Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 73
KYNNING − AUGLÝSING Ráðstefnur og fundir14. FEBRÚAR 2015 LAUGARDAGUR 3
ION Luxury Adventure hótel er fjögurra stjörnu lúxushótel í þrjátíu mínútna akstursfjar-
lægð frá Reykjavík. Hótelið stend-
ur undir hlíðum Hengils á Nesja-
völlum í mikilli náttúrufegurð og
hefur vakið athygli víða um heim
fyrir einstaka hönnun.
Sigurlaug Sverrisdóttir, eigandi
og framkvæmdastjóri hótelsins,
segir hugmyndina á bak við hót-
elið alltaf hafa verið að búa til ein-
staka upplifun fyrir gesti.
„Við opnuðum snemma árs 2013
og með því að tvinna saman ís-
lenska hönnun, arkitektúr, tónlist,
myndlist og íslenska matargerð,
vildum við búa til íslenska upplif-
un. Húsgögnin eru flest hönnuð af
arkitektum ION, þeim Erlu Dögg
Ingjaldsdóttur og Tryggva Þor-
steinssyni hjá Minarc, og smíðuð á
Íslandi. Íslenskir myndlistarmenn
og ljósmyndarar eiga heiðurinn af
myndlistinni, sloppar, inniskór,
textíll, sápur, húðvörur, blóma-
skreytingar og jafnvel súkkulaðið
á míníbarnum er íslenskt.“
Frábær aðstaða til funda og ráð-
stefnuhalda
Alls eru 45 herbergi á hótelinu,
veitingastaður, Norðurljósabar og
einnig spa með 10 metra langri
náttúrulaug, nuddaðstöðu og
hvíldarherbergi.
Frábær aðstaða er til funda- og
ráðstefnuhalda á hótelinu. Hægt er
að koma 35 til 50 manns í sæti í sal
og ráðstefnugestir geta einnig setið
við borð í hópum.
Í salnum er hátalarakerfi, sjón-
varpsskjáir, hljóðnemi og háhraða
ljósleiðaratenging.
„Með því að halda fundi fyrir
utan Reykjavík skapast meiri sam-
heldni í hópnum og fólk nær að
einbeita sér betur að viðfangsefni
fundarins,“ segir Sigurlaug. „Þegar
ekki er setið í fundarsal geta gest-
ir slakað á og notið þess sem við
höfum upp á að bjóða. Á veitinga-
staðnum okkar, Silfru, er notast
við íslenskt hráefni, fisk úr Þing-
vallavatni og keypt inn beint frá
býli og á Norðurljósabarnum er
hægt horfa á óspillta náttúruna út
um háa glugga. Við bjóðum einnig
upp á slökunarnudd með íslensk-
um jurtum, gufubað og tíu metra
langa setlaug utandyra.
Þá er í nágrenninu hægt að sækja
afþreyingu. Adrenalíngarðurinn
er í göngufæri frá hótelinu, hægt er
að kafa í Silfru og þá selur hótelið
veiðileyfi í Þingvallavatni. Starfs-
fólk okkar sér einnig um að skipu-
leggja hestaferðir og fjallahjólaferð-
ir fyrir gesti,“ segir Sigur laug.
Verðlaun
ION Luxur y Adventure hótel
hefur vakið athygli víða um heim
og hlotið þó nokkur verðlaun. Þar
má nefna Global Travel Experi-
ence Awards sem voru afhent í
Shanghai, LE Miami Design Aw-
ards sem voru afhent í Miami, Eu-
rope’s Best Honeymoon Boutique
Hotel & Europe’s Best Sustainable
Boutique Hotel sem hvor tveggja
voru afhent í London og Hospit-
ality Awards fyrir Best Sustai-
nable Project afhent í NY.
Þá hefur hótelið fengið kynn-
ingu í erlendum blöðum og tíma-
ritum eins og New York Times,
Wallpaper, Häuser, breska Vogue,
The Independent, Elle og Le
Point.
Nánari upplýsingar er að finna
á heimasíðunni, ioniceland.is.
Fundað fyrir utan borgina á ION
ION Luxury Adventure hótel stendur í miðri náttúruperlu undir hlíðum Hengils við Nesjavelli. Þar er frábær aðstaða til funda- og
ráðstefnuhalda fjarri ys borgarinnar. Á hótelinu er fyrsta flokks veitingastaður, Norðurljósabarinn og spa. Hótelið hefur vakið athygli
víða um heim fyrir einstaka hönnun.
Sigurlaug Sverrisdóttir, eigandi og
framkvæmdastjóri ION hótels. Hún segir
hugmyndina á bak við hótelið hafa verið
að búa til einstaka íslenska upplifun.
Í hótelinu eru 45 herbergi.
Þegar ekki er setið í fundarsal er hægt að slaka á og njóta þess sem hótelið hefur upp á að bjóða.
Einnig geta ráðstefnugestir setið við borð í hópum.
Frábær aðstaða er til ráðstefnu- og fundahalda. Salurinn tekur allt að fimmtíu manns í sæti.
Tíu metra löng setlaug
úti undir beru lofti
með ævintýralegu
útsýni.
ION Luxury Advent-
ure hótel er staðsett
í náttúruparadís við
Nesjavelli. Hótelið
hefur vakið athygli
víða um heim fyrir
einstaka hönnun.
1
3
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:1
2
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
D
0
-2
3
7
4
1
3
D
0
-2
2
3
8
1
3
D
0
-2
0
F
C
1
3
D
0
-1
F
C
0
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K