Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 4
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
sem verið hafa langtímaatvinnu-
lausir.“ Fyrirmyndina að aðkomu
ríkisins nú segir Hannes sótta í fæð-
ingarorlofssjóð þar sem ríkið greiði
ákveðna fasta upphæð til þess að
tryggja rétt þeirra sem ekki eru á
vinnumarkaði.
Ávinning af starfsendurhæfingu
segir Hannes hins vegar ótvíræðan,
því hún stoppi flæði inn í örorkuna
21 jörð þyrfti til ef allt mannkynið
lifði við sömu kjör og við Íslending-
ar, segja vistsporsútreikningar.
KJARAMÁL Nýtt samkomulag stjórn-
valda og heildarsamtaka vinnu-
markaðarins bindur enda á óvissu
sem hópar utan vinnumarkaðar
hafa þurft að sæta um þjónustu Virk
starfsendurhæfingarsjóðs.
Samkvæmt samkomulagi um
framlög úr ríkissjóði til starfsendur-
hæfingarsjóða, sem skrifað var
undir á miðvikudag, greiðir ríkið
alls 1,5 til 1,6 milljarða króna til
Virk á þessu ári og næstu tveimur
þar á eftir.
Á þessu ári verður framlag ríkis-
ins 200 milljónir króna og 650 millj-
ónir á næsta ári. Árið 2017 er gert
ráð fyrir að framlagið verði fjárhæð
sem nemur 0,06 prósentum af gjald-
stofni tryggingagjalds, en áætlað er
að upphæðin geti þá numið um 720
milljónum króna.
Hannes G. Sigurðsson, stjórnar-
formaður Virk, segir þá lendingu
sem nú sé búið að ná í málinu mikið
fagnaðarefni. „Þessi ríkisstjórn er
búin að gera sinn fyrsta samning
um fullnaðarþátttöku í verkefninu
og allar deilur um fjármögnun að
baki,“ segir hann.
Fyrir þetta samkomulag hafi
Alþingi hins vegar ítrekað virt að
vettugi í fjárlagavinnu sinni lög
sem sett voru um starfsendurhæf-
ingu og starfsemi starfsendurhæf-
ingarsjóða árið 2010 og breytingar
sem í kjölfarið hafi verið gerðar á
lögum um tryggingagjald. Greiðslur
í starfsendurhæfingarsjóðinn áttu
að skiptast jafnt á milli atvinnurek-
enda, lífeyrissjóða og ríkisins og
tryggja að ekki væru „laumufarþeg-
ar“ í kerfinu. „Þegar ítrekað kemur
fram vilji Alþingis um að taka ekki
þátt í verkefninu verðum við að
endurskoða þá stefnu sem tekin var
í lögunum frá 2010 um að allir eigi
rétt,“ segir Hannes. Við þetta hafi
misst rétt til aðstoðar Virk-hópar
á borð við ungmenni og örorkulíf-
eyrisþega. „Ungmenni sem nú eru
komin á framfærslu félagsstofnun-
ar og sveitarfélaga og kannski þeir
Arðbærara en sæstrengur
Ríkið veitir yfir einn og hálfan milljarð króna til Virk starfsendurhæfingarsjóðs á árunum 2015 til 2017
samkvæmt nýgerðum samningi. Skref til endurskipulagningar í átt til starfsgetumats í stað örorkubóta.
BÖRN AÐ LEIK VIÐ ÍSAKSSKÓLA
Eins og staðan hefur verið síðustu ár
hefur fjölgun á atvinnumarkaði ekki
haldið í við þann fjölda sem á hverju
ári heltist úr lestinni vegna örorku.
SKRIFAÐ UNDIR Hannes G. Sigurðsson, stjórnarformaður Virk, Eygló Harðardóttir,
félags- og húsnæðismálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags-
málaráðherra, undirrituðu nýtt samkomulag á miðvikudag. MYND/VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ
Fjárfesting í Virk og
starfsendurhæfingu og
í nýju kerfi er einhver
ábatasamasta fjárfesting
sem þetta þjóðfélag
getur ráðist í.
Hannes G. Sigurðsson,
formaður stjórnar Virk.
og beini fólk inn á vinnumarkað á
ný. Til mikils sé að vinna því horfið
hafi af vinnumarkaði vegna örorku
12 til 15 hundruð manns á ári síð-
ustu ár, fleiri heldur en nemi nátt-
úrulegri fjölgun vinnandi fólks.
Hannes segir vonir standa til þess
að þingnefnd undir forystu Péturs
Blöndals skili á vorþinginu frum-
varpi til nýrra laga um almanna-
tryggingar, þar sem starfsgetumat
taki við af núverandi kerfi örorku-
mats. „Nái villtustu draumar fram
að ganga og nýtt kerfi taki við um
næstu áramót þá þarf að vera til
staðar þetta kerfi starfsendurhæf-
ingar og starfsgetumats sem yrði
grundvöllur bótaúrskurða.“ Núna
greiði ríkið árlega um 40 millj-
arða króna á ári vegna örorku fólks
og lífeyrissjóðir um 15 milljarða.
„Fjárfesting í Virk og starfsendur-
hæfingu og í nýju kerfi er einhver
ábatasamasta fjárfesting sem þetta
þjóðfélag getur ráðist í. Miklu arð-
bærari en sæstrengur.“
olikr@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MEXÍKÓ Glæpaforinginn Omar
Trevino Morales var handtekinn
í Mexíkó í gær. Morales er talinn
vera helsti leiðtogi glæpasamtak-
anna Los Zetas, sem er voldugasti
fíkniefnahringur landsins.
Um sama leyti var annar for-
sprakki samtakanna, Carlos Arturo
Jimenez Encinas, handtekinn í ann-
arri götu í sama hverfi. Þetta hverfi
nefnist San Pedro Garza Garcia og
þar búa auðkýfingar í glæsivillum.
Trevino tók við forystu sam-
takanna af bróður sínum, sem var
handtekinn í júlí árið 2013. Tæpu
ári áður féll annar helsti leiðtogi
þessa fíkniefnahrings, Heriberto
Lazcano, fyrir skotum mexíkóskra
hermanna.
Fyrir nokkru tókst að hafa hendur
í hári Servando „La Tuta“ Gomez,
leiðtoga annars fíkniefnahrings sem
er kallaður Musterisriddararnir.
Þessi glæpasamtök hafa verið
einna fremst í flokki í mikilli of-
beldisöldu sem Enrique Pena Nieto
Mexíkóforseti hét að stöðva þegar
hann komst til valda árið 2012. - gb
Annar leiðtogi alræmdustu glæpasamtaka Mexíkós handtekinn þar í landi:
Fíkniefnahringur laskaður
HANDTEKINN Omar Trevino Morales í
fylgd hermanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
KJARAMÁL „Við
fengum engin
efnisleg svör um
okkar kröfur,“
segir Björn
Snæbjörns-
son, formaður
Starfsgreina-
sambandsins
(SGS), um fund
í kjaradeilu SGS
og Samtaka atvinnulífsins (SA)
hjá sáttasemjara í gær.
Næsti fundur í deilunni er boð-
aður á þriðjudag. Þá segist Björn
vonast eftir skýrari svörum og að
staðan verði metin í kjölfarið. - óká
BJÖRN SNÆ-
BJÖRNSSON
Næsti fundur á þriðjudag:
Skýrari staða
eftir helgina
SVÍÞJÓÐ Peningar virka betur gegn
andlegum sjúkdómum heldur en
lyf, samkvæmt Dagens Nyheter.
Þar er vísað í rannsókn sem gerð
var við Stokkhólmsháskóla á 100
sjúklingum með geðröskum sem
voru illa staddir fjárhagslega.
Þeir fengu 500 sænskar krónur
á mánuði í níu mánuði án skilyrða
og var féð notað til tómstunda og
kvöldverða. Andleg líðan þeirra
reyndist miklu betri við lok til-
raunarinnar heldur en viðmið-
unarhóps. - ibs
Meðferð við geðröskun:
Peningar virka
betur en lyf
NEYTENDAMÁL Um 8.000 einstak-
lingar hafa fengið bréf frá Lána-
sjóði íslenskra námsmanna þess
efnis að þeir hafi erft ábyrgðir
námslána hjá sjóðnum.
Um er að ræða 5.400 lán en um
8.000 einstaklingar eru í ábyrgð
fyrir þeim. Í mörgum tilfellanna
hafði fólk ekki verið áður upplýst
um að það væri í ábyrgð fyrir
lánunum.
Málið vakti töluverða athygli
eftir að Guðmundur Steingríms-
son og systkini hans töpuðu
dómsmáli vegna ábyrgðarkröfu á
námslán sem þau erfðu. - srs
Fólki greint frá ábyrgðum:
8.000 manns
erfa ábyrgðir
LÍN Tilkynnir um 8.000 manns um
ábyrgðir lána.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein-
grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Grøn Balance
fæst í Krónu
nni
Hafðu það grænt
og njóttu lífsins
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ENN HÁVETUR Í dag má búast við stormi um tíma og horfur eru á talsverðri rigningu
SA-til, slyddu- eða snjókomu annars staðar en yfirleitt úrkomulítið norðantil. Á morgun
og sunnudag ræður SV-átt ríkjum með éljum sunnan- og vestantil.
1°
16
m/s
1°
12
m/s
2°
8
m/s
5°
15
m/s
SV 10-15
m/s S- og
V-til,
hægari
vindur
NA-til.
Víða
10-15 m/s,
hvassast
syðst.
Gildistími korta er um hádegi
-4°
23°
5°
11°
19°
5°
7°
7°
7°
22°
12°
14°
17°
15°
11°
8°
8°
9°
3°
12
m/s
5°
16
m/s
2°
16
m/s
3°
15
m/s
2°
9
m/s
4°
11
m/s
-1°
13
m/s
1°
1°
-1°
0°
1°
0°
0°
-2°
0°
-1°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
SUNNUDAGUR
Á MORGUN
0
5
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:5
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
0
9
-7
A
A
4
1
4
0
9
-7
9
6
8
1
4
0
9
-7
8
2
C
1
4
0
9
-7
6
F
0
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K