Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 6
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Fyrir hversu mikið fé hyggst Norður ál á Grundartanga fjárfesta? 2. Í hvaða grunnskóla eru sjöttubekk- ingarnir sem gefa út bók í vor? 3. Með hvaða bresku hljómsveit munu íslenskar stelpur spila? SVÖR: 1. 10 milljarða króna. 2. Grandaskóla. 3. Florence and the Machine. VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4472 Flogið með Icelandair SÖGUFERÐIR Framandi og heillandi slóðir í samstarfi við Söguferðir ÞRIGGJA LANDA SÝN Litháen - H.Rússland - Pólland 15. - 27.júní Við hefjum ferð í Varsjá sem maður fær aldrei nóg af, heimsækjum “hulduþjóð” skammt frá landamærum Úkraínu. Verð frá 254.500 kr. SÖGUFERÐ TIL PÓLLANDS Litháen - H.Rússland - Pólland 31. ágúst - 11. september Evrópufrumskógurinn í haustskrúða, Úlfagreni Hitlers, Kraków, Auschwitz og saltnámurnar í Wielizka. Flogið til og frá Varsjá. Verð frá 254.500 kr. SÖGUFERÐ TIL ALBANÍU Litháen - H.Rússland - Pólland 2. - 11. október Í leit að horfnum heimi. Menning, saga og sjálft líf þessarar evrópsku hulduþjóðar. Verð frá 259.500 kr. EVRÓPUDRAUMUR FRISSA Litháen - H.Rússland - Pólland 9. - 23.ágúst. VÍ um 30 ár hefur Friðrik G. Fiðriksson stjórnað ferðum um þessar slóðir við fádæma góðar undirtektir, margreynd unaðsferð. Verð frá 254.500 kr. MENNING Unnin hafa verið drög að frumvarpi til laga um tímabundn- ar endurgreiðslur vegna hljóð- ritunar á tónlist á Íslandi. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þessi drög ekki verið kynnt í ríkisstjórn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, gerði málið hins vegar að umræðuefni í ávarpi sem hún flutti á myndskeiði á Iðnþingi í gær. Fyrirkomulagið yrði þá svipað og í kvikmynda- gerð. Ragnheiður Elín ræddi stöðu skapandi greina í ávarpi sínu í gær. „Í síðustu viku heimsótti ég fyrirtæki Baltasars Kormáks og fylgdist með eftirvinnslu stór- myndarinnar Everest. Það fyrir- tæki hefur nú þegar klárað þrjú stórverkefni hér heima og vonandi sjáum við meira af slíku í framtíð- inni,“ sagði hún. Hún sagði að sam- bærileg tækifæri gætu líka legið fyrir í íslenskri tónlist. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins er boðað frumvarp af þessu tagi fyrir tónlist. Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmynda- gerðar á Íslandi voru samþykkt á Alþingi árið 1999. Á grundvelli þeirra er unnt að fá endurgreitt 20% af framleiðslukostnaði vegna framleiðslu kvikmyndar eða sjón- varpsefnis á Íslandi. Jafnt innlend- ir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. Eftir að lögin voru samþykkt hafa fjölmargar erlend- ar stórmyndir verið framleiddar að hluta hérlendis. Þar á meðal Hollywood-myndir. „Þetta eru mjög skemmtilegar fréttir. Við erum búin að vera að reka áróður fyrir þessu í þó nokk- urn tíma,“ segir Sigtryggur Bald- ursson. Hann er framkvæmda- stjóri ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að það hafi verið þó nokkur aðsókn í nokkur stúdíó á Íslandi að undanförnu, einkum Gróðurhúsið og Sundlaug- ina. En með nýjum lögum myndi þetta aukast og þar með myndu tengsl íslenska tónlistargeirans við umheiminn aukast. Mikil- vægt sé fyrir íslenska listamenn að tengjast þeim erlendu. „Ég vil meina að þetta hafi gríðarlega góð áhrif fyrir stúdíó á Íslandi og líka íslenska tónlist yfirhöfuð,“ segir Sigtryggur. Eftirsóknarverðara verði fyrir hljómsveitir sem koma hingað á Iceland Airwaves að taka upp í leiðinni. Einnig verði eftir- sóknarverðara að nota Sinfóníuna í upptökur fyrir stærri verkefni. jonhakon@frettabladid.is Tónlistarmenn fái endurgreitt frá ríkinu Ráðgert er að íslenska ríkið endurgreiði hluta af kostnaði tónlistarmanna við hljóðritun. Formaður ÚTÓN telur að Ísland yrði vinsæll upptökustaður. Í SUNDLAUGINNI Sigtryggur Baldursson segir að nokkur stúdíó hér á landi séu þegar vinsæl erlendis. Til dæmis Sundlaugin sem er í eigu SigurRósar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þetta eru mjög skemmtilegar fréttir. Við erum búin að vera að reka áróður fyrir þessu í þó nokkurn tíma. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. SAMFÉLAG Eftir 25 ára starf hafa 7.038 einstaklingar, mest konur, nýtt þjónustu Stígamóta. Í dag fagna samtökin afmæli með því að minna á mikilvægi sitt, rifja upp sigra og horfast í augu við áskor- anir. „Helstu áskoranirnar í dag eru að kynferðisbrotamál komast ekki í gegnum réttarkerfið,“ segir Guð- rún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Enn eru gríðarlegir fordómar ríkjandi gagnvart fólki sem hefur verið beitt ofbeldi, almenningur, fagstéttir, réttarkerfið og konurnar sjálfar því miður. Því munum við ekki breyta nema að við víkkum umræðuna og tökum inn í hana að á bak við þessar sjö þúsund sem hafa leitað til okkar eftir hjálp eru ofbeldismenn sem ganga frjáls- ir.“ Guðrún segir hvatningu fel- ast í því að rifja upp hve mörg- um hefur verið hjálpað í gegn- um tíðina. „Það er mikilvægt að minnast þess hvað þetta starf er mikils virði. Þegar starf Stígamóta hófst var ekkert í boði fyrir fólk sem hafði verið beitt sifjaspellum eða konur sem hafði verið nauðgað. Það var háð heljarinnar barátta til að fá þetta viðurkennt og þá hafði engin fagstétt búið sig undir að fást við þessi mál.“ - kbg Stígamót fagna tuttugu og fimm ára afmæli í dag: Hafa hjálpað sjö þús- und einstaklingum GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR HAFNARFJÖRÐUR Bæjarstjórn Hafnar fjarðar samþykkti á síð- asta fundi sínum að ráðast í úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri Hafnarfjarðarhafnar síðastliðin tíu ár. Fara á yfir stjórnun og starfsemi hafnarinnar. Málefni hafnarinn- ar hafa verið í sviðsljósinu síðustu vikur. Tvírukkað var fyrir gjöld vegna lóðasamninga og einnig stóð til að formaður hafnarstjórnar áminnti starfsmann hafnarinnar fyrir að hafa sagst átt fund með bæjarstjóra þann 15. nóvember síðastliðinn. „Minnihlutinn í bæjarstjórn ósk- aði eftir því að farið yrði í stjórn- sýsluúttekt á málefnum hafnarinn- ar, í ljósi þeirrar umræðu sem uppi hefur verið um hana. Okkur þótti sjálfsagt að verða við þeirri beiðni,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formað- ur bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Nið- urstöður úr þessari skoðun verða síðan notaðar í mótun framtíðar- stefnu um málefni hafnarinnar,“ segir Rósa. Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar, er ekki sam- mála því að hér sé verið að fara að vilja minnihlutans. „Eins og þetta útspil meirihlutans blasir við mér þá fjallar það fyrst og fremst um að drepa málinu á dreif og draga athyglina frá því sem er að gerast í málefnum hafnarinnar. Í stað þess að axla ábyrgð og sýna einhvern vilja til að lagfæra það sem úrskeið- is hefur farið í samskiptum hafnar- stjórnar og starfsmanna þá bregst meirihlutinn við með því að benda í allar áttir og hóta fólki rannsókn- um,“ segir Gunnar Axel. - sa Ítarleg úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri Hafnarfjarðarhafnar samþykkt í bæjarstjórn: Ætla að rannsaka starfsemi hafnarinnar HAFNARFJARÐARHÖFN Skoða á rekstur hafnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUÐUR-KÓREA Maðurinn sem réðst vopnaður hnífi á Mark Lippert, sendiherra Bandaríkjanna í Suð- ur-Kóreu, í gær hrópaði kröfu um að kóresku ríkin tvö sameinist. Jafnframt mótmælti hann sam- eiginlegum heræfingum Suður- Kóreu og Bandaríkjanna. Árásarmaðurinn var sagður heita Kim Ki-jong og vera 55 ára gamall. Fyrir fimm árum reyndi hann að ráðast á sendiherra Jap- ans í Suður-Kóreu, en var þá handtekinn og hlaut skilorðsbund- inn dóm. Nokkrum tímum eftir árás- ina fagnaði norðurkóreska ríkis- fréttastofan árásinni, sagði hana hafa verið „réttláta refsingu fyrir bandaríska stríðsæsingamenn“ og endurspegla reiði þeirra Suð- ur-Kóreumanna sem eru á móti sameiginlegum heræfingum með Bandaríkjaher. Lippert særðist illa í andliti en var ekki í lífshættu. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir tveggja og hálfr- ar klukkustundar langa aðgerð. Sauma þurfti áttatíu spor til að loka sárinu. - gb Norður-Kórea fagnar árás á sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu: Árás í nafni sameiningarkröfu SÆRÐUR Mark Lippert, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA VEISTU SVARIÐ? 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -8 E 6 4 1 4 0 9 -8 D 2 8 1 4 0 9 -8 B E C 1 4 0 9 -8 A B 0 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.