Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGRáðstefnur og fundir LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 20152 Gestir okkar hafa haft orð á því að þeim finnist gott að komast úr amstri miðbæj- arins og hingað til okkar. Við Ís- lendingar virðumst sækja kraft í náttúruna og hún er svo sannar- lega í okkar umhverfi hér í Naut- hólsvík,“ segir Dagbjört Fjóla Haf- steinsdóttir, veitingastjóri Naut- hóls. Ýmsir möguleikar Veislusalur Nauthóls er vel tækj- um búinn og því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, bæði stóra og smáa. „Í salnum er hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, f lettitafla og púlt, auk þess sem við útvegum skrifblokkir og penna fyrir fundargesti,“ lýsir Dagbjört. Veislusalur Nauthóls rúmar frá 30 upp í 130 manna fundi allt eftir uppröðun. „Algengasta gestatal- an á fundum hjá okkur er 30-80 manns,“ segir Dagbjört. ● Bíóuppröðun: 130 manns ● Setið við hringborð: 110 manns ● Setið við hringborð þannig að gestir sjái á skjávarpa: 80 manns ● U-uppröðun: 30 manns Gleði í lok fundarlotu Dagbjört segir afar vinsælt að halda vinnudaga í Nauthól með blöndu af fundahaldi, mat og gleði. „Dagurinn hefst með funda- höldum, síðan er borðaður góður hádegismaður áður en haldið er áfram að funda. Í lok dags er haldin samheldnistund á barn- um með frískandi kokteilum eða viðlíka,“ lýsir Dagbjört. Hún bend- ir á að gestum líði afar vel á Naut- hól enda eru margir viðskiptavinir sem halda reglulega fundi í veislu- salnum. Svansvottað veitingahús Í rekstri Nauthóls er borin sérstök virðing fyrir umhverfinu og nátt- úrunni. Í nóvember 2012 hlaut Nauthóll Svansvottun frá um- hverfisráðuneytinu og varð þann- ig fyrsta veitingahúsið á Íslandi til að hljóta þá vottun. „Það að öðlast vottun Svansins krefst margra mjög misflókinna skilyrða,“ segir Dagbjört Á Nauthól er því mikið framboð af lífrænt ræktuðum mat, bjór og víni og hráefni úr nánasta um- hverfi. Nánari upplýsingar má finna á www.nautholl.is og á Facebook. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512-5434 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Dagbjört Fjóla Hafsteinsdóttir Matur, fundir og gleðistundir Í veislusal Nauthóls í Nauthólsvík er hægt að halda fundi og ráðstefnur fyrir 30 til 130 manns. Veitingahúsið, sem er Svansvottað, er frábærlega staðsett enda miðsvæðis en samt umkringt fagurri náttúru og sjávarsýn. Nauthóll getur séð um veitingar fyrir fundi. Þessi bíóuppröðun rúmar 130 manns. Boðið er upp á ýmiss konar uppröðun í veislusal Nauthóls. Til dæmis er hægt að sitja við hringborð eða raða borðum í hálfhring. Þeim alþjóðlegu ráðstefnum sem haldnar eru hér á landi fjölgar með hverju ári. Mikið starf hefur verið unnið á alþjóð- legum samkeppnismarkaði við að markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir erlendar ráðstefnur, hvataferð- ir, fundi og viðburði. Þessi markaðs- hluti ferðaþjónustunnar gengur undir nafninu MICE-markaður (e. meetings, incentives, conferences, events/exhibitions) og voru heild- artekjur af MICE-gestum um 25 milljarðar íslenskra króna árið 2013. „Það eru miklir hagsmunir í húfi við að byggja upp orðspor og eftirspurn fyrir þennan markað,“ segir Brynja Laxdal, markaðsstjóri hjá Meet in Reykjavik, sem sérhæfir sig í mark- aðssetningu innan þessa markað- ar. „Bæði eru þessir ferðamenn arð- bærir og jafna árstíðasveiflur og þá hafa erlendar rannsóknir sýnt að þessi markaður hvetji til tæknilegr- ar framþróunar, efli viðskiptatæki- færi og stuðli að uppbyggingu sér- tækra þjónustustaðla.“ Persónuleg tengsl mikilvæg Í samvinnu við Meet in Reykja- vik starfa svokallaðir „sendiherrar Meet in Reykjavík“ (ambassadorar). „Þetta eru allt einstaklingar sem eru með sterkt erlent tengslanet og eru í þeirri aðstöðu að geta fengið alþjóð- legar ráðstefnur hingað til lands. Þetta er fólk innan akademíunnar, í viðskiptalífinu og víðar sem sækir oft fagráðstefnur til annarra landa og getur haft áhrif á að ráðstefnan sem þeir sækja verði næst haldin á Ís- landi. Þetta fólk fær hjá okkur mark- aðsefni og stuðning og við aðstoðum það við gerð tilboðsbóka og fleira. Þeirra framlag er ekki launað af Meet in Reykjavík en umbun fyrir óeigin- gjarnt starf þeirra felst í tengslavið- burðum. Orðspor og bein persónu- leg tengsl skipta mjög miklu máli í þessum heimi og því mikilvægt fyrir okkur að fá þessa einstaklinga til samstarfs við okkur,“ segir Brynja. Ráðstefnugestir verðmætir Samkvæmt tölum frá Meet in Reykjavik komu um fjörutíu þús- und ráðstefnugestir hingað til lands árið 2013 á 121 alþjóðlega ráðstefnu. Fjöldi ráðstefna milli áranna 2013 og 2012 jókst um sjö prósent og um fimmtán prósent milli 2011 og 2013. Fjöldi ráðstefnugesta jókst hins vegar um 25 prósent á milli 2013 og 2012 sem þýðir að hingað eru að koma fleiri gestir á hverja ráð- stefnu. „Tekjur af MICE-gestum eru um tvöfalt hærri á hverja gistinótt en af hinum almenna ferðamanni. Þeir dvelja að meðaltali í sex daga og eyða um 66.500 krónum á dag. Hinn almenni ferðamaður dvelur um 7,2 daga að meðaltali en eyðir 34.500 krónum á dag. Þetta skýrist meðal annars af því að ráðstefnugesturinn greiðir hér ráðstefnugjald, kaupir yfirleitt dýrari gistingu, gerir vel við sig í mat og drykk og kaupir gjarnan skoðunarferðir. Þar sem ferðin er oft borguð eða styrkt af vinnuveitanda eyðir gesturinn oft meira í verslun- um. Reyndin sýnir að Ísland laðar gjarnan að fleiri gesti á alþjóðleg- ar ráðstefnur en aðrir áfangastað- ir þar sem áfangastaðurinn þykir spennandi og gestir bæta gjarnan við einhverjum dögum til ferðalaga í kringum ráðstefnuna. Brynja segir þetta skipta miklu máli í umræðunni sem hefur beinst að því að auka ætti hér hlut eyðslu- samari ferðamanna. „Þessar ábend- ingar eru ekki að ástæðulausu. Skatttekjur á hvern ferðamann á tíu ára tímabili hafa fallið um 46 pró- sent á meðan ferðamönnum hefur fjölgað um 142% á tímabilinu. Við þurfum því að horfa á verðmæti hvers ferðamanns en ekki bara á fjöldann.“ Áhættufælnir ráðstefnuskipu- leggjendur Ísland hefur upp á margt að bjóða sem áfangastaður ráðstefnugesta að sögn Brynju. „Hér má finna ein- staka náttúru, menningu og mann- líf. Sveitarómantík sem fólk hrífst af og svo er líka þessi einstæða orka sem fólk finnur fyrir þegar það kemur til Íslands. Okkar markaðs- setning snýr meðal annars að því að við förum á sýningar, heimsækjum fyrirtæki erlendis, auglýsum á vefn- um, í fagtímaritum og svo framveg- is. Við tölum við fólk og búum til áhugakrækjur og útskýrum að Ís- land er mjög nútímalegt þjóðfélag. Ráðstefnuskipuleggjendur eru frek- ar áhættufælinn hópur og þurfa að vera vissir um að innviðir og skipu- lag falli að faglegum kröfum þeirra. Helsta áskorunin sem við mætum við markaðssetningu landsins er sú að það eru margir sem búa yfir ranghugmyndum um landið, þeir sjá landið sem náttúruáfangastað en jafnvel svolítið frumstætt. Margir átta sig til dæmis ekki á hvað flug- samgöngur til og frá landinu eru góðar, innviðir nútímalegir, hér sé vel menntað fólk og blómstrandi menningarlíf svo ekki sé minnst á hversu náttúrulega umverfisvæn við erum. Það er alveg einstakt að- dráttarafl við Ísland í dag en það má ekki gleyma að það hefur átt sér stað mikið markaðsstarf á mörgum sviðum. Við þurfum að passa að við töpum ekki þessu einstaka um leið og við bætum þjónustustigið. Þá skiptir mestu máli að mótuð sé heildræn langtímastefna sem ein- hugur ríkir um að framfylgja.“ Sendiherrar í sjálfboðastarfi Tekjur af þeim ferðamönnum sem koma hingað til lands á ráðstefnur eru um tvöfalt hærri á hverja gistinótt en af hinum almenna ferðamanni. Á vegum Meet in Reykjavik starfa um hundrað manns í sjálfboðastarfi við það að fá fleiri ráðstefnur hingað til lands. Brynja Laxdal, markaðsstjóri Meet in Reykjavik, segir mikilvægt að mótuð sé heildræn langtímastefna í ferðaþjónustu. MYND/GVA 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D 0 -2 3 7 4 1 3 D 0 -2 2 3 8 1 3 D 0 -2 0 F C 1 3 D 0 -1 F C 0 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.