Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 110
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 74 FRUMSÝNING Í BANDARÍKJUNUM Leikritið Blái hnötturinn var í fyrsta sinn sett á fjalirnar í Banda- ríkjunum í gær. Frumsýningin var í borginni Chicago í leikhúsinu DCASE Storefront. Sýningar munu standa yfir til 15. mars og verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig leikritið leggst í Bandaríkjamenn. Leikritið, sem er byggt á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar, hefur áður verið sýnt í Þjóðleikhúsinu, Kanada, Finnlandi og Berlín. - fb SLEIT HÁSIN Á HLAUPUM „Ég var bara á æfingu og var að taka af stað í spretthlaupi þegar sinin slitnaði,“ segir Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem sleit hásin á frjálsíþróttaæfingu hjá Ármanni á dögunum. „Þetta var örugglega einhver bölvuð óheppni, sérfræðingarnir segja að þetta gerist bara,“ segir Haraldur sem verður að sögn haltrandi í átta vikur til viðbótar. Það á sannarlega ekki af fram- sóknarmönnum að ganga en flokks- systir Haraldar, Vigdís Hauksdóttir, upphandleggs- brotnaði í síðustu viku. - fbj Meðal verka á sýningunni Hugskot eftir myndlistarkonuna Lukku Sig- urðardóttur er innsetning úr kyn- lífsleikföngum. „Ég er að gera svona „phallus“ altari, en sýningin í heild sinni er frekar kynferðisleg,“ segir Lukka. Við undirbúning á sýning- unni leitaði hún í hugarfylgsni sín en hún segir þá vinnu ólíka þeirri sem hún hefur áður lagt í. „Ég er að vinna svolítið öðruvísi núna en ég geri vanalega. Ákvað að kíkja aðeins um í hausnum á mér, fara í bakherbergin og fjalla um það sem ég fann þar,“ segir Lukka og hlær. „Ég er alveg pínku feimin með þetta, en fyrst ég ákvað að gera þetta þá ákvað ég bara að taka þetta alla leið,“ segir hún hress um altarið og bætir við: „Þetta er mjög grafískt, bara tilbeiðsla til „phallus- ins“. Ég var úti í París um daginn og keypti efniviðinn þar,“ segir Lukka og bætir við að Adam og Eva mega- store sé einnig styrktaraðili sýning- arinnar. Altarið er þó ekki eina verkið á sýningunni heldur stendur hún einn- ig saman af vídeóverki, skúlptúr úr náttkjólum og ljósmyndum en þemað segir Lukka vera þrá og nautn og því vel við hæfi að sýning- in sé opnuð í dag, á sjálfan Valent- ínusardaginn. Hugskot verður opnuð klukkan fimm í galleríi Ekkisens sem er í kjallaranum á Bergstaðastræti 25b. - gló GÆGIST INN Í HUGARFYLGSNI Þema sýningarinnarinnar Hugskot er þrá og nautn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innsetning úr kynlífsleikföngum Lukka Sigurðardóttir leitaði í hugarfylgsn sín við undirbúning á sýningunni. MEÐ ÚTVARPSÞÁTT Tónlistarkonan Björk Guðmundsdótt- ir mun stjórna útvarpsþætti á stöð- inni Rinse FM í London 19. febrúar ásamt Robin Carolan, stjórnanda útgáfunnar Tri Angle Records. Björk hefur einnig tilkynnt um tónleika á Pohoda-hátíðinni í Slóvakíu í júlí og á Ostrava-hátíðinni í Tékklandi skömmu síðar. Tilkynnt verður um fleiri tónleika á næstunni en Björk er um þessar mundir að kynna sína nýjustu plötu, Vulnicura, sem hefur fengið mjög góða dóma gagn- rýnenda. - fb M.A. BESTA MYNDIN – BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI – BESTI LEIKSTJÓRI “BENEDICT CUMBERBATCH IS OUTSTANDING” “EXCEPTIONAL” TILNEFND TIL 8 ÓSKARSVERÐLAUNA “THE BEST BRITISH FILM OF THE YEAR” “FASCINATING & THRILLING” INSPIRING T H E I M I TAT I O N G A M E BENEDICT CUMBERBATCH KEIRA KNIGHTLEY B A S E D O N T H E I N C R E D I B L E T R U E S TO R Y O F A L A N T U R I N G “THE BEST FILM OF THE YEAR” “A SUPERB THRILLER” “AN INCREDIBLY MOVING STORY” Búið er að taka nokkrar dagsetn- ingar frá fyrir mögulega stór- viðburði í Kórnum í sumar, að sögn Birgis Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra HK sem sér um rekstur Kórsins. „Ég get ekki fullyrt neitt en ég hef heyrt að það sé einhver á svipuðu „kalí- beri“ og tónleikarnir síðasta sumar,“ segir Birgir og bætir við: „Við höfum verið beðin um að taka frá dagsetningar í júní og júlí. Það eru einhverjar hug- myndir á lofti en það hefur ekk- ert verið staðfest.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að verið sé að skipuleggja tónleika þar sem þekkt erlend stjarna muni koma fram. Óvíst er hvaða stjarna mun troða upp í Kórnum en hafa mörg nöfn verið nefnd til sögunn- ar í þeim efnum. Sterkur orðrómur er nú á kreiki á meðal fólks innan tónleikabransans að viðræður séu í gangi um að fá stórstjörnuna Rihanna til landsins. Rihanna, sem er frá Barbados, er skærasta poppstjarna heims og hefur selt yfir 30 milljónir ein- taka af plötum sínum. Hún hefur nýlokið tónleikaferð um Banda- ríkin, ásamt rapparanum Eminem. Ferðalag þeirra var skipulagt af fyrirtækinu Live Nation, sem skipulagði tónleika bandaríska söngvarans Justins Timber- lake hér á landi í sam- starfi við Senu. Sam- kvæmt heim- ildum Frétta- blaðsins voru bæjaryfirvöld í Kópavogi mjög ánægð með framkvæmd tónleika Timberlakes í Kórnum í ágúst í fyrra. Lokað var fyrir bílaum- ferð í stórum hluta Kórahverf- isins en í staðinn voru farþegar ferjaðir að Kórnum í strætis- vögnum. Góður rómur var gerð- ur að allri umgjörð í Kórnum og var sá orðrómur á kreiki strax síðasta haust að litið hefði verið á tónleika Timberlakes sem próf; hvort hægt yrði endurtek- ið að halda tónleika sem væru af svipaðri stærðargráðu í Kórnum í framtíð- inni. En heim- ildir Fréttablaðsins herma þó að HK-ingar, sem fara með rekstur Kórsins, ætli að hækka leigu- og þjónustuverð í Kórnum verði aðrir tónleikar haldnir þar. Við vinnslu fréttarinn- ar var einnig rætt við íbúa í Kórahverfinu sem voru ánægðir með fyrirkomulag tónleikanna í fyrra og sögðu lítið ónæði hafa skapast þegar tæplega tuttugu þúsund manns söfnuðust saman í Kórnum að hlusta á Justin Timberlake. kjartanatli@365.is, gunnarleo@365.is Stórtónleikar eru í kortunum í sumar Sterkur orðrómur er um að Rihanna sé á leið til landsins. Búið að taka Kórinn frá í sumar fyrir viðburð af svipaðri stærðargráðu og Timberlake-tónleikarnir í fyrra. STÓRTÓNLEIKAR Um sextán þúsund manns sáu Justin Timberlake með berum augum í Kórnum síðastliðið sumar. Góður rómur var gerður að allri umgjörð í Kórn- um og er mikil tilhlökkun í landsmönnum eftir öðrum stórtónleikum hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ RIHANNA Við höfum verið beðin um að taka frá dagsetningar í júní og júlí. Það eru einhverjar hug- myndir á lofti en það hefur ekkert verið staðfest. Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóra HK „Ég veit að ég lít skringilega út. Ég veit ekki hvað skal segja. Ég býst við að engum hafi líkað hvernig ég var förðuð.“ LEIKKONAN UMA THURMAN UM GAGNRÝNINA SEM HÚN HEFUR FENGIÐ Á NÝTT ÚTLIT SITT. 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C F -C 0 B 4 1 3 C F -B F 7 8 1 3 C F -B E 3 C 1 3 C F -B D 0 0 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.