Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 90
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 54 „Þetta er gamall draumur að ræt- ast,“ segir Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona sem býr sig undir að syngja lög Ellu Fitzgerald með Stórsveit Reykjavíkur. Kristjana hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð íslenskra djasssöng- kvenna og á þrátt fyrir ungan aldur að baki glæstan feril. Krist- jana er fædd og uppalin á Selfossi og tónlistin hefur alltaf átt hug hennar allan þótt hún hafi ekki alltaf ætlað að leggja djassinn fyrir sig. „Það þurfti nú ekki nema einn útvarpsþátt til þess að breyta líf- inu. Ég var svona meira á leiðinni út í klassískt nám, rúmlega tví- tug og farin að spá í framhalds- nám á Ítalíu eða kannski í Þýska- landi þegar þetta breyttist allt með einu lagi. Ég lá í sófanum heima hjá ömmu og afa þegar amma kom og sagði við mig: „Kristjana mín, það er einhver djass í útvarpinu,“ og var eflaust með það á hreinu að þetta væri eitthvað fyrir mig. Ég fór að hlusta, það var þáttur um Ellu Fitzgerald og þar var spiluð upptaka með henni á How High the Moon frá tónleikum í Berlín árið 1960. Og þarna var lagið sem breytti öllu þar sem Ella syngur sex mínútna skat-sóló. Ég hlustaði dolfallin á þáttinn til enda og í lokin tók þulurinn fram að þátturinn yrði endurtekinn um kvöldið. Svo ég stökk út í bíl- inn hans afa, brunaði í búð, keypti kassettu og tók svo þáttinn upp um kvöldið. Ég á þessa kassettu meira að segja enn þá. En þetta varð til þess að ég ákvað að fara í djass- inn og áður en ég vissi af þá var ég farin í nám til Hollands.“ Næstkomandi mánudagskvöld ætlar Kristjana að syngja plötuna Ella & Basie frá 1963 í útsetningum Quincy Jones með Stórsveit Reykja- víkur undir stjórn Svíans Daniels Nolgård, píanóleikara og útsetjara. „Stórsveitin er í rosalegu formi þessa dagana og Daniel er algjör snillingur. Þessar útsetningar eru ekki lengur til svo Daniel tók sig til og skrifaði þetta upp eftir upp- tökunni á plötunni. Þetta eru þrett- án þekktir standardar og á einni af þekktustu plötum djassins svo þetta verður alveg hrikalega gaman. Auk djassins hefur Kristjana á síðustu árum einnig starfað í leik- húsi en sýningarnar Jesú litli og Hamlet litli þar sem Kristjana sá um tónlistina og lék einnig í sýn- ingunum nutu báðar gríðarlegra vinsælda og hlutu báðar sýning- arnar Grímuverðlaunin sem sýn- ing ársins. Leikhúsið skipar sífellt stærri sess í störfum Kristjönu en hún á reyndar leiklistaráhugann ekki langt að sækja. „Amma var ein af stofnendum Leikfélags Selfoss og leikhúsið hefur alltaf togað smá í mig. Ég er hreinlega alin upp í litla leikhús- inu á Selfossi og þar tók ég þátt í ýmsum verkefnum en alltaf út frá tónlistinni. Ég var alltaf staðráðin í að verða tónlistarmaður en leikhús- ið hefur alltaf heillað mig líka. Það eru algjör forréttindi að geta bland- að þessu saman enda má eiginlega segja að ég sé með áunna leikhús- bakteríu. Við Bergur Þór erum að fara að vinna nýja trúðasýningu fyrir Borgarleikhúsið. Það verður trúða- ópera þannig að tónlistin verður í miklu stærra hlutverki en áður svo ég hlakka alveg rosalega mikið til. Tónlistin verður eflaust allt- af númer eitt hjá mér og ég stefni að því að senda frá mér sólóplötu seinna á árinu. Ég sendi frá mér eitt lag síðasta sumar og þetta er nú meira popp en djass enda við Selfyssingar sérfræðingar í sumar- smellum.“ magnus@frettabladid.is ➜ Myndirnar sýna daglegt líf á Akra- nesi og í sveitunum í kring en einnig í Deventer í Hollandi. Akurnesingurinn og listmálarinn Bjarni Skúli Ketilsson – Baski, sýnir í Safnaskálanum á Akranesi. Hann býr í Deventer í Hol- landi ásamt konu og börnum en skrapp heim til að halda nám- skeið í myndlist og einnig til að sýna verk sín. Myndirnar sýna daglegt líf á Akranesi og í sveit- unum í kring en einnig í Deventer í Hollandi. Þetta er önnur sýning Bjarna Skúla á Akranesi. Sú fyrri var Minningar á striga árið 2012 á 70 afmæli Akraneskaupstaðar og samhliða gaf hann út bókina Akranes heima við hafið. Fyrirsætan á myndinni sem hér fylgir með er söngkona í hljóm- sveit listamannsins Dear Ellinor í Hollandi. Hún er af ætt hins heimsfræga málara Johannes Vermeer sem málaði meðal ann- ars hið fræga málverk Mjólkur- stúlkuna. Baski ákvað að fá hana í sams konar uppstillingu á vinnustofu sinni til að geta málað af henni mynd í anda Vermeers, frænda hennar. Hér er hún með sinn uppáhalds- drykk og því heitir verkið Viský- stúlkan! - gun Málar í anda hins hollenska Vermeers Listsýningin Daglegt líf verður opnuð í Guðnýjarstofu, Safnaskálanum á Akranesi, í dag klukkan 14. EIN AF MYND- UM BASKA Gerdine Vermeer er af ætt hins heimsfræga málara Johannes Vermeer. Á enn þá til á kassettu lagið sem breytti öllu á sex mínútum Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona ætlar að syngja eina frægustu plötu Ellu Fitzgerald með Stórsveit Reykjavíkur í Hörpu næsta mánudagskvöld. Hún stefnir að sólóplötu á árinu, undirbýr trúðaóperu í Borgarleikhúsinu og er með áunna leikhúsbakteríu. KRISTJANA OG ELLA Lagið How High the Moon með þessari mögnuðu söngkonu varð til þess að djassinn varð fyrir valinu hjá Kristjönu Stefánsdóttur. „Við ætlum að leiða fólk með tónum og textum úr myrkri og kulda í ljós og yl. Okkur finnst svo þarft fyrir sálarlífið að fagna því að við Íslendingar erum að færa okkur úr myrkrinu yfir í birtuna,“ segir Anna Jónsdóttir sópran- söngkona um tónleika sem hún og Sophia Schoonjans hörpuleikari eru með í Hannesarholti á morg- un, sunnudag, klukkan 15. Við erum með tónlist eftir Moz- art og Schubert, íslensk þjóðlög og líka ensk og þýsk. Ég held að þetta sé tónlist við allra hæfi, innlendra sem erlendra.“ Tónleikarnir tilheyra röðinni Konsert með kaffinu. - gun Fagna birtunni með tónum og textum Anna Jónsdóttir sópran og Sophia Schoonjans hörpu- leikari halda tónleika í Hannesarholti á morgun. FLYTJENDUR Þær Sophia og Anna ætla að flytja tónlist við allra hæfi. ÓKEYPIS AÐGANGUR HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 17. FEBRÚAR KL.12:15 KOLBEINN JÓN KETILSSON TENÓR ANTONÍA HEVESI píanó WAGNER - WEBER - TOSTI Í FJARLÆGÐ MENNING Ég fór að hlusta, það var þáttur um Ellu Fitzgerald og þar var spiluð upptaka með henni á How High the Moon frá tónleikum í Berlín árið 1960. Og þarna var lagið sem breytti öllu þar sem Ella syngur sex mínútna skat-sóló. 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C F -F 2 1 4 1 3 C F -F 0 D 8 1 3 C F -E F 9 C 1 3 C F -E E 6 0 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.