Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 46
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 30 R. Kelly Oft er talað um Robert Sylvester Kelly sem konung RnB-tónlistar. R. Kelly sló fyrst í gegn í raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum, þar sem hann söng sig inn í hjörtu margra. Hann sló síðan rækilega í gegn með laginu Bump N’ Grind, sem sat í þrettán vikur á lista Billboard yfir bestu RnB-lögin. Segja má að R. Kelly sé hálfgerð lifandi goðsögn í RnB- heiminum. Árið 2011 var hann valinn besti RnB-listamaður síðustu 25 ára og hefur selt yfir 100 milljón eintök af plötum sínum um allan heim. Eftir hann liggja tólf breiðskífur og mikill fjöldi laga sem hafa vermt efstu sæti vinsældalista. Ýmis lög eftir hann hafa notið gríðarlegra vinsælda, eins og I Belive I Can Fly, Your Body’s Callin, Gotham City, Ignition (Re- mix) og The World Greatest. R. Kelly er svo vinsæll að haldið er upp á hinn alþjóðlega R.Kelly dag um allan heim, annan föstudag í mars. Mary J. Blige Hún er iðulega kölluð drottning RnB-tónlistar. Hún hefur unnið til níu Grammy-verðlauna og hlotið 30 tilnefningar. Platan hennar, My Life, sem kom út árið 1994, er af mörgum talin ein besta plata allra tíma. Því hefur verið haldið fram í tímaritum á borð við Rolling Stone, Time og Vibe. Hún er margverðlaunuð og hefur selt yfir 50 milljón eintök af plötum sínum. Bæði VH1 og Billboard hafa sett hana á lista yfir bestu söngvara allra tíma. Mary J. Blige hefur verið vinsæl viðbót í rapplög stærstu rappara heims. Hún hefur unnið með Jay-Z, Nas, The Notorious B.I.G. og Method Man. Blige hefur gefið út 12 breiðskífur og á lög á borð við Family Affair, Be Without You, Real Love og Not Gon’ Cry. Ofan á þann lista bætast svo lög eins og You’re All I Need með Method Man og Can’t Knock the Hustle með Jay-Z. SVEFNSÓFAR ÞAÐ ER GOTT AÐ ROMA – CLICK CLACK Stærð: 200x100 H: 50 cm. Svefnpláss: 120x200 cm. Dökk- og ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 200x94 H: 40 cm. Svefnpláss: 140x200 cm. Grábrúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 200x110 H: 40 cm. Svefnpláss 120x200 cm. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. TILBOÐ 79.900 kr. Fullt verð 89.900 MILANO – CLICK CLACK VERONA – CLICK CLACK TILBOÐ 89.900 kr. Fullt verð 99.900 TILBOÐ 99.900 kr. Fullt verð 119.900 Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Boyz II Men Sveitin sló fyrst almennilega í gegn í upphafi tíuanda áratugarins. Lagið End of the Road, sem kom út árið 1992, var í efsta sæti listans Bill- board Hot 100 í heilar þrettán vikur, sem var met á sínum tíma sem Elvis Presley átti þá. Sveitin á margar af þekktustu RnB-ballöðum tíunda áratugarins. Helst ber að nefna I’ll Make Love to You, One Sweet Day, Losing Sleep, That’s Why I Love You og hið ódauðlega Water Runs Dry. Boyz II Men er langvinsælasta RnB-hljómsveit allra tíma, þegar litið er til Billboard-listans. Þegar litið er á hin ýmsu met sem sveitin á kemur í ljós að hún er í flokki með Bítlunum, áðurnefndum Elvis og Mariah Carey. Sveitin er enn að og gaf út plötuna Collide í október í fyrra. Platan náði 37. sæti á lista yfir vinsælustu plötur Bandaríkjanna á tímabili í fyrra. Kóngar og drottningar í RnB-tónlist Fréttablaðið fór yfi r hverjir réðu lögum og lofum í RnB-heiminum á tíunda áratug síðustu aldar. Seiðandi RnB-tónlist hefur komið mörgum í rétta gírinn, á skemmtistöðum jafnt sem svefnherbergjum. Destiny’s Child Segja má að stelpurnar Destiny’s Child hafi komið eins og stormsveip- ur inn í RnB-heiminn. Stúlkurnar fengu samning hjá Columbia Records árið 1996. Tveimur árum síðar kom fyrsta breiðskífa sveitarinnar út, sem bar titilinn Destiny’s Child. Á henni má finna hið klassíska No, no, no, lag sem hefur fengið að hljóma í ófáum svefnherbergjum á góðum stundum. Sveitin sló svo rækilega í gegn með plötunni The Writing Is on the Wall. Sveitin fékk alls sex Grammy- verðlaun árið sem platan kom út. Á lista Billboard-tímaritsins yfir bestu plötur tíunda áratugarins var platan í 39. sæti. Lög eins og Bills, Bills, Bills og Say My Name voru mikið spiluð um allan heim. Þegar sveitin var sem þekktust innihélt hún þrjá meðlimi; Kelly Rowland, Michelle Williams og Beyoncé Knowles. Sú síðastnefnda er nú ein þekktasta stjarna heims, eins og flestir vita. Jodeci Sveitin er uppáhald margra sem fylgdust með RnB-tónlist á upphafs- árum tíunda áratugarins. Iðulega er sveitin nefnd á nafn í rapplögum og voru meðlimirnir oft kallaðir „slæmu strákarnir“ í RnB-heim- inum. Sveitin fékk viðurkenningu rapparanna í Lost Boyz, sem nefndu hana á nafn í sínu vinsælasta lagi, sem bar titilinn Renee. Tveir af með- limum sveitarinnar voru bræðurnir Cedric og Joel Hailey, betur þekktir sem K-Ci og Jojo. Þeir unnu hug og hjörtu margra ástfanginna rétt fyrir aldamót með laginu All My Life, sem fékk mikla spilun hér á landi. Jodeci er margverðlaunuð hljóm- sveit; átti plötu ársins árið 1992 að mati Billboard og Soul Train. Sveitin fékk einnig Soul Train-verðlaunin fyrir lagið Forever My Lady árið 1994. Meðlimir sveitarinnar eru í frægðarhöll tónlistarmana frá Norður-Karólínu. TLC Þegar stúlknasveitin TLC steig fram á sjónarsviðið, fullmótið árið 1992 vakti hún gríðarlega athygli. Stúlk- urnar þrjár, þær T-Boz, Left Eye og Chilli voru allar með ólíkan persónu- leika og náðu að fanga hug og hjörtu ungra aðdáenda hiphop- og RnB-tón- listar. Sveitin vakti fyrst athygli fyrir plötuna Ooooohhh … On the TLC Tip, sem kom út árið 1992. En sveitin hlaut heimsathygli þegar platan CrazySexyCool kom út tveimur árum síðar. Lagið Waterfalls sló rækilega í gegn og ekki skemmdi myndbandið við lagið fyrir. Platan seldist í 23 milljónum eintaka um allan heim. Sveitin beið svo í fimm ár með að gefa út nýja plötu. FanMail kom út árið 1999. Hún náði ekki alveg sömu vinsældum í sölutölum, en fékk þó sexfalda platínusölu. Sveitin er enn að, en árið 2002 féll rappstjarnan Lisa Lopes, betur þekkt sem Left Eye, frá. Hún lést í bílslysi. 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 9 -8 E 6 4 1 4 0 9 -8 D 2 8 1 4 0 9 -8 B E C 1 4 0 9 -8 A B 0 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.