Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 16
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 16
Barnaheill – Save the
Childr en á Íslandi hafa
starfað að réttindum og
velferð barna á Íslandi
og erlendis í 25 ár. Sam-
tökin eru aðili að Save
the Childr en Internation-
al sem eru stærstu frjálsu
félagasamtök í heiminum
sem vinna eingöngu í þágu
barna. Helstu áherslumál
samtakanna eru að standa
vörð um réttindi barna,
baráttu gegn ofbeldi á
börnum, heil brigðis mál og
grunnmenntun.
Barnaheill vinna samkvæmt
barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna að vernd barna gegn hvers
kyns ofbeldi. Í þeirri baráttu leika
forvarnir og fræðsla stórt hlutverk.
Verkefni Barnaheilla, sem snúa að
vernd barna gegn ofbeldi, felast m.a.
í útgáfu fræðslu- og forvarnarefnis,
rekstri ábendingarhnapps og síðast
en ekki síst Vináttu – forvarnarverk-
efnis gegn einelti í leikskólum.
Þetta er líkaminn minn
Allt frá árinu 1998 hafa Barnaheill
gefið út bókina Þetta er líkaminn
minn en hún er liður í fræðslu- og
forvarnarverkefni samtakanna
um vernd barna gegn kynferðis-
legu ofbeldi. Bókin er ætluð for-
eldrum og forráðamönnum barna
á leikskólaaldri og fjallar
um hvernig ræða má um
jákvæða og neikvæða snert-
ingu á opinn og óþvingaðan
hátt. Hún er afhent foreldr-
um endur gjaldslaust, en það
er starfsfólk heilsugæsl-
unnar sem sér um afhend-
ingu hennar við reglubund-
ið eftir lit barnanna.
Ábendingarhnappur
Á barnaheill.is má finna
ábendingarhnapp þar sem
hægt er að tilkynna ólög-
legt eða óviðeigandi efni á neti.
Barnaheill hafa tekið þátt í alþjóð-
legu verkefni um vernd barna gegn
kynferðislegu ofbeldi á neti í hart-
nær 14 ár. Á þeim tíma hafa borist
vel á fimmta þúsund ábendingar til
samtakanna um efni þar sem börn
eru beitt kynferðisofbeldi eða sýnd
á kynferðislegan hátt.
Barnið njóti vafans
Mikilvægt er að almenningur
geri sér grein fyrir að samkvæmt
lögum er skylt að tilkynna ef grun-
ur leikur á að barn sé beitt ofbeldi,
það sé vanrækt eða búi við óviðun-
andi uppeldisaðstæður. Barnaheill
hafa beitt sér fyrir því að gefa út
fræðslu- og kynningarefni til að
vekja athygli á þessu. Um þessar
mundir er að koma út nýr bækl-
ingur um hvernig bregðast skuli
við grun um að barn búi við slík-
ar aðstæður. Bæklinginn er hægt
að panta á skrifstofu samtakanna
og er honum dreift frítt til heilsu-
gæslustöðva og skóla.
Vinátta
Barnaheill vinna að innleiðingu
Vináttu sem er forvarnarverkefni
gegn einelti og ætlað leikskóla-
börnum. Vinátta byggist á því að
efla styrkleika einstaklingsins
og um samskipti, samlíðan, vin-
áttu og vellíðan. Vinátta stuðlar að
almennri menntun leikskólabarna
í hæfni til að takast á við áskoranir
daglegs lífs í samskiptum við aðra.
Efnið byggir upp jákvæð samskipti
og eru gildi þess umhyggja, um-
burðarlyndi, virðing og hugrekki.
Út að borða fyrir börnin
Nú stendur yfir hið árlega fjáröfl-
unarátak Barnaheilla, Út að borða
fyrir börnin. Tuttugu og sex veit-
ingastaðir taka þátt í átakinu með
því að láta hluta af verði valinna
rétta renna til verkefna Barna-
heilla sem snúa að vernd barna
gegn ofbeldi. Á barnaheill.is má
sjá hvaða staði er um að ræða. Ég
vil hvetja landsmenn til að fara út
að borða á einhvern þeirra 89 staða
sem í boði eru og styðja þannig við
vernd barna gegn ofbeldi.
Út að borða –
gegn ofbeldi á börnum
Í margumræddu náttúru-
passafrumvarpi er boðuð
afar óheppileg leið til að
afla fjár til verndunar
og viðhalds ferðamanna-
staða. Nær væri að nýta
til þess núverandi skatta
og gjöld frekar en stofna
nýtt, flókið og dýrt kerfi.
Rökstuðningur:
1 Hér er boðaður nýr skattur sem flókið
verður að innheimta og
framfylgja. Undarlegt
að ríkisstjórn sem segist
vilja einfalda skattkerfið skuli
velja þessa leið. Þó kemur ekki
á óvart að hún vilji frekar flat-
an skatt á almenna notendur en
að skattleggja tekjur fyrirtækja.
2 Ferðamálastofa yrði að eins konar skattstofu með sér-
stakri skattrannsóknadeild með
eftirlitsmenn (eins konar stöðu-
mælaverði) um land allt til að
skrifa út sektarmiða á þá sem
ekki hafa þetta sérstaka vega-
bréf. Þar þarf að bæta við mörg-
um opinberum störfum ef ekki
á að draga úr annarri þjónustu
og umsýslu Ferðamálastofu.
Með þessu nýja skattkerfi von-
ast menn til að ná inn þremur
milljörðum á ári. Ég leyfi mér
að giska á að fjórðungur þess
sem inn kemur fari í beinan og
óbeinan kostnað við kerfið. Hvers
vegna í ósköpunum þarf að setja
á nýtt gjaldheimtukerfi til að ná
inn rúmlega tveimur milljörðum
króna á ári nettó? Hví ekki gera
það með núverandi skattkerfi?
3 Í frumvarpinu ásamt langri greinargerð er ekki skoð-
aður sá möguleiki að fjármagna
viðhald og vernd náttúru á
ferðamannastöðum af almennu
skattfé. Nú greiða ferðamenn og
ferðaþjónustuaðilar virðisauka-
skatt (vsk) af vörum og þjónustu,
flugvallarskatt, hafnargjöld,
vegagjöld (bensínskatt) og fleiri
gjöld til hins opinbera og nýbúið
er að hækka vsk af mat og veit-
ingum úr sjö í ellefu prósent. Ef
bara ein króna af hverjum elds-
neytislítra væri eyrnamerkt við-
haldi og verndun ferðamanna-
staða gæti það eitt skilað 300
milljónum á ári. Svo greiðir
vaxandi fjöldi starfsfólks skatt
af sínum launum. Nærri 80%
erlendra gesta koma til landsins
aðallega vegna náttúrunnar – hví
má ekki nýta til náttúruverndar
brot af sköttunum sem þeir og
þjónustuaðilar þeirra greiða?
Vilji landsmenn auka tekjur af
ferðamönnum er besta leiðin að
auka og bæta þjónustu
við þá, þ.e. þróa atvinnu-
greinina. Öll greiðum við
glöð fyrir góða þjónustu!
4 Hér er um óvenju-legt fyrirkomulag
að ræða og hætta á neikvæðri
ímynd. Flestir sem ferðast um
Ísland hafa farið víða og sjald-
an ef nokkru sinni þurft að sýna
passa til að fá að vera úti í nátt-
úrunni. Hætt er við að náttúru-
passafyrirkomulagið verði upp-
spretta leiðinda, auk þess að vera
dýrt í rekstri. Fólki í sumarleyfis-
ferð mun leiðast að vera undir
smásjá sérstakra gjaldheimtu-
manna. Svo er hér vegið að æva-
fornum rétti fólks til að fara
frjálst um villta náttúru. Gert er
ráð fyrir að Íslendingum nægi
að sýna almenn skilríki eða þylja
kennitöluna, en munu erlendir
ferðamenn muna eftir að bera á
sér þennan nýstárlega passa?
5 Í frumvarpinu er talað um uppbyggingu, viðhald og
verndun ferðamannastaða. Mér
stendur stuggur af orðinu upp-
bygging þegar um náttúru á
ferðamannastöðum er að ræða,
sé fyrir mér stórkarlaleg mann-
virki sem spilla ásýnd. Mér fell-
ur betur að tala um viðhald og
vernd.
Ég fagna hins vegar frumvarpi
umhverfis- og auðlinda ráðherra
til laga um landsáætlun um upp-
byggingu innviða fyrir ferða-
menn til verndar náttúru og
menningarsögulegum minjum.
Þar er boðuð bráðnauðsynleg
skráning, stefnumörkun og fram-
kvæmdaáætlun og hvergi minnst
á náttúrupassa. Hins vegar tekið
fram að ferðamannaleiðir og
staðir sem njóta greiðsluþátt-
töku úr ríkissjóði af því að þau
eru í landsáætlun skuli vera opin
gjaldfrjálsri umferð almenn-
ings. Vonandi ber Alþingi gæfu
til að stöðva náttúrupassafrum-
varpið en klára hitt frumvarpið
og mætti skjóta þar inn grein um
að nauðsynlegar framkvæmdir á
ferðamannastöðum verði fjár-
magnaðar af skattfé sem ríkið
almennt innheimtir af ferða-
mönnum sem öðrum.
Hví ekki nota
skattkerfi ð – frekar
en stofna nýtt?
Undirritaður lögmaður,
sem situr í stjórn Astma-
og ofnæmisfélags Íslands,
vill hér með koma eft-
irfarandi athugasemd-
um á framfæri við stjórn
Strætó bs. – nú þegar það
kemur fram í fjölmiðlum
(Visir.is/GÁG) frá Stætó
bs. að „framtaki Andra“
við undir skriftasöfnun sé
fagnað innan Strætó bs.
Að áliti undirritaðs mætti
fremur nefna þetta frum-
hlaup Andra og stjórnarinnar. Vil
ég hér gefa örstuttar skýringar á
þeirri skoðun minni:
1 Með Strætó ferðast fjölmargt fólk, sem hefur líffræðilegt
ofnæmi fyrir hundum, köttum
og fleiri gæludýrum. Með áform-
uðu leyfi til að flytja gæludýr í
Strætó, er heilsufarshagsmunum
þessa fólks stefnt í bráða hættu.
Sjálfsagt væri að gera þá undan-
tekningu, að leyfa blindrahundum
för með strætisvögnum í fylgd eig-
anda síns, enda sé viðeigandi skil-
ríkjum framvísað.
2 Í greinum 33a til 33d í fjöleignarhúsa-
lögum nr. 26/1994, sbr. 1
gr. laga nr. 40/2011, fel-
ast almennar reglur um
hundahald í fjöleignar-
húsum, sem stjórn
Strætó bs. væri hollt að
kynna sér til að draga af
þeim nothæfan lærdóm
fyrir þá hættulegu nánd,
sem verður í strætis-
vögnum, ef til leyfis
kemur.
3 Fram hefur komið nýlega í fréttum, að í Reykjavík séu
nú taldir vera u.þ.b. 10.000 hundar.
Hins vegar hafa aðeins um 5.000
hundar verið löglega skráðir.
Þetta þýðir að hinn hópurinn, þ.e.
u.þ.b. 5.000 hundar, er óskráður og
ólöglegur.
Í því felst, að eigendur þeirra
hafa ekki sótt um eða fengið leyfi
til hundahalds. Þeir hundar eru þá
ekki merktir (örmerktir), þeir eru
ekki undir eftirliti um sjúkdóma,
þeir eru ekki hreinsaðir (sulla-
veiki), ekki bólusettir og einhverj-
ir þeirra eru af mjög hættulegum
tegundum, sem ekki er unnt að fá
leyfi fyrir hér á landi og síðast en
ekki síst hafa eigendur þessara ca.
5.000 hunda ekki keypt eða feng-
ið keypta lögbundna ábyrgðar-
tryggingu fyrir tjóni, sem hundar
þeirra kunna að valda á fólki eða
dýrum.
Hyggst stjórn Strætó bs. flytja
ótryggða, óhreinsaða, óbólusetta
og jafnvel stórhættulega hunda
innan um fólk í strætisvögnum?
Verður það e.t.v. lagt á herðar
vagnstjóra að kanna skírteini
fyrir hundum áður en þeim er
hleypt inn í vagnana?
Það er skoðun undirritaðs, að
stjórn Strætó bs. þurfi að ígrunda
öll þessi atriði og eflaust fleiri
mun betur áður endanleg ákvörð-
un verður tekin.
Opið bréf til stjórnar Strætó bs.
- fl utningur gæludýra
Peningar skipa veigamik-
inn sess í lífi unglinga líkt
og annarra. En kann ungt
fólk að fara með peninga?
Eru nemendur í grunn- og
framhaldsskólum vel læsir
á fjármál? Þótt fjármála-
fræðsla sé ekki sjálfstæð
námsgrein í aðalnámskrá
grunn- og framhalds-
skóla kemur hún við sögu
í ýmsum kennslugreinum.
En betur má ef duga skal.
Á næstu dögum mun
h ó pu r s t a r fsm a n n a
aðildar félaga Samtaka fjármála-
fyrirtækja heimsækja efstu bekki
grunnskóla á höfuðborgarsvæð-
inu og á landsbyggðinni til þess að
kynna Fjármálavit. Fjármálavit
er verkefni sem Samtök fjármála-
fyrir tækja hafa undirbúið í vetur
og gengur út á að þróa kennslu-
efni um fjármál fyrir nemendur í
grunnskólum.
Við þróun efnisins voru
haldnar vinnustofur með
nemendum, kennurum og
starfsfólki í fjármálafyrir-
tækjum til að fá fram hvað
það er sem skiptir máli
þegar kemur að kunnáttu
um fjármál. Efnið var svo
unnið í samvinnu við kenn-
ara og kennaranema. Við
vinnslu efnisins var horft
til þess að það endurspegli
raunverulegt umhverfi
ungs fólks og að það veki
áhuga þess.
Með framtakinu eru samtökin að
horfa til systursamtaka sinna í Evr-
ópu, þá sérstaklega í Hollandi, en
þar í landi hafa samtök fjármála-
fyrirtækja undanfarin ár boðið upp
á kennsluefni og heimsótt skóla um
allt land með fjármálafræðslu við
góðar undirtektir nemenda.
Kynningin á Fjármálaviti helst í
hendur við hina Evrópsku peninga-
viku sem stendur yfir dagana 9. til
13. mars. Markmiðið með vikunni
er að vekja athygli á þörfinni fyrir
aukið fjármálalæsi hjá ungu fólki
og skapa umræðu.
Framtak eins og Fjármálavit er
góður vettvangur fyrir samvinnu
kennara og starfsmanna fjármála-
fyrirtækja til að miðla sameigin-
legri þekkingu sinni og stuðla að
góðu fjármálalæsi unglinga.
Samtök fjármálafyrirtækja hafa
um árabil lagt mikla áherslu á efl-
ingu fjármálafræðslu hér á landi.
Á undanförnum árum hafa sam-
tökin meðal annars fjármagnað
tilraunakennslu í fjármálafræðslu
í grunn- og framhaldsskólum og
tekið virkan þátt í vinnuhópum
stjórnvalda um eflingu fjármála-
læsis. Það starf hefur varpað ljósi
á að mikill áhugi og vilji er á meðal
kennara og þeirra sem koma að
fræðslumálum að efla fjármála-
fræðslu.
Fjármálafræðsla er nauðsynleg
FJÁRMÁL
Kristín
Lúðvíksdóttir
verkefnisstjóri
fj ármálafræðslu
hjá Samtökum
fj ármálafyrirtækja
SAMGÖNGUR
Björn Ólafur
Hallgrímsson
hæstaréttarlög-
maður
BARNAHEILL
Erna Reynisdóttir
framkvæmdastjóri
Barnaheilla– Save
the Children á
Íslandi
FERÐAÞJÓN-
USTA
Þorvaldur Örn
Árnason
formaður Sjálf-
boðaliðasamtaka
um náttúruvernd
➜ Hyggst stjórn Strætó bs.
fl ytja ótryggða, óhreinsaða,
óbólusetta og jafnvel stór-
hættulega hunda innan um
fólk í strætisvögnum?
➜ Þar er boðuð bráð-
nauðsynleg skráning,
stefnumörkun og
framkvæmdaáætlun
og hvergi minnst á
náttúrupassa.
0
5
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:5
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
0
9
-7
0
C
4
1
4
0
9
-6
F
8
8
1
4
0
9
-6
E
4
C
1
4
0
9
-6
D
1
0
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K