Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 29
LÍFIÐ 6. MARS 2015 • 7 „Leiðin til að styrkja samfélagið er að hvetja börn til menntunar og styðja foreldra í að skapa tekjur til að geta séð fyrir börnunum sínum, til dæmis með að opna lítið fyrirtæki eða læra iðn sem nýtist til atvinnusköpunar.“ MYNDAALBÚMIÐ Steinunn ferðaðist víða um Asíu er hún bjó þar og hér má sjá myndir af samstarfélögum hennar, í siglingu eftir Mekong-ánni og við ýmsa starfstengda viðburði. nammi, peninga og leikföng og á fáum árum hefur munaðarleys- ingjahælum fjölgað um 65% til að svara þessari eftirspurn.“ Þá dreifa krakkar gjarnan miðum til ferðamanna þar sem þeir eru hvattir til að heimsækja þessi „heimili“ og sjá krakka dansa og syngja. Steinunn bendir á að flestir ferðamenn séu velviljaðir en þetta sé orðinn gróðavegur sem fær börn til að skrópa í skólum og betla og brýtur þeirra grundvallar- mannréttindi til friðhelgi og einka- lífs. Foreldrar senda stundum börn sín á slík heimili í þeirri veiku von að þeirra bíði betra líf og tækifæri til menntunar. Staðreyndin er hins vegar önnur, sér í lagi þegar börn eru orðnir skemmtikraftar fyrir ferðamenn en ekki að læra hluti sem gagnast þeim í framtíðinni, því leikfangabíll eða karamella dugar skammt. Steinunn bendir á að munaðar- leysingjaheimili sé neyðarúr- ræði fyrir börn og ekki langtíma- lausn heldur eigi markmiðið alltaf að vera að koma börnunum í fjöl- skylduumhverfi. Það sé markmið Friends-samtakanna sem hún vann fyrir, en þar reyndu þau að sam- eina börn við fjölskyldur sínar eða fósturfjölskyldur en einnig að að- stoða börn og unglinga til að kom- ast í nám. „Í Kambódíu er í raun ætlast til þess að börn sjái fyrir foreldrum sínum og eru börn allt niður í fjórtán ára, stundum jafn- vel yngri, send til stórborganna til að vinna. Börnin eru gjarnan ráðin í verkefni sem eru hættuleg og illa launuð.“ Steinunn bendir á að ýmsar hættur leynist í stórborg- um og því sé mikilvægt að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Leiðin til að styrkja samfélagið er að hvetja börn til menntunar og styðja for- eldra í að skapa tekjur til þess að geta séð fyrir börnunum sínum, til dæmis með því að opna lítið fyrir- tæki eða læra iðn sem nýtist til at- vinnusköpunar. Hvað getur þú gert? Hjálparleysi og vanmáttur getur verið fylgikvilli hjálparstarfs þegar eitt skref er stigið áfram bara til að renna tvö skref til baka líkt og þegar stjórnvöld bregðast skyldum sínum með skammtíma- lausnum. Nú eða bara ef þú fylg- ist með fréttum, þá getur verið erf- itt að hafa trú á heiminum og fólk- inu í honum. Steinunn nefnir sem dæmi þegar: „Obama kom í heim- sókn til höfuðborgar Kambódíu, Phnom Pehn, þá var borgin þrifin og heimilislaust fólk sett í rútur og flutt burt. Allt átti að vera svo flott og fínt fyrir heimsóknina en brott- flutningur fólksins leysti engan vanda og sýndi ekki raunverulegt ástand borgarbúa.“ Steinunn legg- ur mikla áherslu á að allir geti lagt sitt af mörkum en ekki þurfi allir að fljúga yfir hálfan hnöttinn til að gefa ríkulega af sér. „Þú getur stutt ýmis samtök með því einu að nota snjallsímann þinn eða sækja ýmsa fjáröflunarviðburði sem hjálparsamtök standa fyrir.“ Þeir sem svo ætla sér að heimsækja Kambódíu eru hvattir til að kynna sér ábyrga ferðamennsku áður en lagt er af stað. Þú getur bætt heiminn því margt smátt gerir eitt stórt. Fallegt, fágað og töff allt fyrir fermingarnar. 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -7 F 9 4 1 4 0 9 -7 E 5 8 1 4 0 9 -7 D 1 C 1 4 0 9 -7 B E 0 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.