunun. En mismununin er á grundvelli þeirra reglna sem forsvarsmenn- irnir setja, þeir sem stjórna borginni.“ ➜ Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra segir ESB hrjáð af innanmeinum og telur hagsmunum Íslands betur borgið utan sambandsins „Fá ríki eða ríkjasam- bönd njóta jafn þétt- riðins fríverslunarnets og Ísland. Ríkin eru að nálgast 70 þar sem viðskipta- hindrunum af ýmsu tagi hefur verið rutt úr vegi,“ sagði hann á Við- skiptaþingi. Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, segist ekki hafa orðið var við hót- anir og ógnanir. „Það er bara allt á áætlun. Þetta voru nokkrir ein- staklingar sem þurfa ákveðna vinnu í tengslum við þeirra hegðun eða stöðu.“ Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri í Reykjavík, vill skoða sameiningu við Seltjarnarnes. „Ég er mjög opinn fyrir frekari sameiningu og ég held að Reykjavík sé það og hafi verið. Við hugsum þetta sem eitt svæði og þetta er auðvitað eitt búsetusvæði.“ Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyris- sjóða, vill skoða breyt- ingar á eftirlaunaaldri. „Það er staðreynd að við lifum lengur sem er mjög jákvætt en það kostar pening.“ HEILBRIGÐISMÁL Sjúkraliðar lýsa yfir miklum áhyggjum af því ástandi sem er í heilbrigðiskerf- inu og vísa þar sérstaklega til aðbúnaðar aldraðra. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, gagn- rýnir harðlega það ástand sem er inni á hjúkrunarheimilunum og segir alltof fáa sjúkraliða vera við störf. „Í öllu þessu fjársvelti hafa hjúkrunarheimilin frekar ráðið ófaglærða. Jafnvel fólk sem talar ekki íslenska tungu. Því miður hefur landlæknir gefið grænt ljós á að ófaglærðir gefi vistmönnum á hjúkrunarheimilum lyf sem að okkar mati er algjörlega út úr korti og býður hættunni heim. Eftirlit landlæknis er ekki meira en það. Það er alveg þekkt að það hafi skapað hættu,“ segir Gunnar. Hann segir félagið margsinn- is hafa bent á þann vanda sem nú sé kominn upp og eigi sér langan aðdraganda. Sjúkralið- um fækki, laun séu léleg og álag aukist stöðugt. Það skili sér í því að langtímaveikindi hrjái fjölda sjúkraliða sökum langvarandi vinnuálags. „Við erum aðilar að styrktarsjóði BSRB þar sem fólk getur sótt um dagpening eftir að það hefur klárað veikindarétt- inn. Stór hluti þeirra sem sækja um dagpeninga í þennan sjóð er sjúkraliðar.“ Gunnar segir álag hafa aukist mikið undanfarin ár, sérstaklega á hjúkrunarheimilum fyrir aldr- aða. „Heimilin eru meðal ann- ars farin að bregðast við með því að láta fólk mæta á svokall- aðar stubbavaktir þar sem álag- ið er mest og launin minnst. Þá mætir fólk í nokkrar klukku- stundir. Þannig að einhver vit- ræn hjúkrun eða umönnun fer ekki fram, þú ert bara á sprettinum. Ein- hvers staðar eru menn meira að segja búnir að taka upp hlaupa- hjól til þess að fara hraðar á milli,“ segir hann og ítrekar að undir slíku álagi bitni það á fag- legri umönnun. Gunnar segir sjúkraliða forð- ast að vinna á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og vilji frekar vinna á spítölum. „Fólk er að færa sig yfir í hjúkrun sem er meira vit í og meira faglegt. Þeir hafa sem betur fer vandað sig í að hafa fag- lært fólk á spítölunum.“ Á fundi Sjúkraliðafélagsins í fyrradag sömdu félagsmenn álykt- un þar sem þeir hvetja stjórnend- ur heilbrigðisþjónustunnar til að leita allra leiða til að fjölga í sjúkraliðastéttinni, meðal annars með hækkun launa, með því að auka jákvæðni gagnvart stéttinni og hvetja markvisst ófaglærða starfsmenn og ungt fólk til þess að mennta sig í faginu. Einnig að hlúð verði að heilbrigðisstarfs- fólki og byggt upp kröftugt, fag- legt heilbrigðiskerfi sem þjóðin getur verið stolt af til framtíðar. viktoria@frettabladid.is Sjúkraliðar veikir vegna langtímaálags Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir alvarlegt að ófaglærðir gefi lyf á hjúkrunarheimilum og það geti skapað stórhættu. Álagið sé svo mikið á sjúkra- liðum að dæmi séu um að þeir noti hlaupahjól til þess að komast hraðar á milli. ÁHYGGJUR Formaður sjúkraliðafélagsins segir langtímaveikindi hrjá fjölda sjúkra- liða vegna langtímaálags. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUNNAR ÖRN GUNNARSSON ÞÝSKALAND Bæði Þjóðverjar og Bretar minnast þessa dagana loftárásar- innar á Dresden, sem hófst 13. febrúar árið 1945 og stóð til 15. febrúar. Alls flugu breskar og bandarískar herflugvélar nærri 800 sinnum yfir borgina og vörpuðu bæði venjulegum sprengjum og eldsprengjum, sem kostuðu um 25 þúsund manns lífið. Joachim Gauck, forseti Þýskalands, flutti ávarp í tilefni dagsins þar sem hann sagði upprifjun á þjáningum íbúa í Dresden ekki gera lítið úr þjáningu fólks í útrýmingarbúðum og stríðsglæpum þýskra nasista. „Við vitum hverjir áttu upphafið að manndrápsstyrjöldinni,“ sagði hann. „Þegar sárum er haldið opnum þá getur óvináttan ekki liðið undir lok. Ef andúðin er ræktuð þá vex löngunin í hefnd og málagjöld.“ Gauck sagði mikilvægt að eyðing Dresden væri áminning um mikilvægi friðar og sátta. - gb Forseti Þýskalands minnist loftárásanna á Dresden: Minnir á mikilvægi sátta GJÖREYÐING Dresden var rústir einar eftir að breskir og bandarískir hermenn höfðu lokið sér af. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA STJÓRNSÝSLA Persónuvernd mun ekki skila af sér niðurstöðu um athugun á samskiptum Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkis- ráðherra, og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, þáver- andi lögreglustjóra á Suðurnesjum, í aðdraganda lekamálsins svokallaða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er athug- unin á lokastigi en niðurstaða mun ekki liggja fyrir fyrr en stjórn Persónuverndar hefur afgreitt hana af stjórnarfundi. Þeir eru haldnir mánaðarlega um mánaðamót. Persónuvernd fór fram á að Sigríður skýrði hvern- ig gagnaöryggi var tryggt þegar hún sendi Gísla greinargerð um hælisleitandann Tony Omos sem síðan rataði í fjölmiðla. Hún hefur þegar sent Pers- ónuvernd skýringar sínar. Gísli hefur einnig sent sínar skýringar til Persónuverndar. Það var í nóvember árið 2013 sem Sigríður Björk sendi Gísla greinargerðina í tölvupósti. Persónu- vernd ákvað að hefja athugun á málinu og fór fram á afhendingu allra gagna sem því tengdust. Ganga á úr skugga um að sending Sigríðar brjóti ekki í bága við lög. Í þeim gagnapakka sem Sigríður afhenti Persónu- vernd var greinargerðin meðal gagna, en ekki tölvu- pósturinn. Stofnunin óskaði eftir að pósturinn yrði afhentur sem Sigríður sagðist í yfirlýsingu ætla að gera. - fbj SIGRÍÐUR BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR Persónuvernd athugar samskipti þáverandi lögreglustjóra og aðstoðarmanns ráðherra í aðdraganda lekamálsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Athugun Persónuverndar á samskiptum í lekamálinu er á lokastigum: Niðurstaða um mánaðamótin ÍÞRÓTTIR Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála- ráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, skrifuðu í gær undir samstarfssamninga um Smáþjóða- leikana 2015. Um er að ræða íþróttakeppni með þátttöku smáþjóða í Evrópu í Reykjavík dagana 1. til 6. júní næstkomandi. Þjóðirnar sem taka þátt eru Ísland, San Marínó, Andorra, Mónakó, Malta, Liechten- stein, Kýpur, Svartfjallaland og Lúxemborg. -ngy Samið um Smáþjóðaleikana: Smáþjóðaleik- arnir á Íslandi VEÐUR Vatna vár hóp ur Veður stofu Íslands hef ur sent frá sér viðvör- un vegna vatna vaxta og hálku. Spáð er mik illi rign ingu sunn- an- og vest an lands með hlý ind- um síðdeg is í dag, laugardag, auk hlý inda um allt land og fram á sunnu dag. Þá kemur fram í tilkynning- unni að búast megi við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla sunnan- og vestanlands. Á slíkum slóðum gæti sólarhringsafrennsli farið vel yfir hundrað metra á sekúndu. - ngy Viðvörun frá Veðurstofu: Mikilli rign- ingu spáð í dag FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN Verð frá 69.900 kr. Verð á flugsæti til og frá Alicante. Morgunflug með Icelandair. VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Páskaflug til Alicante 31. mars - 6. apríl 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C F -B 1 E 4 1 3 C F -B 0 A 8 1 3 C F -A F 6 C 1 3 C F -A E 3 0 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.