Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 54
Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta - Framþróun Barnalæknir á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar Laust er til umsóknar starf sérfræðings í barnalækningum eða barna- og unglingageðlæknis við Þroska- og hegð- unarstöð. Um er að ræða allt að 100% starfshlutfall eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Þroska- og hegðunarstöð er miðlæg, sérhæfð starfseining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stöðin er mönnuð þverfaglegum starfshópi sem sinnir m.a. grein- ingu, ráðgjöf, meðferð, fræðslu, rannsóknum, framþróun og starfsþjálfun í tengslum við börn sem hafa frávik í þroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru börn að 18 ára aldri og foreldar þeirra. Helstu verkefni og ábyrgð Starf barnalæknis/barna- og unglingageðlæknis felst einkum í greiningu, ráðgjöf og meðferð barna með þroska- og hegðunarvanda í þverfaglegu samstarfi við aðra sérfræðinga stöðvarinnar. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda. Hæfnikröfur Leitað er að umsækjanda sem er sérfræðingur í barna- lækningum eða barna- og unglingageðlækningum. Til greina kemur að ráða sérfræðing í heimilislækningum með áhuga á greiningu og meðferð vegna þroska- og hegðunarfrávika barna eða lækni í sérfræðinámi í áðurnefndum sérgreinum. Mikilvægur eiginleiki er færni í mannlegum samskiptum og áhugi og vilji til að starfa í þverfaglegu teymi. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun og fyrri störf, ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Umsækjendum sem uppfylla hæfnikröfur verður boðið í viðtal og byggir ráðning á frammistöðu í viðtali, umsögnum og innsendum gögnum. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í störfin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. Sækja skal um störfin á starfatorg.is eða á vef Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins undir „laus störf.“ Umsóknarfrestur er til og með 09.03.2015 Nánari upplýsingar veitir Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar í síma 585-1350 eða gyda.haraldsdottir@heilsugaeslan.is HH Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar Þönglabakki 1 109 Reykjavík Staða skólastjóra við Austurbæjarskóla Skóla- og frístundasvið Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Austurbæjarskóla. Austurbæjarskóli er rótgróinn skóli í miðbæ Reykjavíkur. Skólinn hefur starfað síðan 1930 og byggir starfið á sterkum hefðum. Í skólanum eru 450 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. Fjölbreyttir kennsluhættir, samvinna og list- og verkgreinar skipa stóran sess í skólastarfinu. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Austurbæjar- skóli er fjölmenningarlegur skóli þar sem virðing er borin fyrir ólíkum hæfileikum og komið til móts við þarfir nemenda. Starfað er eftir Olweusaráætluninni gegn einelti og unnið er að markmiðum Grænna skrefa Reykjavíkurborgar. Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda og starfsmanna. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag og samvinna við foreldra og nærsamfélag er gott. Leitað er eftir einstaklingi sem getur veitt skólasamfélaginu faglega forustu á lýðræðislegan hátt og leitt skólann inn í framtíðina með virðingu fyrir ríkri menningarlegri arfleifð. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreyti- lega samfélag sem við búum í. Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni. Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s.ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2015. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2015. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is AÞ-Þrif leitar að einstaklingum í vinnu. Einungis íslensku- eða enskumælandi einstaklingar koma til greina. Ákjósanlegur aldur er 20–40 ára. Gerðar eru kröfur um bílpróf og hreint sakavottorð. Umsóknir sendist á bjarki@ath-thrif.is merkt „Atvinna“ ATVINNA Skeiðarási 12 210 Garðabæ Við leitum starfa fyrir fólk á atvinnuleysiskrá hjá nokkrum stéttarfélögum – hæft fólk sem er tilbúið til að takast á við margvísleg verkefni. Ef þú ert með starf á lausu gætum við haft rétta starfsmanninn. Kynntu þér málið á vefsíðu okkar: www.starfid.is – eða sendu okkur fyrirspurn: vinna@starfid.is STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. er fyrirtæki í eigu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og var stofnað vorið 2012 til að halda utan um tilraunaverkefni um þjónustu við fólk án atvinnu, atvinnuleitendur, sem eru félagar í tilteknum stéttarfélögum. Þjónustan fer fram í fjórum þjónustumiðstöðvum og þar starfa m.a. 10 atvinnuráðgjafar STARFs. Þungamiðja þjónustunnar er vinnumiðlun og jafnframt er atvinnuleitendum liðsinnt við margvísleg vinnumarkaðsúrræði – markmiðið er að koma fleiri atvinnuleitendum aftur til starfa. www.starfid.is Vinnu vantar HB Grandi óskar eftir að ráða skipaeftirlitsmann til starfa á botnfisksvið félagsins. Sviðið ber ábyrgð á útgerð þriggja frystitogara og fjögurra ísfisktogara. SKIPAEFTIRLITSMAÐUR • Í starfi skipaeftirlitsmanns felst m.a. ábyrgð á viðhaldi togara fyrir- tækisins og umsjón með innkaupum á vörum og þjónustu. Starfsstöð er á aðalskrifstofum fyrirtækisins við Norðurgarð í Reykjavík. • Gerð er krafa um menntun sem vélfræðingur eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi. Kostur er að hafa starfsreynslu sem vélstjóri. • Starfsmaðurinn sem við leitum að býr yfir góðum skipulags- og samskipta- hæfileikum. Viðkomandi þarf að geta unnið undir álagi, vera árangursdrifinn í starfi og fær í helstu tölvuforritum. • Nánari upplýsingar veitir Elva Jóna Gylfadóttir starfsþróunarstjóri í síma 550 1024 eða með tölvupósti elva@hbgrandi.is. HB Grandi hf. veiðir, vinnur og markaðssetur botnfisk og uppsjávarfisk. Félagið gerir út tíu fiskiskip og vinnur fiskafurðir á sjó, í Reykjavík, á Akranesi og á Vopnafirði. Hjá félaginu starfa um 950 manns til sjós og lands. Umsóknir skal senda á póstfangið starf@hbgrandi.is og er umsóknarfrestur til 2. mars 2015 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D 0 -1 9 9 4 1 3 D 0 -1 8 5 8 1 3 D 0 -1 7 1 C 1 3 D 0 -1 5 E 0 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.