Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 28
6 • LÍFIÐ 6. MARS 2015 S teinunn Jakobsdóttir berst fyrir bættum heimi barna. Hún hefur sterka réttlætis- kennd og segir mikilvægt að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. Hún hefur haft sterkar skoðanir frá unga aldri og kemur þeim vel frá sér svo ekki er hægt annað en að sperra eyrun og loka munninum. Það er auð- velt að heillast af henni og jánka er hún potar í íslensk forréttindi sem við eigum til að gleyma en birtast okkur greinilega þegar við förum út fyrir landsteinana. Berst fyrir betri heimi Steinunn segist alltaf hafa verið pólitísk þótt stefnan sé ekki tekin á að gera Alþingi að starfsvettvangi. Hún hefur lengi skrifað greinar um ýmis pólitísk og velferðarmál- efni og hafa þær birst í Grapevine og Kjarnanum. Hún er með gráðu í heimspeki og stjórnmálafræði auk meistaragráðu í þróunar- fræði frá UCD-háskólanum í Dyfl- inni á Írlandi. Það var meistara- rannsókn hennar sem beindi henni inn á starfsbrautina sem hún er á í dag og segist hún þar hafa fund- ið sitt markmið í lífinu: að standa vörð um velferð barna. Hún flutti heim til Íslands rétt fyrir jól. Hún segir huginn hafa leitað heim og hún hafi saknað vina og fjölskyldu. Þegar henni bauðst atvinnutilboð frá Unicef þá var hún ekki lengi að pakka ofan í bakpokann og koma heim í myrkasta skammdegið. „Það er svolítið erfitt að aðlagast því að vera komin aftur heim. Ég sakna hluta eins og umferðarinn- ar og látanna í borginni, eitthvað sem truflaði mig í fyrstu er nú það sem ég sakna hvað mest“. Það þarf varla að tíunda menningar- og veður farsmismuninn á þessum tveimur löndum, en Steinunn seg- ist leyfa sér að fara svolítið eftir því sem vindurinn feykir henni. Ferðalög eru lífsstíll Steinunn veit fátt betra en að skella bakpokanum á sig og halda út í heim. Hún segir ferðalög vera sitt helsta áhugamál og frekar en að eyða peningum í nýjar flíkur eða snyrtivörur þá sé hún að safna fyrir næstu ferð. Foreldrar hennar ólu hana og bróður hennar upp við ferðalög, bæði um hálendi Íslands og um engi Evrópu. Þau voru alltaf á ferðinni og er það veganesti sem Steinunni þykir vænt um og sér fyrir sér svipaða framtíð fyrir sína fjölskyldu. Slíkar áætlanir séu þó enn bara á teikniborðinu, enda eiga börn heimsins hug og hjarta Stein- unnar um þessar mundir. Þegar hún er innt eftir því hvort hana langi ekki til að „bjarga“ börnun- um sem hún berst fyrir þá er hún fljót að minna á að mikilvægara sé að vinna að langtímalausnum í samfélaginu til þess að börn geti alist upp í sinni menningu. „Það er mikilvægara að styrkja fjölskyldu og heimaland viðkomandi barna, þótt þau séu ofsalega sæt og krútt- leg. Þannig er „Angelinu Jolie“-við- horfið skiljanlegt en það er engin langtímalausn sem felst í því,“ bendir Steinunn á. Kambódía heillaði hjartað Steinunn bjó í Kambódíu í tæp fimm ár. Hún hafði ferðast þang- að er hún var í meistaranáminu og féll gjörsamlega fyrir landi og þjóð. „Ég ætlaði að taka þenn- an týpíska Suðaustur-Asíuhring en svo þegar ég kom til Kambódíu þá var svo margt að sjá að ég fór ekki neitt annað og var bara þar.“ Þegar henni var svo boðið starf hjá hjálparsamtökunum Friends-Inter- national sem fjáröflunarstjóri, þá var hún ekki lengi að þiggja það og flytja frá kuldanum á Írlandi yfir í sólina í Kambódíu. „Kamb- ódíumenn eru svo gefandi fólk, þeir eru jákvæðir og vilja alltaf deila með manni sögunni sinni.“ Steinunn segir kaótíska umferð hafa truflað sig í fyrstu en það varð svo það sem heillaði hana og varð að kunnuglegri bakgrunns- tónlist stórborgarinnar sem hún bjó í, Phnom Penh. Steinunn eign- aðist marga góða vini er hún bjó þar og segir að landið muni allt- af toga í sig aftur. Hún náði aðeins tökum á tungumálinu og er nokk- uð sleip í að panta sér mat á veit- ingastöðum enda breytist tím- inn með einkakennaranum hennar úr tungumálakennslu yfir í mat- reiðslutíma. Hún segist því vera nokkuð góð í að gera vorrúllur en sé ekki nógu sleip í tungumálinu til að eiga í málefnalegu spjalli við heimamenn á þeirra tungumáli. „Hins vegar tala Kambódíumenn flestir fína ensku svo það kom ekki að sök í samræðum almennt,“ bætir Steinunn við. Ábyrg ferðamennska Steinunn vill hvetja fólk til að kynna sér ábyrga ferðamennsku og frekar en að gefa betlandi börnum nokkra dollara eða tyggjópakka, að styrkja samtök sem vinna að lang- tímamarkmiði sem gagnast sam- félaginu í heild sinni. Þannig megi þeir, sem vilja fara sem sjálfboða- liðar og vinna með börnum, frekar skoða að vinna með heimamönnum og veita þeim færni sem svo hjálp- ar börnunum. Það getur verið erf- itt fyrir börn að mynda tengsl við nýja manneskju á þriggja vikna fresti og því er gott fyrir fólk sem vill vera sjálfboðaliðar að skoða vel í hverju starfið felst. „Sjálfboða- liðar ættu frekar að vinna í því að auka færni heimamanna með sinni þekkingu en ekki koma bara til að vera inni í lífi barna í stuttan tíma sem tengjast þeim og fara svo, það er mjög erfitt fyrir börnin að reyna alltaf að treysta og mynda tengsl við einhvern nýjan á nokkurra vikna fresti.“ Steinunn segir borgina breytast hratt með auknum straumi ferða- manna. „Túrisminn hefur sprungið í Kambódíu og allt í einu eru mun- aðarleysingjaheimili orðin stoppi- staður fyrir ferðamenn sem gefa ÖLL BÖRN EIGA SKILIÐ TÆKIFÆRI STEINUNN JAKOBSDÓTTIR er skelegg ung kona sem vill búa yngstu borgurum þessa heims betra líf. Hún hefur flakkað heimshorna á milli en það var Kambódía sem fangaði hjarta hennar. Nú er Steinunn komin heim og starfar sem fjáröflunarstjóri hjá Unicef. Steinunn Jakobs- dóttir hefur sterka réttlætiskennd, er hápólitísk og flakkar um heim- inn með bakpok- anum sínum. Sigga Dögg blaðamaður siggadogg@365.is M YN D/VILH ELM 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -7 F 9 4 1 4 0 9 -7 E 5 8 1 4 0 9 -7 D 1 C 1 4 0 9 -7 B E 0 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.