Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 4
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 sem verið hafa langtímaatvinnu- lausir.“ Fyrirmyndina að aðkomu ríkisins nú segir Hannes sótta í fæð- ingarorlofssjóð þar sem ríkið greiði ákveðna fasta upphæð til þess að tryggja rétt þeirra sem ekki eru á vinnumarkaði. Ávinning af starfsendurhæfingu segir Hannes hins vegar ótvíræðan, því hún stoppi flæði inn í örorkuna 21 jörð þyrfti til ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og við Íslending- ar, segja vistsporsútreikningar. KJARAMÁL Nýtt samkomulag stjórn- valda og heildarsamtaka vinnu- markaðarins bindur enda á óvissu sem hópar utan vinnumarkaðar hafa þurft að sæta um þjónustu Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Samkvæmt samkomulagi um framlög úr ríkissjóði til starfsendur- hæfingarsjóða, sem skrifað var undir á miðvikudag, greiðir ríkið alls 1,5 til 1,6 milljarða króna til Virk á þessu ári og næstu tveimur þar á eftir. Á þessu ári verður framlag ríkis- ins 200 milljónir króna og 650 millj- ónir á næsta ári. Árið 2017 er gert ráð fyrir að framlagið verði fjárhæð sem nemur 0,06 prósentum af gjald- stofni tryggingagjalds, en áætlað er að upphæðin geti þá numið um 720 milljónum króna. Hannes G. Sigurðsson, stjórnar- formaður Virk, segir þá lendingu sem nú sé búið að ná í málinu mikið fagnaðarefni. „Þessi ríkisstjórn er búin að gera sinn fyrsta samning um fullnaðarþátttöku í verkefninu og allar deilur um fjármögnun að baki,“ segir hann. Fyrir þetta samkomulag hafi Alþingi hins vegar ítrekað virt að vettugi í fjárlagavinnu sinni lög sem sett voru um starfsendurhæf- ingu og starfsemi starfsendurhæf- ingarsjóða árið 2010 og breytingar sem í kjölfarið hafi verið gerðar á lögum um tryggingagjald. Greiðslur í starfsendurhæfingarsjóðinn áttu að skiptast jafnt á milli atvinnurek- enda, lífeyrissjóða og ríkisins og tryggja að ekki væru „laumufarþeg- ar“ í kerfinu. „Þegar ítrekað kemur fram vilji Alþingis um að taka ekki þátt í verkefninu verðum við að endurskoða þá stefnu sem tekin var í lögunum frá 2010 um að allir eigi rétt,“ segir Hannes. Við þetta hafi misst rétt til aðstoðar Virk-hópar á borð við ungmenni og örorkulíf- eyrisþega. „Ungmenni sem nú eru komin á framfærslu félagsstofnun- ar og sveitarfélaga og kannski þeir Arðbærara en sæstrengur Ríkið veitir yfir einn og hálfan milljarð króna til Virk starfsendurhæfingarsjóðs á árunum 2015 til 2017 samkvæmt nýgerðum samningi. Skref til endurskipulagningar í átt til starfsgetumats í stað örorkubóta. BÖRN AÐ LEIK VIÐ ÍSAKSSKÓLA Eins og staðan hefur verið síðustu ár hefur fjölgun á atvinnumarkaði ekki haldið í við þann fjölda sem á hverju ári heltist úr lestinni vegna örorku. SKRIFAÐ UNDIR Hannes G. Sigurðsson, stjórnarformaður Virk, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags- málaráðherra, undirrituðu nýtt samkomulag á miðvikudag. MYND/VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ Fjárfesting í Virk og starfsendurhæfingu og í nýju kerfi er einhver ábatasamasta fjárfesting sem þetta þjóðfélag getur ráðist í. Hannes G. Sigurðsson, formaður stjórnar Virk. og beini fólk inn á vinnumarkað á ný. Til mikils sé að vinna því horfið hafi af vinnumarkaði vegna örorku 12 til 15 hundruð manns á ári síð- ustu ár, fleiri heldur en nemi nátt- úrulegri fjölgun vinnandi fólks. Hannes segir vonir standa til þess að þingnefnd undir forystu Péturs Blöndals skili á vorþinginu frum- varpi til nýrra laga um almanna- tryggingar, þar sem starfsgetumat taki við af núverandi kerfi örorku- mats. „Nái villtustu draumar fram að ganga og nýtt kerfi taki við um næstu áramót þá þarf að vera til staðar þetta kerfi starfsendurhæf- ingar og starfsgetumats sem yrði grundvöllur bótaúrskurða.“ Núna greiði ríkið árlega um 40 millj- arða króna á ári vegna örorku fólks og lífeyrissjóðir um 15 milljarða. „Fjárfesting í Virk og starfsendur- hæfingu og í nýju kerfi er einhver ábatasamasta fjárfesting sem þetta þjóðfélag getur ráðist í. Miklu arð- bærari en sæstrengur.“ olikr@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MEXÍKÓ Glæpaforinginn Omar Trevino Morales var handtekinn í Mexíkó í gær. Morales er talinn vera helsti leiðtogi glæpasamtak- anna Los Zetas, sem er voldugasti fíkniefnahringur landsins. Um sama leyti var annar for- sprakki samtakanna, Carlos Arturo Jimenez Encinas, handtekinn í ann- arri götu í sama hverfi. Þetta hverfi nefnist San Pedro Garza Garcia og þar búa auðkýfingar í glæsivillum. Trevino tók við forystu sam- takanna af bróður sínum, sem var handtekinn í júlí árið 2013. Tæpu ári áður féll annar helsti leiðtogi þessa fíkniefnahrings, Heriberto Lazcano, fyrir skotum mexíkóskra hermanna. Fyrir nokkru tókst að hafa hendur í hári Servando „La Tuta“ Gomez, leiðtoga annars fíkniefnahrings sem er kallaður Musterisriddararnir. Þessi glæpasamtök hafa verið einna fremst í flokki í mikilli of- beldisöldu sem Enrique Pena Nieto Mexíkóforseti hét að stöðva þegar hann komst til valda árið 2012. - gb Annar leiðtogi alræmdustu glæpasamtaka Mexíkós handtekinn þar í landi: Fíkniefnahringur laskaður HANDTEKINN Omar Trevino Morales í fylgd hermanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA KJARAMÁL „Við fengum engin efnisleg svör um okkar kröfur,“ segir Björn Snæbjörns- son, formaður Starfsgreina- sambandsins (SGS), um fund í kjaradeilu SGS og Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá sáttasemjara í gær. Næsti fundur í deilunni er boð- aður á þriðjudag. Þá segist Björn vonast eftir skýrari svörum og að staðan verði metin í kjölfarið. - óká BJÖRN SNÆ- BJÖRNSSON Næsti fundur á þriðjudag: Skýrari staða eftir helgina SVÍÞJÓÐ Peningar virka betur gegn andlegum sjúkdómum heldur en lyf, samkvæmt Dagens Nyheter. Þar er vísað í rannsókn sem gerð var við Stokkhólmsháskóla á 100 sjúklingum með geðröskum sem voru illa staddir fjárhagslega. Þeir fengu 500 sænskar krónur á mánuði í níu mánuði án skilyrða og var féð notað til tómstunda og kvöldverða. Andleg líðan þeirra reyndist miklu betri við lok til- raunarinnar heldur en viðmið- unarhóps. - ibs Meðferð við geðröskun: Peningar virka betur en lyf NEYTENDAMÁL Um 8.000 einstak- lingar hafa fengið bréf frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna þess efnis að þeir hafi erft ábyrgðir námslána hjá sjóðnum. Um er að ræða 5.400 lán en um 8.000 einstaklingar eru í ábyrgð fyrir þeim. Í mörgum tilfellanna hafði fólk ekki verið áður upplýst um að það væri í ábyrgð fyrir lánunum. Málið vakti töluverða athygli eftir að Guðmundur Steingríms- son og systkini hans töpuðu dómsmáli vegna ábyrgðarkröfu á námslán sem þau erfðu. - srs Fólki greint frá ábyrgðum: 8.000 manns erfa ábyrgðir LÍN Tilkynnir um 8.000 manns um ábyrgðir lána. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Grøn Balance fæst í Krónu nni Hafðu það grænt og njóttu lífsins Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá ENN HÁVETUR Í dag má búast við stormi um tíma og horfur eru á talsverðri rigningu SA-til, slyddu- eða snjókomu annars staðar en yfirleitt úrkomulítið norðantil. Á morgun og sunnudag ræður SV-átt ríkjum með éljum sunnan- og vestantil. 1° 16 m/s 1° 12 m/s 2° 8 m/s 5° 15 m/s SV 10-15 m/s S- og V-til, hægari vindur NA-til. Víða 10-15 m/s, hvassast syðst. Gildistími korta er um hádegi -4° 23° 5° 11° 19° 5° 7° 7° 7° 22° 12° 14° 17° 15° 11° 8° 8° 9° 3° 12 m/s 5° 16 m/s 2° 16 m/s 3° 15 m/s 2° 9 m/s 4° 11 m/s -1° 13 m/s 1° 1° -1° 0° 1° 0° 0° -2° 0° -1° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -7 A A 4 1 4 0 9 -7 9 6 8 1 4 0 9 -7 8 2 C 1 4 0 9 -7 6 F 0 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.