Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 54
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 Ariana Katrín Katrínardóttir safn- ar fyrir námsferð til New York með því að teikna prófílmyndir fólks á Facebook. Hún segir söfnunina hafa farið vel af stað. „Þetta er eiginlega meira en ég bjóst við. Er eiginlega bara komin í tvær vinnur eða er búin að vera síðustu daga,“ segir hún glöð í bragði. Hún teiknar myndirnar og skann- ar inn í tölvu en vinnur þær ekki frekar. Hver mynd kostar 1.000 krónur en 2.000 krónur ef fólk vill fá myndina heimsenda en stíll myndanna fer eftir skapi lista- mannsins hverju sinni. „Ég ákvað að setja það inn af því þetta er það ódýrt, þannig að fólk gæti kannski ekki verið að panta eitthvað ákveðið, mér finnst þetta líka gaman ef maður gerir þetta bara eins og það kemur til manns,“ segir hún og bætir við: „Bara fyrsta hugmynd sem fer niður á blað, að ég sé ekki að krumpa blöð og byrja upp á nýtt.“ Rúmlega sjötíu manns hafa þegar keypt mynd af Ariönu og stefn- ir hún á að safna að minnsta kosti 140.000 krónum, til þess að dekka flug og gistingu. „Það er kannski erfiðast þegar fólk er bara með mynd af sér þar sem það er sætt eða bara með selfie,“ segir Ariana þegar hún er spurð að því hvort ekki sé erfitt að teikna ókunnugt fólk. „Sumir eru með skemmtilegan svip, það er líka bara nóg til þess að gera myndina áhugaverða,“ segir hún hress að lokum. Hægt er að panta mynd af Ariönu með því að senda hevnni póst á Facebook.com/ariana.katrin. - gló Teiknar fólk gegn vægu gjaldi Ariana Katrín teiknar eft irmyndir af prófílmyndum fólks til að fj ármagna námsferð. NÓG AÐ GERA Ariana segir eftir- spurnina vera meiri en hún bjóst við. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G VA „Muse með lagið Plug in Baby kemur mér af stað inn í helgina.“ Orri Freyr Rúnarsson, dagskrárgerðarmaður á X-inu 977 FÖSTUDAGSLAGIÐ ALVÖRU TRYLLIR! MÖGNUÐ SÆNSK FJÖLSKYLDUSAGA SPIELBERG KVIKMYNDAR! Sýning tileinkuð ferli Bjark- ar Guðmundsdóttur var opnuð í nýlistasafninu í New York í Banda- ríkjunum um liðna helgi. Sýningin hefur vakið blendin viðbrögð hjá gagnrýnendum sem ýmist lofa hana eða lasta. Jóní Jónsdóttir, einn meðlima Gjörningaklúbbsins, sem hannaði búning Bjarkar fyrir Volta-plötu- umslagið, var stödd úti í New York á viðhafnaropnun sýningarinnar. Um gagnrýnina segir hún þetta: „Það er auðvitað margt sem er hægt að gagnrýna, en ég held líka að þetta hafi verið ákveðið moment að hafa svona „popicon“ inni í listasafni. Því er kannski eðlilegt að þetta sé gagn- rýnt. Þetta er líka mögulega visst skref fyrir tónlist og myndlist, því þarna er línan að verða ósýni- legri,“ segir Jóní. Þær stöllur í Gjörningaklúbbn- um fengu góð viðbrögð við sínu verki á sýningunni. „Við erum bara mjög ánægðar með okkar hlut og fengum mjög góð og jákvæð viðbrögð á okkar verk,“ segir Jóní og bætir við: „Þarna var líka samankomið allt fólkið henn- ar Bjarkar og allir þeir hönnuðir sem hafa unnið með henni eins og Bernhard Wilhelm, Marjan Pejoski og þau hjá Three as Four, svo það var mjög mikill heiður fyrir okkur að vera þarna,“ segir hún. Þrátt fyrir gagnrýnina segir Jóní að það verði enginn svikinn af því að sjá sýninguna. Gagnrýnandi breska dagblaðs- ins The Guardian fer ekki fögr- um orðum um sýninguna og hafði þetta um hana að segja: „Kannski fáum við í náinni framtíð sýningu sem segir frá því hvernig kona frá einu minnsta landi heims fóstraði heila kynslóð af hönn- uðum, kvikmyndagerðarmönn- um og tónlistarmönnum á meðan hún afmáði skilin á milli fagurr- ar listar og poppmenningar. En Björk – sem er heiti sýningarinn- ar, segir ekki þessa sögu. Hún er skringilega metnaðarlaus án rök- réttrar hugsunar,“ skrifar Jason Farago fyrir The Guardian. Hann segir það furðulega við þetta allt saman að sýningin sé þess virði að sjá. „Þrátt fyrir öll vonbrigðin þá eru þarna sýnishorn sem gefa til kynna af hverju þessi sýning var sett upp og hvernig hún hefði getað orðið,“ skrifar Farago. Ryu Spaeth sem skrifar í tíma- ritið The Week var ekki alls ánægður með sýninguna, en heill- aðist af tónlistarhluta hennar. „Tónlistin er dásamlega hávær og skellur á þér úr öllum áttum, líkt og ég ímynda mér hvernig það sé að vera lokaður inni í magnara Kevins Shields.“ adda@frettabladid.is, Blendin viðbrögð við sýningu Bjarkar Yfi rlitssýning Bjarkar Guðmundsdóttur var opnuð í MoMa um síðastliðna helgi og hafa gagnrýnendur ytra farið misgóðum orðum um sýninguna og velta fyrir sér mörkunum milli mynd- og tónlistar. MISJÖFN VIÐ- BRÖGÐ Ekki eru allir gagnrýn- endur á sama máli um ágæti sýningar Bjarkar á Nýlistasafninu í New York. FRÁ SÝNINGUNNI Búningar Bjarkar á sýningunni. 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 9 -7 5 B 4 1 4 0 9 -7 4 7 8 1 4 0 9 -7 3 3 C 1 4 0 9 -7 2 0 0 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.