Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 44
FÓLK|HELGIN Axel Einar Guðnason, rekstrarstjóri Hjallastefn-unnar, byrjaði að hlaupa fyrir þremur árum og var fljótur að koma sér í maraþonform. Hann fór í fyrsta maraþonið í apríl í fyrra og var eini Ís- lendingurinn sem var skráður í Walt Disney World-maraþonið í Orlando í byrjun janúar. Hann missti hins vegar af rástímanum og ekkert varð af hlaupinu. Axel segir ferðina hafa einkennst af klúðri, eftir marga streitudaga. „Við hjónin vorum á leið á ráðstefnu í Flórída helgina eftir. Þegar það lá fyrir fór ég að at- huga með hlaup á svæðinu og langaði að nýta ferðina. Það var annað hvort Disney-maraþonið í Orlando eða Mississippi Blues- maraþonið í Jackson sem komu til greina. Hið síðarnefnda hefði þýtt viðbótarferðalag svo Disney-hlaupið varð ofan á.“ HAFÐI EKKI MISST ÚR ÆFINGU Axel tók þátt í London-mara- þoninu í apríl í fyrra og byrjaði að æfa fyrir Disney-hlaupið í september. „Ég æfði samkvæmt prógrammi fjórum sinnum í viku og missti aldrei úr, þrátt fyrir alls kyns veður far. Viku fyrir brottför fór yngri dóttir okkar að suða um að koma með. Úr varð að við keyptum flugmiða fyrir hana. Kvöldi fyrir brottför byrjaði sú eldri og við vorum í miklu pati að panta enn einn flugmiða og útvega tilskilin leyfi rétt fyrir flug.“ ALLT GEKK Á AFTURFÓTUNUM Þegar fjölskyldan var komin í Leifsstöð kom í ljós að dollar- arnir höfðu gleymst heima. „Þeir lúrðu í nærfataskúffunni minni,“ upplýsir Axel. Þá var fjölskyldan með hangikjöt fyrir frænku í farteskinu og þurfti að fara sér- staka leið í gegnum bandaríska landamæraeftirlitið. „Það þýddi talsverðan aukarúnt og skrif- finnsku. Á hótelinu kom svo í ljós að við höfðum gleymt kjöt- inu í ísskápnum heima. Svona mætti lengi telja og var allur fókusinn af hlaupinu farinn út um þúfur,“ rifjar Axel upp. Hann segir það þó enga afsökun. „Í grunninn var það ég sem lagði allt of seint af stað í hlaupið og hafði ekki haft rænu á að fá leið- beiningar um hvert ég átti að mæta. Það gerist ekki aftur.“ Hótelið þar sem fjölskyldan dvaldi var tveimur kílómetrum frá rásmarkinu. „Rásmarkið var inni í Epcot, einum Disney-garð- inum, en hlaupið er í gegnum eina fjóra Disney-garða, að því að mér skilst,“ segir Axel með semingi. „Ég lagði af stað um nóttina, enda er ræst eld- snemma, og ætlaði bara að fara stystu leið að rásmarkinu, eins og ég er vanur. Fljótlega byrjaði vesenið. Lögreglan var búin að loka öllum aðkomuleiðum og vísaði á aðalinnganginn sem var töluvert langt í burtu enda garðurinn á stærð við Garðabæ. Umferðin var líka alveg brjáluð enda búið að loka öllum götum vegna hlaupsins. Þarna rann tíminn í raun frá mér. Lokatil- raunin var að fara úr bílnum og biðja einn lögregluþjóninn um að hleypa mér í gegn. Því var auðvitað kurteislega hafnað. Þegar ég fór svo að skoða leiðbeiningarnar eftir á sá ég að þátttakendur áttu að mæta við rásmarkið klukkutíma fyrir hlaup. Ég lagði af stað klukku- tíma fyrir hlaup svo þetta var í raun dauðadæmt frá upphafi,“ lýsir Axel. Hann var þó fljótur að sjá björtu hliðarnar. HEYRÐI SKOTHVELLINN Í FJARSKA „Sorgin varði bara rétt á meðan ég var að labba aftur á hótelið með skottið á milli lappana. Þá heyrði ég í Sollu stirðu, eða einhverri álíka, sem var að hita liðið upp. Svo ómaði auðvitað bandaríski þjóðsöngurinn og byssuskotið þegar hlaupið var ræst. Þar sem ég stóð í einungis kílómetra fjarlægð sá ég líka bjarmann af flugeldasýningunni sem efnt er til í upphafi hlaups.“ HEFÐI ALDREI FENGIÐ VIÐTAL Í FRÉTTABLAÐINU Axel fór með fjölskyldunni í nær- liggjandi verslunarmiðstöð og fékk sér svínarif og Starbucks- kaffi í sárabætur. „Ég huggaði mig við að vera ekki með harð- sperrur og keypti mér hlaupa- sokka til að undirstrika það að ég léti þetta ekki stoppa mig og væri hvergi nærri hættur að hlaupa. Facebook-vinir Axels gátu svo lesið eftirfarandi orð- sendingu: „Lagt inn í reynslu- bankann í dag, framvegis mun ég mæta á réttan stað á réttum tíma. Missti af hlaupinu sem er auðvitað fúlt en ekkert sem Star- bucks og Calvin Klein geta ekki læknað. Gengur betur næst.“ Axel ákvað strax með sjálfum sér að þetta hefði átt að fara svona. „Ég hefði aldrei fengið viðtal í Fréttablaðinu annars. Það hefði fáum þótt merkilegt ef ég hefði farið þetta hlaup og klárað á þremur og fjörutíu.“ NÝTILKOMINN ÁHUGI Axel heldur áfram að hlaupa í öllum veðrum og vindum. Fjöl- skyldan hyggst flytja tímabundið til Orlando í sumar og segir hann alls ekki útilokað að hann skrái sig til leiks í Disney-hlaupið að ári. „Þá hugsa ég að ég tjaldi í rásmarkinu kvöldinu áður.“ Hann segir ávinninginn af öllum æfingunum sitja eftir og er eðli málsins samkvæmt í fínu formi. Spurður hvort hann hafi alltaf verið í íþróttum segir Axel það fjarri lagi. „Ég var í fótbolta og handbolta í gamla daga en svo byrjaði maður að reykja og drekka og var farinn að safna fá- einum aukakílóum. Ég var gæinn sem svindlaði í öllum skóla- hlaupum með því að stytta mér leið en svo fullorðnast maður auðvitað. Ég hitti svo gamla íþróttakennarann minn í Flens- borgarhlaupi á dögunum. Ég var þarna rauður, móður og másandi og sagði henni að nú væri ég bú- inn að borga allt svindlið til baka með vöxtum og verðbótum og dráttarvöxtum. Eftir það féllumst við í faðma.“ Axel skrifar nýtilkominn hlaupaáhuga helst á gráa fiðring- inn. „Ég þakka fyrir að hann sé ekki verri en þetta, Hlaup er frá- bær hreyfing og ansi ávanabind- andi. Er það ekki alltaf þannig að mesta eftirsjáin er að hafa ekki byrjað fyrr?“ ■ vera@365.is MISSTI AF MARAÞONHLAUPI KLÚÐUR Axel Einar Guðnason varð fyrir því óláni að missa af rástíma í Walt Disney World-maraþoninu í Orlando í byrjun árs. Hann hafði æft fyrir hlaupið síðan í september og ekki misst úr eina æfingu. Hann sleikti sárin í nærliggjandi verslunarmiðstöð með Starbucks í annarri og svínarif í hinni. Hann heldur ótrauður áfram að hlaupa og segir ekki útilokað að hann reyni aftur að ári. FÉKK ÞÓ BOL Það vantar ekkert upp á húmor- inn hjá Axel og hleypur hann óhikað um í Disney-maraþon- bolnum þó hann hafi ekki einu sinni náð upp að rásmarkinu. ÁTTI AÐ FARA SVONA „Ég hefði aldrei fengið viðtal í Fréttablaðinu ef ekki hefði verið fyrir þetta klúður. Það hefði fáum þótt merkilegt ef ég hefði farið í þetta hlaup og klárað á þremur og fjörutíu.” 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C F -F B F 4 1 3 C F -F A B 8 1 3 C F -F 9 7 C 1 3 C F -F 8 4 0 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.