Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 36
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 LANGVARANDI ÓLGA Í ÚKRAÍNU 1990 1993 1996 1999 2002 2005 2008 2011 2014 1991 Úkraína verður sjálfstætt ríki, hafði til- heyrt Sovétríkj- unum síðan 1919. Leoníd Kravtsjúk kosinn forseti. 1994 Leoníd Kútsjma kosinn forseti. Styrkti á ný tengslin við Rússland. 2004 Appelsínugula byltingin. Viktor Jústsj- enkó og Júlía Tímosjenkó í fararbroddi lýðræðissinna. 2005 Viktor Jústsj- enkó tekur við forsetaembættinu. Tímosjenkó verður forsætisráðherra, en er sakfelld fyrir spillingu og mis- notkun valda. 2010 Viktor Janúkóvitsj kosinn forseti. Sakaður um spillingu og þjónkun við Rússa. 2013 Bylting Evrópusinna gegn Janúkó- vitsj hefst í nóvember. 2014 Krímskagi inn- limaður í Rússland í mars. Borgarastyrj- öld í austurhéruð- unum hefst í apríl. Auðkýfingurinn Petró Porosjenkó kosinn forseti í júní. Vonarglætan í Úkraínu Pútín Rússlandsforseti virðist hafa náð fram flestum helstu kröfum sínum varðandi Úkraínu. Austurhéruðin fá aukna sjálf- stjórn og ESB opnar á viðræður um helstu áhyggjuefni Pútíns. Í kvöld á að hefjast vopnahlé, sem gæti reynst brothætt. Að nokkru leyti stendur Vladímír Pútín Rúss-landsforseti uppi sem sigurvegari eftir frið-a rs a m n i nga n a u m Úkraínu, sem gerðir voru á nærri sextán klukkustunda löngum næturfundi í Minsk í Hvíta-Rússlandi nú í vikunni. Að minnsta kosti ef framvinda mála verður nokkurn veginn í samræmi við það sem samþykkt var á fund- inum. Hann virðist hafa náð fram flestum helstu kröfum sínum og sneri heim til Rússlands sem frið- arhöfðingi hinn mesti. Þannig fá uppreisnarmenn í austurhluta landsins, sem Rúss- ar hafa stutt leynt og ljóst, vil- yrði um stjórnarskrárbreytingar sem eiga að tryggja austurhéruð- unum Donetsk og Luhansk aukna sjálfstjórn, þótt ekki sé skilgreint nánar hve langt eigi að ganga í þeim efnum. Þetta hefur frá upphafi verið ein helsta krafa Vladímírs Pútín Rússlandsforseta fyrir hönd upp- reisnarmannanna. Enn á þó eftir að útfæra þessar stjórnarskrár- breytingar, en að minnsta kosti hefur stjórnin í Kænugarði feng- ist til þess að ræða þennan mögu- leika í fullri alvöru. Þá fær Pútín loforð um að eitt helsta áhyggjuefni hans í Úkraínu- deilunni verði rætt, en það er sam- starfssamningur Úkraínustjórnar við Evrópusambandið, sami samn- ingur og upphaflega varð til þess að ólgan í Úkraínu hófst þegar Janúkovítsj, þáverandi forseti, ákvað skyndilega að fresta því að undirrita þennan samning. Það sem ætlast er til af Pútín Á móti hefur Pútín reyndar þurft að gefa eftir kröfur um að stjórnin í Kænugarði fari frá völdum. Hann hefur frá upphafi litið á hana sem ólöglega byltingarstjórn öfga- manna sem rússneskumælandi íbúum austurhluta Úkraínu stafi beinlínis hætta af. Verði stjórnar- skrárbreytingarnar uppreisnar- mönnunum þóknanlegar ætti það áhyggjuefni þó í sjálfu sér að vera úr sögunni. Pútín hefur auk þess lofað að beita áhrifum sínum og sjá til þess að uppreisnarmennirnir haldi vopnahléð. Hann þarf svo einnig að sjá til þess að rússneskir hermenn og aðrir Rússar, sem farið hafa yfir landamærin til að berjast með uppreisnarmönnum, haldi aftur til síns heima. Evrópusambandið hótar því svo að frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi verði að veruleika, tak- ist ekki að koma þessu friðarsam- komulagi í framkvæmd. Á hinn bóginn hafa Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heit- ið því að hjálpa Úkraínubúum við uppbyggingu efnahagslífsins eftir þetta langvarandi stríð í austur- hlutanum. Brotthættur friður Spurningin snýst svo um fram- haldið, bæði hvort uppreisnar- menn sætta sig við að gefa eftir vopnavöld sín í austurhéruðun- um og einnig hvort Úkraínustjórn sættir sig við að koma raunveru- lega til móts við uppreisnarmenn hvað varðar stjórnarskrárbreyt- ingarnar. Verði viðleitni beggja aðila bara til málamynda, eins og til þessa, má búast við því að allt fari fljót- lega úr böndunum eina ferðina enn. Og jafnvel þótt niðurstaðan verði ásættanleg fyrir báða, þá líður væntanlega langur tími þang- að til menn jafna sig á tíu mánaða harðvítugri borgarastyrjöld sem hefur kostað meira en fimm þús- und manns lífið. Klofin þjóð Úkraína hefur í reynd verið klof- in þjóð um langa hríð. Þótt úkra- ínska og rússneska séu náskyld tungumál, þá eiga rússneskumæl- andi íbúar austurhlutans stundum erfitt með að skilja úkraínskuna sem íbúar vesturhlutans tala. Og þótt skólakerfið hafi áratug- um saman séð til þess að íbúar vesturhlutans kunni nánast allir rússnesku mjög vel, þá vilja þeir almennt ekki gefa úkraínskuna upp á bátinn. Þvert á móti þá vilja þeir snúa við þeirri áratugalöngu valdastöðu tungumálanna, sem á rætur að rekja til Sovétríkjanna og tryggði rússneskunni jafnan ótvíræða yfirburði sem mikil- vægara tungumál en úkraínska. Þessa viðleitni vesturhlutans upplifa íbúar austurhlutans hins vegar sem yfirgang og vilja ekk- ert endilega þurfa að leggja á sig að læra úkraínsku, hvað þá meira. Rússum hefur því orðið tíðrætt um ofríki úkraínskra þjóðernis- sinna gagnvart rússneskumæl- andi íbúum austurhlutans. Því til stuðnings hafa Rússar óspart bent á að stjórnmálaflokkar með aug- ljósar rætur í nýnasisma eigi nú aðild að stjórninni í Kænugarði. Sú stjórn hafi tekið völdin á síð- asta ári eftir að hafa hrakið úr embætti lýðræðislega kjörinn forseta, sem fæddur er í austur- héruðunum. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is r 50km KÆNU- GARÐUR RÚSSLAND Stækkað svæði Ú K R A Í N A Krímskagi Innlimaður í Rússland Stanytsia Luhanska Luhansk Horlivka Shakhtarsk Krasny Luch Donetsk Volnovakha Mariupol Novoazovsk ASÓVSHAF D o n e t s k - h é r a ð Ú K R A Í N A R Ú S S L A N D L u h a n s k - h é r a ð Krasnoarmiisk SchastiaLysychansk Izvaryne PopasnaKramatorsk: Höfuðstöðvar Úkraínuhers Artemivsk Debaltseve: Umsátur uppreisnarmanna Yfirráðasvæði uppreisnar- manna 12. febrúar 50 km vopnlaust griðabelti FRIÐARSAMKOMULAGIÐ ➜ Þrátt fyrir friðarsamkomulag hafa hörð átök haldið áfram í austanverðri Úkraínu, einkum í og umhverfis bæinn Debaltseve þar sem uppreisnarmenn segjast hafa umkringt stjórnarherinn. NORDICPHOTOS/AFP VÍGBÚNAÐUR Aðskilnaðarsinnar á skriðdreka í Luhansk- héraði í október síðastliðnum. 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D 0 -1 4 A 4 1 3 D 0 -1 3 6 8 1 3 D 0 -1 2 2 C 1 3 D 0 -1 0 F 0 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.