Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 67
| FÓLK | 7
Þessa dagana stendur yfir
skemmtileg ljósmyndasýning
í Sjóminjasafninu í Reykjavík.
Þar eru sýndar ljósmyndir
Brynjólfs Sveinssonar sem
fæddist árið 1914 og lést 1981.
Brynjólfur var kunnur áhuga-
ljósmyndari auk þess að hafa
starfað sem kaupmaður og
stöðvarstjóri Pósts og síma í
Ólafsfirði. Binni, eins og Brynj-
ólfur var iðulega kallaður,
byrjaði að taka ljósmyndir
árið 1930 og tók myndir af
mannlífinu í Ólafsfirði í hálfa
öld. Þegar 100 ár voru liðin
frá fæðingu hans í október á
síðasta ári stóð fjölskylda hans
fyrir sýningu í Ólafsfirði á ljós-
myndum hans auk kvikmynda
sem hann tók. Stór hluti sömu
ljósmynda er nú til sýnis í Sjó-
minjasafninu við Grandagarð
8. Þótt ýmsar ljósmyndir Binna
hafi birst reglulega um miðbik
og seinni hluta síðustu aldar í
bókum, tímaritum og blöðum
hafa myndir hans aldrei verið
sýndar opinberlega áður.
Meðal mynda á sýningunni
eru ljósmyndir af grindhvala-
vöðu í Ólafsfirði árið 1933,
skipsskaða á hvítasunnu árið
1935 og vígslu sundlaugar
Ólafsfjarðar sem fór fram árið
1945. Fjöldi mynda sýnir at-
hafnalífið við höfnina, sjómenn
og fiskverkafólk og Ólafsfirð-
inga við dagleg störf sem og á
hátíðar- og sorgarstundum.
Sýningin er í Hornsílinu sem
er salur á annarri hæð hússins.
Hún stendur yfir til sunnudags-
ins 8. mars. Sjóminjasafnið er
opið alla daga milli kl. 10 og 17.
Nánari upplýsingar má finna á
sjominjasafn.is.
LJÓSMYNDA-
SÝNING
Kakan er auðveld í bakstri
og afskaplega bragðgóð
enda með Mars-súkkul-
aði í. Það er tilvalið að
skella í þessa og gæða
sér á í staðinn fyrir hið
hefðbundna laugardags-
nammi á meðan glápt er
á Eurovision-keppnina
í kvöld. Eða hafa hana
með sunnudagskaffinu á
morgun. Eða bara bæði.
GÓÐ NAMMIKAKA – TILVALIN Í PARTÍIÐ EÐA MEÐ KAFFINU
Í tilefni Söngvakeppni Sjónvarpsins ættu sem flestir að bjóða í partí. Og bera þessa gómsætu köku á borð.
100 g smjör
40 g kakó
2 egg
200 g sykur
2 tsk. vanillu-
dropar
50 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 Mars-súkk-
ulaðistykki
Hitið ofninn í 180 C°. Bræðið smjörið,
þegar það er bráðið hrærið kakóinu út í
það og látið kólna. Hrærið saman egg og
sykur þar til það er létt og ljóst. Blandið
kakósmjörblöndunni við, bætið vanillu-
dropunum við. Bætið svo hveitinu við og
hrærið, þó ekki of mikið. Bætið Mars-
inu við og hellið í form. Bakið í um það
bil þrjátíu mínútur eða þar til kakan er
komin með létta skorpu að ofan og hefur
aðeins losnað frá hliðum formsins. Hafið
kökuna í forminu og skerið í bita.
Ljósmyndasýning með mynd-
um Sr. Arnar Friðrikssonar var
opnuð um helgina, á vef Menn-
ingarmiðstöðvar Þingeyinga,
husmus.is.
Á sýningunni eru samtals
174 ljósmyndir, flestar teknar
á Húsavík á árunum 1940 til
1954. Einnig eru myndir frá
öðrum svæðum í Þingeyjar-
sýslu.
Myndir Arnar bera vott um
„næmt auga fyrir því mynd-
ræna í hversdagslegum að-
stæðum sem ekki allir koma
auga á“, segir á heimsíðu
Menningarmiðstöðvarinnar.
Örn afhenti Ljósmyndasafni
Þingeyinga ljósmyndasafn sitt
en í því eru rúmlega þúsund
myndir, bæði á pappír og á
filmum.
LJÓSMYNDIR
Mannlíf frá fyrri tíð
1
3
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:1
2
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
D
0
-0
A
C
4
1
3
D
0
-0
9
8
8
1
3
D
0
-0
8
4
C
1
3
D
0
-0
7
1
0
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K