Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 67
 | FÓLK | 7 Þessa dagana stendur yfir skemmtileg ljósmyndasýning í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Þar eru sýndar ljósmyndir Brynjólfs Sveinssonar sem fæddist árið 1914 og lést 1981. Brynjólfur var kunnur áhuga- ljósmyndari auk þess að hafa starfað sem kaupmaður og stöðvarstjóri Pósts og síma í Ólafsfirði. Binni, eins og Brynj- ólfur var iðulega kallaður, byrjaði að taka ljósmyndir árið 1930 og tók myndir af mannlífinu í Ólafsfirði í hálfa öld. Þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu hans í október á síðasta ári stóð fjölskylda hans fyrir sýningu í Ólafsfirði á ljós- myndum hans auk kvikmynda sem hann tók. Stór hluti sömu ljósmynda er nú til sýnis í Sjó- minjasafninu við Grandagarð 8. Þótt ýmsar ljósmyndir Binna hafi birst reglulega um miðbik og seinni hluta síðustu aldar í bókum, tímaritum og blöðum hafa myndir hans aldrei verið sýndar opinberlega áður. Meðal mynda á sýningunni eru ljósmyndir af grindhvala- vöðu í Ólafsfirði árið 1933, skipsskaða á hvítasunnu árið 1935 og vígslu sundlaugar Ólafsfjarðar sem fór fram árið 1945. Fjöldi mynda sýnir at- hafnalífið við höfnina, sjómenn og fiskverkafólk og Ólafsfirð- inga við dagleg störf sem og á hátíðar- og sorgarstundum. Sýningin er í Hornsílinu sem er salur á annarri hæð hússins. Hún stendur yfir til sunnudags- ins 8. mars. Sjóminjasafnið er opið alla daga milli kl. 10 og 17. Nánari upplýsingar má finna á sjominjasafn.is. LJÓSMYNDA- SÝNING Kakan er auðveld í bakstri og afskaplega bragðgóð enda með Mars-súkkul- aði í. Það er tilvalið að skella í þessa og gæða sér á í staðinn fyrir hið hefðbundna laugardags- nammi á meðan glápt er á Eurovision-keppnina í kvöld. Eða hafa hana með sunnudagskaffinu á morgun. Eða bara bæði. GÓÐ NAMMIKAKA – TILVALIN Í PARTÍIÐ EÐA MEÐ KAFFINU Í tilefni Söngvakeppni Sjónvarpsins ættu sem flestir að bjóða í partí. Og bera þessa gómsætu köku á borð. 100 g smjör 40 g kakó 2 egg 200 g sykur 2 tsk. vanillu- dropar 50 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 Mars-súkk- ulaðistykki Hitið ofninn í 180 C°. Bræðið smjörið, þegar það er bráðið hrærið kakóinu út í það og látið kólna. Hrærið saman egg og sykur þar til það er létt og ljóst. Blandið kakósmjörblöndunni við, bætið vanillu- dropunum við. Bætið svo hveitinu við og hrærið, þó ekki of mikið. Bætið Mars- inu við og hellið í form. Bakið í um það bil þrjátíu mínútur eða þar til kakan er komin með létta skorpu að ofan og hefur aðeins losnað frá hliðum formsins. Hafið kökuna í forminu og skerið í bita. Ljósmyndasýning með mynd- um Sr. Arnar Friðrikssonar var opnuð um helgina, á vef Menn- ingarmiðstöðvar Þingeyinga, husmus.is. Á sýningunni eru samtals 174 ljósmyndir, flestar teknar á Húsavík á árunum 1940 til 1954. Einnig eru myndir frá öðrum svæðum í Þingeyjar- sýslu. Myndir Arnar bera vott um „næmt auga fyrir því mynd- ræna í hversdagslegum að- stæðum sem ekki allir koma auga á“, segir á heimsíðu Menningarmiðstöðvarinnar. Örn afhenti Ljósmyndasafni Þingeyinga ljósmyndasafn sitt en í því eru rúmlega þúsund myndir, bæði á pappír og á filmum. LJÓSMYNDIR Mannlíf frá fyrri tíð 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D 0 -0 A C 4 1 3 D 0 -0 9 8 8 1 3 D 0 -0 8 4 C 1 3 D 0 -0 7 1 0 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.